Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 10
Aðalbjörg Finnbogadóttir fyrir framlag í þágu hjúkrunarfræð-
inga og hjúkrunar. aðalbjörg hefur starfað af sannri trú-
mennsku fyrir félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í áratugi.
hún hefur haldið merki faghluta félagsins á lofti af mikilli ein-
urð og festu.
Anna Stefánsdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar. anna
starfaði í áratugi á Landspítala, og var framkvæmdastjóri hjúkr-
unar í 17 ár, og hafði á þeim tíma mikil áhrif á faglega þróun
hjúkrunar á spítalanum.
Ásta Möller fyrir framlag til félagsstarfa hjúkrunarfræðinga.
Sem formaður félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga
stóð Ásta Möller að sameiningu hjúkrunarfélags Íslands og
félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðina í janúar 1994.
Sameining félaganna var mikið heillaspor fyrir hjúkrunarfræð-
inga og hjúkrunarstéttina alla.
Bergdís Kristjánsdóttir fyrir framlag til söfnunar og varðveislu
hjúkrunarminja. Bergdís hefur starfað í muna- og minja-
nefndum félagsins um árabil. Þegar fíh gerðist aðili að Lækn-
ingaminjasafninu og afhenti því safni alla sína muni, sem
tengdust hjúkrunarsögunni á Íslandi, fylgdi Bergdís mununum
eftir og skráði þá í kerfi Þjóðminjasafns Íslands, sarpur.is.
Bryndís Konráðsdóttir fyrir framlag til þróunar hjúkrunar.
Bryndís var einn af hugmyndasmiðum og stofnendum heima-
hlynningar, sem stofnuð var formlega 1. mars 1987, og var í for-
svari heimahlynningar allt til ársins 2004. jafnframt tók Bryn dís
þátt í stofnun líknardeildarinnar í kópavogi sem opnuð var 1999.
10 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Heiðursfélagar Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga 2019
Á annað hundrað hjúkrunarfræðinga voru á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldinn
var á Grand hóteli 16. maí. Sérstök dagskrá var á fundinum í tilefni afmælis félagsins, auk venjulegra
aðalfundarstarfa, og voru tíu hjúkrunarfræðingar gerðir að heiðursfélögum félagins. Heiðursfélagar
voru tilnefndir af hjúkrunarfræðingum og voru tilnefningarnar samþykktar á aðalfundinum. Þeir eru
eftirtaldir:
Efri röð frá vinstri: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Bryndís Konráðsdóttir, Marga Thome og Vilborg Ingólfsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Anna Stefánsdóttir,
Bergdís Kristjánsdóttir, Kristín Sophusdóttir og Eyrún Jónsdóttir. Á myndina vantar Ástu Möller og Lovísu Baldursdóttur.