Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 13
Hvatningarstyrkir til frumkvöðla í hjúkrun á Íslandi Arna Skúladóttir, frumkvöðull á sviði hjúkrunar barna með svefnvandamál og foreldra þeirra arna skipulagði meðferð við svefnvandamálum barna og byggði hana á meistararitgerð sinni við hjúkrunarfræðideild hÍ. hún hefur í áraraðir aðstoðað foreldra sem eiga börn sem hafa átt í erfiðleikum með svefn og er hún höfundur að bókinni Draumaland: Svefn og svefnvenjur barna sem kom út árið 2006. Bókin naut mikilla vinsælda enda mikilvæg fyrir foreldra barna með svefnörðugleika. hún er einnig höfundur að metsölubók- inni Veganesti — frá fæðingu til fjögurra ára aldurs. arna stofnaði foreldraskólann um áramótin 2004–2005. Skólinn var með símaþjónustu auk þess að halda námskeið fyrir foreldra ungra barna. hún byggði einnig upp þjónustu við sama hóp á göngudeild Barnaspítala hringsins og varð það til þess að innlagnir á spítalann vegna svefnmála barna heyra nú til algjörrar undantekningar. Ásta Thoroddsen, brautryðjandi í upplýsingatækni í hjúkrun á Íslandi Ásta er brautryðjandi í upplýsingatækni í hjúkrun á Íslandi. Starf hennar hefur m.a. falið í sér þýðingu, uppbyggingu og innleiðingu flokkunarkerfa, auk þess sem hún hefur skipulagt kennslu nemenda og starfandi hjúkrunar fræðinga. Ásta hefur þannig unnið að staðlaðri og vandaðri skráningu í hjúkrun hér á landi, og með núverandi verkefnum og fram tíðar áformum stuðlar Ásta enn að nýsköpun í upplýsingatækni sem nýtist í heilbrigðisþjónustu. Ásgeir Valur Snorrason, brautryðjandi í skipulagningu og kennslu í svæfingahjúkrun og herminámi í kennslu hjúkr- unarfræðinga Ásgeir Valur hefur verið brautryðjandi í skipulagningu og kennslu svæfingahjúkrunar við háskóla Íslands. hann er braut - ryðjandi í hermikennslu í endurlífgun og viðbrögðum við bráða tilfellum og lífshættulegum tilfellum og er stofnandi Bráðaskólans sem er sá eini sinni tegundar á Íslandi. Ásgeir Valur innleiddi herminám í kennslu hjúkrunarfræð- inga og hefur það síðan skilað sér til annarra heilbrigðisstétta. Mikilvægt er að efla og styrkja víðtæka þekkingu og færni hjúkrunarfræðinga í bráðahjúkrun. Breytingar og innleiðing nýrra kennsluhátta eru undirstaða framfara í menntun og hefur Ásgeir Valur átt virkan þátt í þeirri þróun. Helga Sif Friðjónsdóttir, frumkvöðull og leiðtogi í inn- leiðingu á hugtakinu skaðaminnkun á Íslandi, hjúkrun jaðar- settra hópa hér á landi og áhugahvetjandi samtali helga Sif er bæði frumkvöðull og leiðtogi í þeim verkefnum sem hún hefur brennandi áhuga á. hún innleiddi hugmynda - fræði skaðaminnkunar hérlendis fyrir meira en 10 árum. Þá setti hún á fót frú ragnheiði sem þjónar fólki í vímuefnaneyslu og tekur þátt í fræðslu sjálfboðaliða frú ragnheiðar. hún opnaði augu heilbrigðisstarfsfólks fyrir mikilvægi þess að hlúa að þessum jaðarsetta hópi sem hefur oft mætt miklum for- afmælis- og hvatningarstyrkir í tilefni aldarafmælis tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 13 F.v.: Arna Skúladóttir, Ásta Thoroddsen, Helga Sif Friðjónsdóttir og Ásgeir Valur Snorrason. Á myndina vantar Nönnu Friðriksdóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.