Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 16
Miðlægir kjarasamningar hjúkrunarfræðinga losnuðu í lok mars 2019. Samninga -
viðræður hafa farið hægt af stað og þegar þessi grein er skrifuð í byrjun apríl eru
viðræður hafnar við reykjavíkurborg og ríkið. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
(fíh) semur við fimm aðila um miðlægan kjarasamning: fjármálaráðherra f.h. ríkis -
sjóðs (ríki), reykjalund, Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SfV), reykjavíkurborg
og Samband sveitarfélaga. Samningar við reykjalund og Samtök fyrirtækja í vel-
ferðarþjónustu eru nánast samhljóða ríkissamningnum og hefjast viðræður við þá
aðila oftast eftir að samið hefur verið við ríkið. Samningar við reykja víkurborg og
Samband sveitarfélaga eru ólíkir ríkissamningnum að því leyti að í þeim er samið bæði
um almenn réttindi, starfsheiti, persónubundna þætti og launaröðun. hjá ríkinu fjallar
miðlægur kjarasamningur m.a. um launatöflur, taxtahækkanir, vinnutíma, vaktaálag
og réttindi eins og orlof, veikindi og uppsagnarfrest. Samhliða þessum samningum
eru í gildi stofnanasamningar við einstaka stofnanir sem fela í sér launaröðun, röðun
í starfsheiti og ákvæði um persónubundna þætti.
undirbúningur fyrir kjarasamninga hefur staðið undanfarna mánuði. hann hefur
falist í gerð könnunar meðal hjúkrunarfræðinga, fundarherferð, skipun samninga-
nefnda og trúnaðarmannaráðs og samningu kröfugerðar.
Könnun um viðhorf og væntingar
til kjarasamninga
framkvæmd var könnun meðal hjúkrunarfræðinga í nóvember 2018 þar sem þeir
voru spurðir um viðhorf og áherslur fyrir komandi kjarasamningsviðræður. Þátttaka
í könnuninni var mjög góð en um 2.100 hjúkrunarfræðingar tóku þátt eða rúm 75%
16 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Kjarasamningar meðal hjúkrunarfræðinga
— Harpa Júlía Sævarsdóttir tók saman