Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 20
Kirkjubæjarklaustur er fallegt þorp í Skaftárhreppi. Þar er stunduð
verslun og er þar margvísleg þjónusta við íbúa og ferðamenn.
Kirkjubæjarklaustur á sér langa og merka sögu. Í dag búa um 150
manns á Kirkjubæjarklaustri en frá staðnum er stutt í nokkrar þekkt-
ustu náttúruperlur á Íslandi eins og Jökulsárlón, Skaftafell, Lakagíga
og Landmannalaugar. Á Klaustri er heilsugæslustöð á vegum Heil-
brigðisstofnunar Suðurlands. Á stöðinni ræður Auðbjörg Bjarna-
dóttir hjúkrunarfræðingur ríkjum en hún er eini hjúkrunar fræðing -
urinn á staðnum. Blaðamaður settist niður með Auðbjörgu og fékk
að vita allt það helsta um hana og starfið á Klaustri.
Sterkar taugar til Bolungarvíkur
auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, eins og hún heitir fullu nafni, er fædd 31. október 1978
á Landspítalanum en ólst upp í reykjavík og síðar í garðabænum. hún hefur sterkar
taugar til Bolungarvíkur en föðurfjölskylda hennar er þaðan. Einnig voru móðir
hennar og systkini búsett þar lengi. „Ég hef reynd ar alla tíð sótt í landsbyggðina,
20 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
„Það er kannski klisjukennt en ég hef bæði í leik og
starfi oft verið minnt á hversu lífið er stutt.“
Viðtal við Auðbjörgu Bjarnadóttur, hjúkrunarfræðing á Kirkjubæjarklaustri
Magnús Hlynur Hreiðarsson
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir,
hjúkr unarfræðingur á Kirkjubæjar-
klaustri og eini hjúkrunarfræðingur-
inn á heilsu gæslustöð staðarins.
Hún er einnig ljós móðir og sjúkra-
flutningamaður. Ljósmynd/einka-
safn.
Auðbjörg og Bjarki með börnum sínum,
Maríönnu Katrínu, Bríeti Sunnu og Kristófer
Gunnari. Ljósmynd/einkasafn.