Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 28
Stór hluti fólks vinnur utan hefðbundins dagvinnutíma og vakta- vinna getur haft margvísleg áhrif á svefn, líðan og heilsu. Það er þó nokkuð einstaklingsbundið hversu vel fólk nær að aðlagast breyti- legum vinnutíma og sumir þola vaktavinnu mun betur en aðrir. Dr. Erla Björnsdóttir hélt erindi fyrir hjúkrunarfræðinga í húsakynnum félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga fyrr á þessu ári um mikil vægi svefns fyrir líkamlega og andlega heilsu, dægursveiflu og áhrif hennar á frammistöðu fólks en hún hefur sérhæft sig rannsóknum og meðhöndlun svefnvandamála. Í erindinu fjallaði hún meðal annars um algeng svefnvandamál og gaf góð ráð sem stuðla að bættum nætursvefni. Sérstök áhersla var á svefn hjá vaktavinnufólki líkt og á við um marga hjúkrunarfræðinga. Erla lauk Ba-prófi í sálfræði frá háskóla Íslands 2007, kandídatsprófi frá háskólanum í Árósum 2009 og doktorsprófi í líf- og læknavísindum 2015. hún er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns. Hvernig er svefn vaktavinnufólks öðruvísi? Svefnvandamál eru algengari hjá þeim sem stunda vaktavinnu og rannsóknir hafa sýnt að vaktavinnufólk fær allt að 7 klst. styttri svefn á viku en aðrir. að sama skapi kvarta um 20% vaktavinnufólks um slæman svefn, dagssyfju og einbeitingarskort (Åkerstedt, 2003). Í líkamanum er svokölluð líkamsklukka sem hefur áhrif á svefn- og vökumynstur okkar. Þessi klukka stjórnast að verulegu leyti af birtubreytingum sem stýra fram- leiðslu á hormóninu melatónín. Styrkur melatóníns í blóðinu eykst þegar dimmir á kvöldin og á stóran þátt í að stilla líkamsklukkuna og stuðla með því að syfju. Dags- birta temprar hins vegar framleiðslu melatóníns þar sem styrkur þess minnkar um leið og sólarljós berst til augnanna og það gerir okkur auðveldara að vakna og eykur árverkni okkar. Líkamshiti okkar er líka breytilegur eftir tíma dags og hefur áhrif og svefn og vökumynstur. Líkamshitinn hækkar nokkuð ört á morgnana en það eykur árvekni og hjálpar okkur að vakna. Á kvöldin (oftast um kl. 22-23) verður hitalosun í líkamanum þar sem líkamshitinn lækkar og þetta stuðlar að syfju. Líkamshitinn heldur svo áfram að lækka og nær lágmarki um kl. 4:30 á morgnana en þá er mela- tónínframleiðsla einmitt í hámarki. flestir sem hafa vakað á þessum tíma (t.d. vegna næturvakta) kannast við að aukin syfja og hrollur sækir gjarnan að á þessum tíma- punkti. Svo þegar líður á morguninn eykst orkan gjarnan þrátt fyrir lengri vöku en þá er það hækkun á líkamshita og lækkun melatóníns sem hefur þar áhrif. að auki er dægursveifla í flestri líkamsstarfsemi okkar og árvekni, athygli og einbeiting er mismunandi eftir tíma sólarhrings. Á nóttinni, þegar líkamshiti okkar er lægstur og öll starfsemi líkamans er í lágmarki, eigum við gjarnan erfiðara með að bregðast hratt við áreitum og líkur á mistökum og slysum aukast (Cagnacci o.fl., 1992). Þegar við reynum að vaka og vinna en líkamsklukkan segir að við eigum að vera sofandi, geta skapast ákveðin vandamál. Dæmi um slíkt sem margir kannast við, er svokölluð þotuþreyta (e. jet lag) þar sem erfitt er að koma jafnvægi á svefn- og vökumynstur eftir að ferðast er yfir tímabelti. 28 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Svefn hjá vaktavinnufólki Erla Björnsdóttir Erla Björnsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.