Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 31
Töluverð fjölgun er meðal hjúkrunarfræðinga sem leitað hafa til Virk undanfarin ár,
að sögn Vigdísar jónsdóttur, framkvæmdastjóra Virk. rúmlega 15.000 einstaklingar
hafa leitað til Virk frá upphafi, en Virk hóf starfsemi 2008, og eru um 2500 einstak-
lingar í þjónustu Virk í dag. hlutverk Virk er að móta, samþætta og hafa eftirlit
með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku
fólks í kjölfar veikinda eða slysa.
Töluvert fleiri konur hafa leitað til Virk allar götur frá stofnun en að meðaltali
eru um sjö af hverjum tíu þeirra sem leita til Virk konur. Vigdís segir að vandi þeirra
sem leita til Virk sé yfirleitt mjög flókinn og margþættur en yfir átta af hverjum tíu
þeirra hafa ekki starfsgetu vegna andlegra sjúkdóma eða stoðkerfisvanda. hún leggur
áherslu á að fólk leiti sér aðstoðar tímanlega og er trúnaður meðal starfsfólks hafður
í hávegum.
Stoðkerfisvandamál algeng meðal
hjúkrunarfræðinga
að sögn Vigdísar eru stoðkerfisvandamál ástæða fjarveru frá vinnumarkaði hjá
þriðjungi skjólstæðinga Virk en stoðkerfisvandi er heldur meiri meðal hjúkrunar-
fræðinga. „Yfir helmingur þeirra hjúkrunarfræðinga sem leita til Virk koma einmitt
af þeirri ástæðu,“ segir hún. aðrir algengir þættir, sem hafa áhrif á starfsgetu skjól -
stæðinga Virk, er starfsþrot eða kulnun, fjölskylduaðstæður og áföll ýmiss konar.
Árið 2018 komu 1965 nýir einstaklingar til Virk sem er mesti fjöldi frá stofnun.
athygli vekur að mesta fjölgunin er meðal þeirra sem lokið hafa háskólanámi.
Meðalþjónustutími er um 16 mánuðir en hann getur verið frá örfáum vikum upp í
nokkur ár. „Starf Virk er mjög arðbært þegar metinn er ávinningurinn af því að fólk
komist aftur út á vinnumarkaðinn,“ segir Vigdís. „Þetta snýst um líf fólks.“ að sögn
hennar kemur mikill meirihluti greiðslna til einstaklinga með skerta starfsgetu, eða
80%, frá atvinnurekendum og sjúkra- og lífeyrissjóðum. annað kemur frá Trygginga-
stofnun ríkisins.
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 31
Mikil fjölgun meðal hjúkrunarfræðinga
sem leita til VIRK
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmda-
stjóri VIRK.