Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 32
Ég var stödd hjá skólahjúkrunarfræðingnum í hefðbundnum hæðar- og þyngdarmælingum. Við kviðum held ég flestar fyrir þessum mælingum enda unglingsstúlkur sem vildum ekkert endilega að nokkur vissi niðurstöðurnar. Jafnvel ekki við sjálfar. Hjúkrunar - fræðingurinn var ljós yfirlitum, stutt í brosið sem náði alveg til augnanna. Hún sagði ekki margt á meðan hún mældi en góð - mennskan, sem stafaði frá henni, fyllti óörugga unglingsstúlkuna öryggi og hún fékk á tilfinninguna að hún skipti máli. Ég hef kynnst mörgum hjúkrunarfræðingum síðan og er sjálf hjúkrunarfræðingur — meðal annars vegna kynna minna af skólahjúkrunarfræðingnum. næmnin, góð - mennskan og skilyrðislaus löngun til að vilja leggja lið og bæta lífsgæði er það sem hjúkrunarfræðingar eiga allir sameiginlegt. Sömu eiginleikar gera að verkum að starfið verður oft flóknara og meira krefjandi en mörg önnur og það setur okkur aftur og aftur í þá stöðu að þurfa að horfast í augu við okkur sjálf og vera meðvituð um styrk- leika okkar og veikleika. að vera hjúkrunarfræðingur er ekki einungis starf heldur hluti af mér, hluti af sjálfsmyndinni. Hjúkrun er ekki starf þar sem þú stimplar þig inn og út Í bókinni „The language of kindness“ fer hjúkrunarfræðingurinn og rithöfundurinn Christie Watson á fallegan hátt yfir tuttugu ára starfsferil sinn sem hjúkrunarfræðingur. Við þekkjum öll aðstæðurnar sem hún lýsir í bókinni. hjúkrun á öllum deildum spítala, hjúkrun barna, hjúkrun við upphaf lífs og hjúkrun við lok lífs. Skjólstæðingar hennar verða lesandanum eftirminnilegir — aðallega vegna þess að þeir snerta streng í hjart- anu og minna lesandann aftur og aftur á ástæðu þess að hjúkrun er ekki starf þar sem þú stimplar þig inn og út. frásögn hennar af síðustu hjúkrunarmeðferð freyju litlu situr í minninu; þegar hún sjálf, orðin reynslumikill hjúkrunarfræðingur, leiðir ný - útskrifaðan hjúkrunarfræðing í gegnum hvert skref sem þarf að taka þegar annast er um lítinn kropp sem dó allt of snemma. Watson lýsir áhrifunum sem hjúkrunin hefur á hinn unga hjúkrunarfræðing og skrifar (bls. 303–304): „En það eru ungu hjúkrun- arfræðingarnir sem finna mest til, eldri og reyndari hjúkrunarfræðingar hafa fundið leiðir til að umbreyta hjörtum sínum í klakamola í þeim tilgangi að verja sig fyrir sárs- aukanum og þjáningunni. En það tekur mörg ár og reynslu að fá svo þykkan skráp.“ 32 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Vernd góðmennskunnar Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir. „En það eru ungu hjúkrunarfræðingarnir sem finna mest til, eldri og reyndari hjúkrunarfræðingar hafa fundið leiðir til að umbreyta hjörtum sínum í klakamola í þeim tilgangi að verja sig fyrir sárs- aukanum og þjáningunni. En það tekur mörg ár og reynslu að fá svo þykkan skráp.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.