Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 33
„Við erum í grunninn alltaf hjúkrunarfræðingar“ Tækniþróun, kröfur um upplýsingar, um gæði og um öryggi hafa breytt starfsumhverfi heilbrigðisþjónustu. Ábyrgð hjúkr- unarfræðinga hefur aukist og gerð er krafa um meiri færni en áður var. grunnmenntun hjúkrunarfræðinga gerir okkur kleift að starfa við rúm skjólstæðinga okkar og veita þeim þá hjúkrun sem þeir þarfnast. Við byggjum á sömu grunnmenntun þegar við bætum við þekkinguna; hvort sem við nælum okkur í meistaragráðu í stjórnun, lærum ljósmóðurfræði, förum í Sjúkraflutningaskólann eða sækjum okkur sérmenntun í þeirri sérgrein hjúkrunar sem slær í takt við hugsjónir okkar. Við erum í grunninn alltaf hjúkrunarfræðingar, en aukin menntun gerir okkur öruggari í starfi og veitir okkur það sjálfstraust sem við þurfum að búa yfir til að geta tekist á við ófyrirsjáanlegar og flóknar aðstæður af fagmennsku, yfirvegun, virðingu og góðmennsku. Því líkt og Watson skrifar þá má heimfæra virkni hjúkrunar yfir á virkni lifrarinnar: „hjúkrunarfræðingar geta ekki útilokað eiturefni eins og lifrin, en við leggjum okkur fram um að veita von, huggun og góðmennsku inn í þjáningarfullar aðstæður.“ Bók Christie Watson um tungumál góðmennskunnar er í mínum huga mikilvæg frásögn um þróun hjúkrunar síðustu tuttugu ár. jafnvel þó að tækninni fleygi fram þá þarfnast skjólstæðingar okkar ætíð hins sama: að finna til öryggis, að þörfum þeirra sé fullnægt og komið sé fram við þá af umhyggju og virðingu. Við, hjúkrunarfræðingar, þörfnumst þess að búa yfir þekkingu til að geta uppfyllt þessar þarfir í starfsumhverfi sem er svo síbreytilegt, ófyrirsjáanlegt og krefjandi að við megnum ekki meira og jafnvel látum af störfum. Það er sama hvort ég starfa við rúm skjólstæðings, við kennslu og fræðslu eða sem hjúkrunardeildarstjóri, ég er ætíð hjúkrunarfræðingur sem er þjálfuð í að tryggja öryggi, sinna þörfum og veita vernd. En ég spyr eins og Watson hver verndar hjúkrunarfræðinga? jú, það gerum við sjálf fyrst og fremst með því að auka við þekkingu okkar, með því að borða reglulega, hreyfa okkur, sofa, setja mörk, tala um tilfinningar okkar og líðan og síðast en ekki síst með því að standa saman og gæta hvert að öðru. vernd góðmennskunnar tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 33 „Við, hjúkrunarfræðingar, þörfnumst þess að búa yfir þekkingu til að geta uppfyllt þessar þarfir í starfsumhverfi sem er svo síbreytilegt, ófyrirsjáanlegt og krefjandi að við megnum ekki meira og jafnvel látum af störfum.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.