Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 34
„að fá að tala við hjúkrunarfræðing samdægurs en þurfa ekki að bíða í tvær til þrjár vikur eftir viðtalstíma hjá lækni er stór- kostleg bæting á þjónustu,“ segir unnur Þor móðs dóttir hjúkr- unarstjóri. Á heilsugæslunni á Selfossi hefur verið tekið upp nýtt fyrir- komulag við afgreiðslu þjónustuþega, svokölluð teymis vinna. Tilgangur teymisvinnu er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Tvö teymi eru í gangi og skiptast þau í rautt og blátt teymi. Það stýrist af heimilislækni þjónustuþega hvoru teyminu skjólstæðingur tilheyrir. unnur Þormóðsdóttir, hjúkr- unarstjóri á heilsugæslu heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Sel- fossi, er ein af þeim sem hefur stýrt teymisvinnunni og ber ábyrgð á henni. hún svaraði nokkrum spurningum blaðsins. Markmiðið að veita skilvirkari þjónustu „Teymisvinnan með símsvöruninni hófst formlega 1. febrúar 2019 en við byrjuðum að æfa okkur um miðjan janúar 2019. Staðan var sú að notendur þjónustunnar höfðu oft þurft að bíða vikum saman eftir tíma hjá lækni og yfirleitt lá ekki fyrir hvert erindið var fyrr en í tímann var komið. Stundum kom þá í ljós að viðkomandi erindi hefði átt að sinna fyrr eða þá að það var þess eðlis að einhver annar gat sinnt því og þá mun fyrr. Þegar biðin er löng leitar fólk meira í bráðaþjónustuúrræði sem er dýrara fyrir alla og ekki fyrir minniháttar veikindi,“ segir unnur. aðdragandi teymisvinnunnar er búinn að vera rúmlega ár þar sem undirbúningshópur hefur verið að vinna að þessu verkefni. „Starfsfólk heilsugæslunnar á Selfossi er alltaf að reyna að finna út úr því hvernig við getum sinnt þörfum íbúa betur og veitt skilvirkari þjónustu og því var ákveðið að prófa aðra aðferð en þekkt er,“ bætir unnur við. nýja fyrirkomulagið byggist á teymisvinnu þar sem skjól - stæðingur á sinn heimilislækni en tilheyrir teymi lækna og hjúkrunarfræðinga sem hjálpast að við að aðstoða þá sem leita á heilsugæslustöðina hratt og örugglega. Teymin eru tvö og eru allir íbúar, sem heyra undir heilsugæslustöðina á Selfossi, í öðru hvoru teyminu, segir unnur. Langur biðlisti mun heyra sögunni til unnur var beðin um að lýsa því hvernig teymisvinnan virkar. „Þegar hringt er inn og óskað eftir tíma hjá lækni er skjól - stæðingur settur á símatíma hjá hjúkrunarfræðingum sem hringja til baka og fara yfir tilefnið. Sum erindi má leysa í gegnum síma eða hjá hjúkrunarfræðingi á heilsugæslu stöðinni. Þeir sem þurfa að hitta lækni fá tíma eftir að vandamálinu hefur verið forgangsraðað eftir alvarleika, það getur verið samdægurs eða seinna ef ekki liggur eins mikið á og verður þá hægt eftir atvikum að undirbúa það viðtal með því að panta t.d. viðeig- andi rannsóknir. Með þessu móti teljum við okkur nýta betur þá breidd sem fagfólk okkar býr yfir til að leysa í sameiningu mál skjólstæðinga heilsugæslustöðvar Selfoss. Langur biðtími mun þá heyra sögunni til ef tilefnið er aðkallandi og má ekki bíða, ásamt því að undirbúningur verður betri og afgreiðsla á rannsóknarniðurstöðum verður skilvirkari.“ allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslu stöð inni á Selfossi koma að teymisvinnunni. inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðju þjálfa auk annarra sérfræðinga þegar við á. Þegar unnur var spurð hvort heilsugæslan á Selfossi hefði sótt fyrirmynd af teymisvinnunni eitthvað annað kom fram að leitað hefði verið eftir upplýsingum á ýmsum stöðum og skoðað hafi verið verklag hjá stöðvunum í grafarvogi, Efstaleiti og á húsavík. „Einnig hefur verið horft til verklags erlendis eins og í Svíþjóð. Enginn vinnur þetta eins og við ger um þetta. En auðvitað byggist hugmyndin á mörgum þátt um sem við að - lögum svo að okkar,“ segir hún. „Okkur finnst þetta koma vel út en þetta er aðeins meiri vinna en við bjuggumst við. allir fá samtal við hjúkrunarfræð- ing sem getur leyst úr stórum hluta þeirra tilfella sem koma til okkar,“ segir unnur aðspurð hvernig nýja teymisvinnan hefur komið út að mati hennar og starfsfólksins. 34 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Heilsugæslan á Selfossi — Teymisvinna virkar vel Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferill teymisvinnunnar á heilsugæslustöð Selfoss
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.