Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 39
unar eru endalaus viðfangsefni og verkefnin fjölbreytt. Á hverjum degi finnur maður fyrir þakklæti sjúklinga og þeirra aðstandenda og þá finnur maður hversu mikilvægt starfið er.“ fjölbreytni hjúkrunarstarfsins hentar einnig guðrúnu Maríu Þorsteinsdóttur en hún starfar á sjúkradeild hSu í Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir að möguleikarnir séu takmarkaðri í Eyjum en á höfuðborgarsvæðinu er starfið mjög fjölbreytt og skemmti- legt og enginn dagur eins. „Mér finnst starfið mitt líka mjög þýðingarmikið, bæði fyrir mig, sjúklingana mína og samfélagið í heild sinni, og ég ber mikla virðingu fyrir því og það er mjög gefandi fyrir mig.“ Þorsteinn Bjarnason er einn þeirra sem vissu lítið sem ekki neitt um störf hjúkr- unarfræðinga en hann hafði aldrei unnið við umönnunarstörf þegar hann hóf nám í hjúkrunarfræði. Þar af leiðandi var að hans sögn starfið á námsárunum oft erfitt og ólíkt öllu því sem ég hafði reynt áður. „En eftir þessari ákvörðun minni hef ég aldrei séð enda starfið mjög fjölbreytt, þroskandi og skemmtilegt, en hann er skólaheilsu- gæsluhjúkrunarfræðingur við grunnskóla fjallabyggðar og hjúkrunarfræðingur hjá heilbrigðisstofnun norðurlands í fjallabyggð. „Það er enginn dagur eins og alltaf eitthvað nýtt að takast á við. Það er mikil fjölbreytni og mér leiðist aldrei.“ Hjúkrun var ekki á dagskránni! Töluverður fjöldi hjúkrunarfræðinga með erlent ríkisfang starfar á Íslandi og hefur þeim farið ört fjölgandi undanfarið. anna hayes, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á Vökudeild, er einn þeirra en hún flutti hingað til lands fyrir 44 árum. anna hafði upp- haflega ekki ætlað að læra hjúkrun og að sögn hennar slysaðist hún í námið og stuttu eftir útskrift flutti hún til Íslands. „Ég fékk gríðarlegt menningarsjokk við að flytja til Íslands. Það var ekki bara veðrið, tungumálið og lítið úrval í búðum sem ollu því, heldur var menningin inn á spítalanum svo gjörólík því sem ég var vön á Englandi,“ segir anna og tiltekur sérstaklega mikinn mun á klæðaburði. „hér á Íslandi var ekki óalgengt að sjá stutta kjóla, hnéháa sokka og sandala sem var alls ekki talið vera við hæfi á spítölum á Englandi. Þar máttu kjólar hvorki vera fyrir ofan hné né fyrir neðan, sokkabuxur áttu að vera í dekkri kantinum og skórnir svartir, pússaðir og vel reimaðir og hárið mátti alls ekki snerta kragann á búningnum. algengt var að heyra yfirhjúkr- unarfræðinginn segja: „Þetta er sjúkradeild, ekki tískusýning.“ anna segir að það hafi tekið hana dágóðan tíma að aðlagast og læra íslensku. „Þetta tímabil var mjög erfitt,“ en á þessum tíma gátu flestir bjargað sér betur á dönsku en ensku. lykilorðið er fjölbreytni í starfi hjúkrunarfræðinga tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 39 Anna Hayes.Þorsteinn Bjarnason.Guðrún María Þorsteinsdóttir.Halldóra Hálfdánardóttir. Þorsteinn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.