Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 41
þátt í störfum Vestmanneyjardeildar hjúkrunarfélags Íslands. hún starfaði með hléum við sjúkrahúsið frá 1938 fram á sjötta áratuginn og síðan í föstu starfi frá árinu 1962 til ársins 1977, lengst af sem deildarstjóri. Ekki fannst henni starfskrafturinn þó enn þrotinn og vann í hlutastarfi til ársins 1984 og hætti þá alfarið störfum 76 ára gömul og spannar því starfsferill hennar tæpa fimm áratugi. Langamma mín helga jó lést 86 ára gömul þann 4. nóvember 1993 á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum en minning hennar lifir enn í frásögnum starfsmanna og sjúklinga sem ég hef fengið heiðurinn af að vinna með og hjúkra og þykir mér óskaplega vænt um það. Lærdómsríkt að starfa við heilbrigðis- stofnun á eyju Í dag er ég á mínu fimmta starfsári sem hjúkrunafræðingur við sama sjúkrahús og langamma mín heitin vann við á sinni starfsævi. hef ég vaxið, þroskast og dafnað sem landsbyggðarhjúkrunarfræðingur og síðar einnig sem sjúkraflutningamaður. að starfa við heilbrigðisstofnun á eyju, þar sem rúmlega 4000 manns búa og starfa hefur reynt mikið á en engu að síður verið afar lærdómsríkur og skemmtilegur tími. hér er byggðin þétt og mikið líf allt árið um kring og bætist verulega í fjöldann á sumr - in þegar útlendir ferða menn koma til að sjá eldfjallaeyjuna í norðri. Á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum er starfrækt heilsugæsla og sjúkradeild. heilsu - gæslan sinnir einnig bráðaþjónustu á dag- vinnutíma en utan hefðbundins dag vinnu - tíma færist það verkefni til sjúkradeildar- innar. Sjúkradeildin er með gæslurými, hjúkrunarrými og þar er einnig starfrækt göngudeild sem sér um sérhæfðar lyfjagjafir líkt og krabba- meinslyfjagjafir og fleira. Sinni ég afar fjjölbreyttum störfum við hjúkrun á deildinni og koma nánast öll sérsvið hjúkrunar við sögu því sjúklingahópurinn, sem sækir sína heilbrigðis - þjónustu á stofnunina, er mjög fjölbreyttur og á öllum aldri, jafnt ungir sem aldnir. hjúkrun langveikra og líknandi hjúkrun ásamt hjúkrun aldraðra skipar stóran hluta starfsins en aðrar sérgreinar, eins og hjúkrun aðgerðarsjúklinga, barnahjúkrun, geðhjúkrun, hjúkrun sængurkvnna og slysa- og bráða hjúkrun koma einnig við sögu. Mikil samheldni og traust meðal starfsfólks Eftir að hafa unnið á Landspítalanum þar sem mikil sérhæfð þekking og úrræði eru til staðar voru það mikil viðbrigði að fara svo að vinna úti á landi þar sem búið er að skerða þjónustu og þjónustustig svo um munar. auk þess getur orðið brestur á samgöngum og ekki alltaf hægt að treysta á skjótan flutning bráðveikra eða slasaðra á Landspítalann. hefur það reynt á þekkingu og hæfni okkar hjúkrunafræð - inga sem hér starfa. Við sinnum bráðatil- fellum veikra og slasaðra við afar erfiðar og krefjandi aðstæður og vegna nándar við samfélagið, þar sem allir þekkja alla, getur það verið tilfinningalega krefjandi. Við þurfum að hafa mikla yfirsýn, þurfum oft að bera mikla ábyrgð og þurfum að vera ansi úrræðagóðar og einstaklega sveigjan- legar. Vinnustaðurinn er lítill og því er samheldni starfsfólksins mikil og treystum við mjög á hvert á annað. En ég verð að segja að eitt mitt alerfið - asta verk sem landsbyggðarhjúkrunarfræð - ingur hefur verið að standa vörð um rétt - indi skjólstæðinga minna fyrir jöfnu að - gengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt en mín trú er sú að í því velferðarsamfélagi sem við búum í ættum við að geta tryggt að allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, þeirri bestu sem völ er á óháð því hvað við búum á landinu. Það er ábyrgð okkar sem samfélag að standa vörð um þessa þjónustu, að hún sé réttlát með gæði, öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Enda er þetta heilbrigðiskerfi okkar allra. Ég skora á rut Sigurjónsdóttur skurðhjúkrunarfræðing að skrifa næsta Þankastrik. þankastrik tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 41 Langamma Hildar var ávallt kölluð „Helga Jó“. Hún var hjúkrunarkona af Guðs náð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.