Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 48
Dáist mest að fólki sem lætur drauma sína rætast
— Kristín Gunnarsdóttir
Fullkomin hamingja er … að fylgjast með barnabörnunum vaxa og þroskast.
Einnig verð ég að segja að spila góðan golfhring í góðu veðri er fullkomin af slöpp -
un. Hvað hræðist þú mest? að verða ósjálfbjarga og hafa ekki áhrif á eigið líf. Fyrir -
myndin? Við eigum svo margar frábærar kvenfyrirmyndir hér á landi, sterkar
konur sem oft fóru á móti straumnum við erfiðar aðstæður. Eftirlætismáltækið?
Óklifin fjöllin fram undan buga þig ekki heldur steinvalan í skónum þínum … Hver
er þinn helsti kostur? jákvæðni og seigla. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung?
hugur minn beindist mjög snemma að hjúkrun og hef ég svo sannarlega ekki séð
eftir því, mjög gefandi starf með mikla möguleika. Eftirlætismaturinn? hægeldað
lambalæri með öllu tilheyrandi að hætti mömmu. Hvaða löst áttu erfiðast með að
þola í fari annarra? Baktal og hroka. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? að
hafa komið börnunum mínum vel á legg. Einnig er ég stolt af að hafa getað sinnt
vinnu minni vel og af áhuga. Eftirminnilegasta ferðalagið? alveg klárlega ferða -
lagið sem við á Landspítalanum fórum í til að sækja slasaða Svía eftir flóðin í Tæ -
landi 2006. Það er ferð sem var mjög erfið andlega en ég er þakklát fyrir hana og
hún mun alltaf sitja í minningunni. Ofmetnasta dyggðin? Dugnaður, það getur
komið í bakið á manni. Hver er þinn helsti löstur? Óþolinmæði, vil helst að hlut-
irnir gerist strax. Hverjum dáist þú mest að? Því fólki sem nær að láta drauma sína
rætast. Eftirlætishöfundurinn? Enginn sérstakur, er alæta á bækur. Ofnotaðasta
orðið eða orðatiltækið? „heyrðu“ fer í taugarnar á mér. Mesta eftirsjáin? Vil ekki
ræða það. Eftirlætisleikfangið? golfkylfurnar mín. Stóra ástin í lífinu? fjölskyldan
mín. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Meiri þolinmæði og ró, er frekar ofvirk
og þarf alltaf að vera að. Þitt helsta afrek? Börnin mín. Eftirlætisdýrið? hundur.
Hvar vildir þú helst búa? Á Íslandi. Mér hefur alltaf liðið vel þar sem ég bý. Hvað
er skemmtilegast? Spila golf með eiginmanni mínum og vinum okkar. Hvað eigin -
leika metur þú mest í fari vina? heiðarleika og góðmennsku. Eftirlætiskvik-
myndin? „fish Called Wanda.“ Ég gat horft á hana margoft og alltaf hlegið að
henni. Markmið í lífinu? klára þau verkefni sem ég hef tekið af mér og gera það
að heilindum. Hvaða starfsvettvang myndirðu kjósa annan en núverandi? Engan,
48 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Setið fyrir svörum …
Þær Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæsludeild, Fossvogi, og Stefanía Inga Sigur -
jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun í Hveragerði, sitja fyrir svörum um allt frá
eftirlætismat til kosta og lasta í eigin fari og annarra. Eftirlætisdýr þeirra beggja eru
hundar og þær telja báðar dugnað vera ofmetnustu dyggðina. Eins telja þær báðar hroka
vera þann löst sem þær eiga erfiðast með að þola í fari annarra, og mest meta þær heiðar-
leika í fari vina.
Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á
gjörgæsludeild, Fossvogi.