Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 50
um allan heim er litið til norðurlanda sem fyrirmyndar um kynjajafnrétti. Samt sýnir
ný samanburðarskýrsla um vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga í þessum löndum fram
á 20% mun á launum hefðbundinna kvenna- og karlastétta. Á árlegri ráðstefnu Sam-
taka hjúkrunarfræðinga á norðurlöndum (SSn), sem að þessu sinni var haldin í
reykjavík síðastliðið haust, var þessi staða reifuð frá ýmsum hliðum undir yfirskrift-
inni „jöfn laun og starfsumhverfi“ (Equal pay and working conditions).
Þingið sóttu um 80 fulltrúar félaga hjúkrunarfræðinga á norðurlöndum til að stilla
saman strengi og afla hugmynda um vænlegar leiðir til að eyða launamuninum. Dag-
inn fyrir ráðstefnuna undirrituðu formenn hjúkrunarfélaganna sex, sem mynda stjórn
samtakanna, sameiginlega áskorun til ríkisstjórna landanna þar sem kallað er eftir
pólitískum viðbrögðum gegn launaójöfnuði milli starfa sem krefjast sambærilegrar
menntunar. Áskorunin er birt í á blaðsíðu 53. Stiklað verður nú á stóru í nokkrum
helstu erindum þingsins.
Ágrip af nokkrum erindum ráðstefnunnar
Í erindi Tine rostgaard, félagsfræðings og rannsóknarprófessors við ViVE, miðstöð
félagsvísinda í Danmörku, kom fram að sameiginlegt sé í menningu norðurlandabúa
að foreldrar deili með sér forsjá og uppeldi í fjölskyldum. foreldra- og feðraorlof hafa
stuðlað að jafnrétti með því að breyta viðhorfum, menningu, lagasetningu og hug-
myndum um jafnrétti. Þrátt fyrir þetta hafi lítið breyst í sögulegum mun á launum
fyrir karla- og kvennastörf. Það mætti því ekki slaka á, baráttunni yrði að halda áfram.
hún klikkti út með áleitinni spurningu um hvort markmiðið með jafnrétti væri skýrt.
Er verið að tala um 50:50 jafnrétti á öllu sviðum eða ætti að einhverju leyti að horfa
til menningarlegs og líffræðilegs munar kynjanna?
klara regnö, hagfræðingur við háskólann í Mälardalen í Svíþjóð og sérfræðingur í
jafnri stöðu við karolinska háskólann, hélt erindi um konur og karla í stjórnun-
arstöðum. Í erindi sem hún nefndi „að varpa ljósi á hið ósýnilega: Ójöfn laun og aðrar
kerfislægar jafnréttishindranir“ ræddi hún um kerfislægar hindranir í nútímanum,
eins og stærri starfseiningar, minni stoðþjónustu og minna samráð milli stjórnunar-
laga. Samkvæmt niðurstöðum hennar virðast konur í stjórnunarstörfum hafa fleiri
undirmenn en karlar og vinna gjarnan í flatara skipuriti þar sem er erfiðara að
viðhalda samskiptum við alla starfsmennina. Í karlagreinum séu æðri stjórnendur
með færri undirmenn og hærri laun en því sé öfugt farið hjá konum. Samskipti yfir-
manna og undirmanna eru einnig frekar ofan frá og niður hjá körlunum heldur en í
50 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Jöfn laun og vinnuskilyrði
Þorgerður Ragnarsdóttir tók saman
„Ekki væla,“ eru skilaboðin sem stjórnendur fá. Hún benti á að það
væri talað um að konur væru síður í stjórnunarstöðum en karlar. Ef
nánar er að gætt sé það ekki alls kostar rétt. Þetta á við um vissa
þætti atvinnulífsins þar sem karlar hafa verið ráðandi, en ef litið er
á heilbrigðis- og félagsgeirann þá eru konur í stjórnunarstöðum þar
í miklum meirihluta.