Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 60

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 60
hjúkrunarfræðingar í bráðaþjónustu standa sífellt frammi fyrir nýjum viðfangsefnum sem undanfarið hafa meðal annars falist í hjúkrun fjölveikra aldraðra, veikra og slasaðra ferðamanna og fleiri sem leita sér hjálpar vegna ofneyslu ópíóða, kynferðis - ofbeldis eða annars ofbeldis. Þar fyrir utan veldur skortur á legu rým um á sjúkrahúsum lengri legu fjölveikra á bráða - móttökum. Í þessu umhverfi höfðu fagdeild bráðahjúkrun- arfræðinga, fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala auk stjórnenda bráðamóttöku Landspítala um nokkurt skeið greint þörf á að bjóða upp á diplómanám í bráðahjúkrun á meistarastigi. Síðast var boðið upp á slíkt nám við háskóla Íslands fyrir hátt í 10 árum og voru hjúkrunarfræðingar í bráðaþjónustu farnir að kalla eftir framhaldsnámi. Óskin fólst í tækifæri til að dýpka fræðilega en ekki síður klíníska þekkingu. Eftir breytingar á námskrá BS-náms við háskóla Íslands hefur klínískum stund - um í bráðahjúkrun fækkað og því talin aukin þörf á framhalds- námi í þessari sérhæfingu. Mikil ánægja var með diplóma - námið sem síðast var í boði, hjúkrunarfræðingarnir efldust í starfi og stór hluti þeirra tók í kjölfarið að sér sérhæfð störf eða hélt áfram í meistaranám. Mikilvægt að efla hæfni í bráðaþjónustu Bráðahjúkrun er sinnt um allt land og á mismunandi þjónustu- stigum. Til að auka öryggi þeirra sem veikjast eða slasast er mikilvægt að efla hæfni hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu, þekkingu þeirra, viðhorf og klíníska færni. Því var skipuð náms nefnd um framhaldsnám í bráðahjúkrun, það sett fram sem 30 eininga nám sem ljúka má á tveimur námsárum og var tillagan samþykkt af deildarráði hjúkrunarfræðideildar í jan - úar 2019. hjúkrunarfræðideild hefur umsjón með og ber ábyrgð á námsleiðinni en klínískt starfsnám er á ábyrgð flæði - sviðs Landspítala. Á bráðamóttöku Landspítala mun fara fram 10 eininga klínískt námskeið undir umsjón sérfræðinga í bráða - hjúkrun og klínískra leiðbeinenda þar sem nemendur munu vinna að hæfniviðmiðum hæfs bráðahjúkrunarfræðings sam- kvæmt skilgreiningum (Þórdís katrín Þorsteinsdóttir o.fl., 2018). Tilgangur diplómanáms í bráðahjúkrun verður að veita hjúkrunarfræðingum tækifæri til að dýpka þekkingu, skilning og færni í hjúkrun bráðveikra og slasaðra sjúklinga innan sem utan heilbrigðisstofnana. að námi loknu munu nemendur hafa öðlast sérhæfða þekkingu á einkennum, þörfum sjúklinga og aðstandenda og viðbrögðum þeirra við bráðum veikindum og slysum, geta metið, forgangsraðað og endurmetið sjúklinga auk þess að þekkja til og veita viðeigandi meðferð og meta árangur hennar. færni í bráðahjúkrun byggist m.a. á staðgóðri þekkingu á: → lífeðlisfræðilegum viðbrögðum við bráðum veikindum og slysum → endurlífgun, bráðameðferð og bráðaviðbrögðum → sálfræðilegum áhrifum bráðra veikinda, áverka og slysa → félagslegum afleiðingum veikinda, slysa og sjúkrahús- legu → menningarbundnum þörfum skjólstæðinga → sjúkdóma- og áverkafræði → íslensku heilbrigðiskerfi, viðbragðsáætlunum og al- mannavörnum Í náminu verða skoðaðar nýjar rannsóknir, kenningar og með - ferðarúrræði sem snúa að ofangreindum þáttum. Í bóklegum námskeiðum verður áhersla lögð á að kenna nemendum úr- lausnir með raunverulegum dæmum og í klínískum hluta að tengja dagleg viðfangsefni við gagnreynda þekkingu. náms- leiðin eflir sjálfstæði í starfi sem bráðahjúkrunarfræðingur og gæti orðið áfangi í áframhaldandi námi til meistaraprófs og sérfræðingsprófs í bráðahjúkrun. Í náminu verða fjölþættar aðferðir við kennslu, svo sem klínískt nám, umræðufundir, til- fellakynningar, fyrirlestrar, hermikennsla og hópavinna og áhersla lögð á virka þátttöku nemenda. námsmat verður fjöl - þætt, þar með talið próf, kynningar, þátttaka í umræðum, skrif- leg verkefni og fleira. fjölmargir hjúkrunarfræðingar hvaðanæva að af landinu hafa sótt um að hefja námið haustið 2019. Það er tilhlökkunar - efni að taka þátt í því að efla hjúkrunarfræðinga um allt land í bráðahjúkrun og mikið gleðiefni að hjúkrunarfræðingar sjái sér hag í því að auka við sig þekkingu og hæfni í starfi á þessum vettvangi. Heimild Þórdís katrín Þorsteinsdóttir, gyða halldórsdóttir, Dóra Björnsdóttir, Bryndís guðjónsdóttir, helga Pálmadóttir, ingibjörg Sigurþórsdóttir, kristín halla Marinósdóttir, ragna gústafsdóttir, Sigurlaug a. Þorsteinsdóttir, Sólrún rúnarsdóttir og Sólveig Wium (2018). hæfniviðmið í bráða - hjúkrun á Landspítala — skilgreining og innleiðing. Tímarit hjúkrunar- fræðinga, 94(1), 24–28. 60 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Diplómanám í bráðahjúkrun á framhaldsstigi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, dósent og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun Ágústa Hjördís Kristinsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun Ingibjörg Sigurþórsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.