Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 66

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 66
Heilbrigðiskerfi nútímans einkennist af síaukinni sérhæfingu og þekkingu. Í dag er veitt meðferð sem hefði þótt óhugsandi fyrir ekki svo löngu og þörf er á fagfólki sem hefur sértæka færni og þekkingu til að veita slíka meðferð. Sérfræðiþekking í hjúkrun hefur vaxið í takt við þróun síðustu ára. Sérfræðingar í hjúkrun eru eftirsóttir starfskraftar og vaxandi þörf er fyrir þekkingu þeirra og hæfni til að sinna fólki með flókinn heilsufarsvanda. En sérfræðiþekking verður ekki til með reynslunni einni saman. Þörf er á formlegu námi þar sem hjúkrunarfræðingar öðlast slíka þekkingu og þjálfa færni og hæfni til að veita sértæka meðferð, leiðbeina öðrum og skipuleggja þjónustu við ákveðna hópa í takt við nýjustu þekkingu hverju sinni. Klínískt meistaranám Meistaranám í hjúkrunarfræði hefur verið í boði við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands frá árinu 1998. Í mars 2019 höfðu 199 einstaklingar lokið meistaranámi við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands, þar af 20 í ljósmóðurfræði. upphaflega var rannsóknaþjálfun veigamesti þáttur námsins en með auknum fjölda doktorsmennt - aðra hjúkrunarfræðinga og almennt aukinni þekkingu á sérsviðum hjúkrunar hafa klínískar áherslur orðið fyrirferðarmeiri. nýlegar breytingar á seinni stigum grunn- náms í hjúkrunarfræði hafa jafnframt gert kleift að meta fjórðung þess náms (30 ECTS) til meistaranáms. hefur það auðveldað og aukið áhuga hjúkrunarfræðinga á meistaranámi. nemendur í meistaranámi í hjúkrunarfræði í hjúkrunarfræðideild há- skóla Íslands geta valið um stjórnunarleið, rannsóknarleið og klíníska sérhæfingu. Í þessari grein verður lögð áhersla á að fjalla um hið síðastnefnda, klínískt meistaranám í hjúkrunarfræði. klínískt meistaranám hefur tekið töluverðum breytingum í áranna rás. Verulegt framboð er af sérhæfðum námskeiðum á mörgum sérsviðum og skipta þau nokkrum tugum. Áður sóttu nemendur slíka þekkingu í meira mæli til útlanda. Þá hafa áherslur í námi breyst og má sem dæmi nefna að heilsufarsmat sem áður var lykilnámskeið í meistaranámi er nú hluti grunnnáms. Meira svigrúm gefst til að þjálfa nemendur í fjölþættri upplýsingaöflun við heilsufarsmat og dýpka fyrirliggjandi þekkingu. Í takt 66 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Markmið klínísks meistaranáms eru að hjúkrunarfræðingar séu mjög færir í að sinna flóknum verkefnum á afmörkuðu sérsviði og hjá ákveðnum sjúklingahópum, sérstaklega fólki með flókinn heilsufarsvanda sem krefst margþættrar þjónustu. Sérfræðimenntun í hjúkrunarfræði Sigíður Zoëga, dósent í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala Helga Jónsdóttir, prófessor í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs langveikra fullorðinna á Landspítala
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.