Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 88
Sálfélagsleg líðan er skilgreind sem geta og ánægja einstak- lingsins til að standa sig í ólíkum félagslegum hlutverkum, svo sem að sjá um heimili, stunda vinnu, vera nemandi, maki, öl- skyldumeðlimur eða vinur (Brissos o.fl., 2011). Þrátt fyrir margvísleg, íþyngjandi sálfélagsleg vandamál, sem einstak- lingar með SiB standa frammi fyrir (Berry, 1998; Morris o.fl., 2004; Wermer o.fl., 2007), hefur engin rannsókn, samkvæmt okkar bestu vitund, verið framkvæmd til að fá heildarmynd af sálfélagslegum vandamálum og hversu algeng þau eru. Ekki hefur heldur verið sýnt fram á viðeigandi hjúkrunarmeðferð til að bæta sálfélagslega líðan, svo sem markviss fræðsla, stuðn - ingur eða eirlit (hedlund o.fl., 2010). Vitneskju um einkenni og afleiðingar SiB og skipulagðan verkferil skortir til þess að geta veitt viðeigandi stuðning. Tilgangur þessa kerfisbundna fræðilega yfirlits var þríþættur: að samþætta þekkingu um atriði sem hafa áhrif á sálfélagslega líðan einstaklinga með SiB þremur mánuðum eða síðar eir áfallið; að lýsa tíðni algengra sálfélagslegra einkenna; að koma auga á nýja þekkingu og hugsanlegar íhlutanir fyrir sjúklinga með SiB. Aðferð Rannsóknarsnið kerfisbundna fræðilega yfirlitið tók mið af leiðbeiningum stofnunar joanna Briggs (aromataris og Munn, 2017). Við framsetningu niðurstaðna var PriSMa-yfirlýsing (e. Preferred Reporting Items for Systematic review and Meta-Analysis) höfð til hliðsjónar til að ganga úr skugga um að allar nauðsynlegar upplýsingar kæmu fram til að auka skilning lesandans á efninu og til að tryggja gegnsæi í vinnubrögðum (Liberati o.fl., 2009). Inntökuskilyrði Eirfarandi skilyrði voru sett fyrir inntöku rannsókna: • Þátttakendur: fullorðnir einstaklingar, 18 ára og eldri, sem bjuggu heima eir SiB. Ef færri en 5% þátttakenda voru útskrifaðir á hjúkrunarheimili voru þær rann- sóknir teknar með. Byggt er á þeirri skilgreiningu að SiB sé sú tegund heilablóðfalls sem kemur oast skyndilega fyrir vegna rifu á æðagúl eða í um 85% tilfella (Boccardi o.fl., 2017) • Tími eir innanskúmsblæðingu: Í það minnsta þrír mán - uðir. • Útkomubreytur: rannsakaðar væru breytur sem endur - spegluðu sálfélagslega líðan, til dæmis tilfinningar/geð - brigði, félagslíf, áfallastreituröskun, þunglyndi, endur - hæfingu, samfélag og þreytu. • Tegund rannsókna: rannsóknir sem höfðu verið birtar í ritrýndum tímaritum. • Tungumál og útgáfudagur greina: Þar sem meðferðar- möguleikar hafa breyst verulega síðastliðinn áratug voru einvörðungu teknar með greinar á ensku útgefnar á tímabilinu janúar 2007 til nóvember 2017. Útilokunarskilyrði Eirfarandi skilyrði voru sett fyrir útilokun rannsókna: • rannsóknir á sjúklingum með SiB af völdum áverka og valaðgerðir hjá einstaklingum með þekktan æðagúl. • rannsóknargreinar voru ekki upplýsandi fyrir hjúkr un. • Tilfellarannsóknir. Efnisleit og leitarorð Áður en leitin hófst var gengið úr skugga um að ekki væri til svipað kerfisbundið fræðilegt yfirlit með því að leita í gagna- grunni stofnunar joanna Briggs og Cochrane. Einnig var fram- kvæmd leit á google Scholar og á veraldarvefnum. næm leitarorð voru fundin með því að finna lykilgreinar, gera „frjálsa textaleit“ og prófa mismunandi samsetningar leitarorða. Leitar - orði eða gagnagrunni var bætt við ef það gaf að minnsta kosti tvær nýjar hugsanlega gildar greinar (Marianne E. klinke o.fl., 2015). Leit í Scopus og PsychinfO bætti engu við leit í PubMed og CinahL og var því sleppt, sjá viðauka 1. Val á rannsóknum allar greinar voru skimaðar af tveimur rannsakendum (iSg/ MEk) og bornar saman við inntökuskilyrði. Þessu ferli var skipt í þrjú þrep: (1) Skimun á titli og hvort greinin tengdist rannsóknarspurningunni; (2) skimun á útdrætti og hvort greinin uppfyllti inntökuskilyrði; (3) skimun á heildartexta og hvort rannsóknin uppfyllti inntökuskilyrði. Ef vafi lék á um hvort greinin uppfyllti inntökuskilyrði á þrepi 1 og 2 var heildar - textinn metinn. Á þrepi 2 og 3 gerðu rannsakendur matið hvor í sínu lagi. Síðan voru niðurstöður bornar saman. Kerfisbundin gagnagreining Ekki var við hæfi að sameina niðurstöður megindlegra rann- sókna með safngreiningu (e. meta-analysis) þar sem inntöku - skilyrði, úrtök og aðferðafræði voru ekki sambærileg milli rannsókna. upplýsingar voru þess vegna settar upp í töflu með láréttri uppsetningu hverrar rannsóknar. Síðan voru niður - stöður samþættar með því að lesa lóðrétt úr hverjum dálki í töflunni (garrard, 2011). Í samþættingu eigindlegra rannsókna var lögð áhersla á að lýsa bjargráðum og hindrandi þáttum sem höfðu áhrif á sálfélagslega líðan einstaklinga með SiB. Töflur voru forprófaðar á þremur megindlegum rannsóknum og einni eigindlegri rannsókn af iSg og MEk og lagfærðar til að tryggja gæði gagnaöflunar og framsetningu niðurstaðna. Mat á veikleikum í rannsóknum Lagt var mat á veikleika (e. risk of bias) hverrar rannsóknar með því að nota jBi-MaStari fyrir megindlegar rannsóknir og jBi- Qari fyrir eigindlegar rannsóknir (aromataris og Munn, 2017). Tveir rannsóknaraðilar (iSg/MEk) framkvæmdu matið hvor í sínu lagi. Ósamhljóða stigagjöf var rædd uns samhljóða niðurstaða fékkst. Ef ekki var hægt að komast að samkomulagi var fengið mat þriðja aðila (hj). inga steinþóra guðbjartsdóttir, helga jónsdóttir og marianne e. klinke 88 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.