Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 90

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 90
Tímapunktar mælinga Sálfélagsleg líðan var rannsökuð á mismunandi tímapunktum. Tvær rannsóknir voru framkvæmdar þremur til sex mánuðum eir SiB. Meginöldi rannsókna (n=17) var framkvæmdur meira en sex mánuðum til fimm árum eir SiB. Í tveimur rann- sóknum var sjúklingum fylgt eir í allt að 10 ár (kapapa o.fl., 2014; Vetkas o.fl., 2013) og í sjö tilvikum var gagna aflað 5 til 13 árum eir SiB (Berggren o.fl., 2011; Buunk o.fl., 2015; Chahal o.fl., 2011; Persson o.fl., 2017a; Vilkki o.fl., 2012; von Vogel sang o.fl., 2012; Wermer o.fl., 2007). Í einu tilfelli voru sjúklingar leitaðir uppi 20 árum eir áfallið (Sonesson o.fl., 2017). Úrtök og samanburðarhópar Samtals tóku 5028 einstaklingar með SiB þátt í rannsóknunum (n=30) (spönn 26-1181) en úrtaksstærð var breytileg (M=168). Sama úrtak var notað í tveimur rannsóknum (Berggren o.fl., 2010b; Berggren o.fl., 2011). Í 20 rannsóknum voru einhvers konar samanburðarhópar, þar af var ein rannsókn með tvenns konar samanburðarhópa (kapapa o.fl., 2014). uppgefinn öldi þátttakenda í samanburðarhópum var samtals 8643, þar af voru makar eða ættingjar samtals 3194. Í þremur rannsóknum (Persson o.fl., 2017a; Sonesson o.fl., 2017; von Vogelsang o.fl., 2015) var öldi þátttakenda í samanburðarhópum ekki gefinn upp. hægt var að flokka samanburðarhópa í þrennt: þá sem komu úr (1) almennu þýði, (2) voru makar eða ættingjar og (3) undirhópum innan sama rannsóknarhóps. gerður var saman- burður við almennt þýði með ýmsum breytum eins og kvíða, lífsgæðum, tilfinningatengdum vandamálum, taugaeinkenn - um, svefni, þreytu og áfallastreituröskun. Samanburður innan rannsóknarhóps var meðal annars byggður á tilvist einkenna (já/nei). Mælitæki 86 mismunandi mælitæki voru notuð til að meta þætti sem sneru að sálfélagslegri líðan. Ekkert mælitæki var sérhannað fyrir þennan sjúklingahóp og einungis eitt mælitæki, sem mældi lífsgæði (Stroke Specific Quality of Life Scale), var for- prófað, þýtt og staðfært sérstaklega fyrir sjúklinga með SiB (Passier o.fl., 2012; Visser-Meily o.fl., 2009; Visser-Meily o.fl., 2013). aðeins þrjú mælitæki voru notuð í meira en órum rannsóknum: • haDS: hospital anxiety and depression scale, (n=7) • BDi: Beck depression inventory, (n=5) • Sf-36: Short form health survey, (n=6) Niðurstöður megindlegra rannsókna niðurstöður voru flokkaðar samkvæmt: (1) Skertum lífs gæð - um, (2) þunglyndi og kvíða, (3) áfallastreituröskun, ótta og vanlíðan og (4) breyttri atvinnuþátttöku, tómstundum/félagslífi og samfélagslegum þörfum. Einnig var lýst tíðni annarra al- gengra vandamála sem höfðu áhrif á sálfélagslega líðan. Ítar- legar niðurstöður má sjá í „matrix-uppsetningu“ í viðauka 3. Í töflu 1 er stutt yfirlit yfir megindlegar rannsóknir. Skert lífsgæði Í alls órum rannsóknum voru rannsökuð lífsgæði eir SiB en tíðni skertra lífsgæða mældist á bilinu 30 til 73% (kapapa o.fl., 2014; Passier o.fl., 2011b; Taufique o.fl., 2016; von Vogelsang o.fl., 2012). Lífsgæði hjá einstaklingum með SiB voru marktækt lakari en hjá samanburðarhópi jafnaldra í almennu þýði (Pers- son o.fl., 2017a; Sonesson o.fl., 2017). Skerðing á lífsgæðum var viðvarandi vandamál hjá meirihluta sjúklinga. Lífsgæði voru ekki rannsökuð á tímabilinu 14 til 20 árum eir SiB, en rann- sókn Sonesson og félaga (2017) sýndi að 20 árum eir SiB áttu 60% sjúklinga enn þá í erfiðleikum með að ná eðlilegum takti í daglegu lífi. Skert lífsgæði tengdust marktækt vitsmunalegri skerðingu (Passier o.fl., 2012; Persson o.fl., 2017a; Sonesson o.fl., 2017; Taufique o.fl., 2016; Visser-Meily o.fl., 2009), tilfinninga- tengdum vandamálum (kreiter o.fl., 2013; Persson o.fl., 2017a; Vetkas o.fl., 2013; Vilkki o.fl., 2012; Visser-Meily o.fl., 2009; von Vogelsang o.fl., 2012), skertum tengslum við maka (Sonesson o.fl., 2017), svefntruflunum (Sonesson o.fl., 2017; Vetkas o.fl., 2013), síþreytu (noble o.fl., 2008; Vetkas o.fl., 2013; Visser- Meily o.fl., 2009), sálfélagslegri vanlíðan (Chahal o.fl., 2011; Passier o.fl., 2011a; Sonesson o.fl., 2017; Taufique o.fl., 2016), minni félagslegri þátttöku, tjáskiptavandamálum (Chahal o.fl., 2011; Persson o.fl., 2017a), skertri atvinnuþátttöku (Taufique o.fl., 2016), skertri aðlögun (Passier o.fl., 2012; Visser-Meily o.fl., 2009), skerðingu á líkamlegri getu (Sonesson o.fl., 2017; Taufique o.fl., 2016), skertri sjálfsumönnunargetu (Vilkki o.fl., 2012) og verkjum (von Vogelsang o.fl., 2012). Einnig voru marktæk tengsl á milli kvíða og þunglyndis og verri lífsgæða (kreiter o.fl., 2013; Passier o.fl., 2012; Persson o.fl., 2017a). Þættir sem gáfu vísbendingu um verri lífsgæði voru kyn, konur frekar en karlar (Meyer o.fl., 2010; Passier o.fl., 2012), ungur aldur (24–45 ára) (von Vogelsang o.fl., 2012), minni menntun, óstöðug hjúskaparstaða og stærð heilablæðingar (Meyer o.fl., 2010). Þættir sem bættu lífsgæði voru minni þreyta, betri vitsmunaleg geta, betri sjálfsumönnunargeta (noble o.fl., 2008; Passier o.fl., 2011b; Vilkki o.fl., 2012, og Visser-Meily o.fl., 2009), minni líkamleg skerðing (Passier o.fl., 2011b), betri lík- inga steinþóra guðbjartsdóttir, helga jónsdóttir og marianne e. klinke 90 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Langtímarannsóknir (6) 20% Blönduð aðferð (2) 7% Þversniðsrannsóknir (22) 73% Mynd 2. Yfirlit yfir rannsóknasnið og ölda rannsókna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.