Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 93

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 93
áfallið aur og aur og þeir lýstu o ótta við nýja blæðingu (58%) (hütter og kreitschmann-andermahr, 2014). Þess vegna forðuðust þeir áreiti sem þeir héldu að yki hættu á nýrri blæðingu, svo sem mikla hreyfingu (hütter og kreischmann- andermahr, 2014). rannsókn Covey og félaga (2013) um ótta við endur blæð - ingu sýndi í takt við ofannefnt að 19% SiB-sjúklinga voru haldnir miklum ótta. Eingöngu 34% þeirra óttuðust aldrei endur - blæðingu. Tíðni óskilgreinds sálfélagslegs álags var á bilinu 50 til 77% og virðist stuðningur við slíka vanlíðan takmarkaður (kreiter o.fl., 2013; noble og Schenk, 2014). Til dæmis báru noble og Schenk (2014) saman einstaklinga sem höfðu tekið þátt í stuðningshópum þremur árum eir SiB við þá sem ekki höfðu tekið þátt. rúmlega 44% af þeim sem höfðu tekið þátt í stuðningshópum voru með einkenni áfallastreituröskunar en stuðningur eða meðferð vegna áfallastreituröskunar hafði aðeins verið veitt þriðjungi þeirra. Breytt atvinnuþátttaka, tómstundir/félagslíf og samfélagslegar þarfir Í tólf rannsóknum var skoðuð atvinnuþátttaka eir SiB (al Yassin o.fl., 2017; Berggren o.fl., 2011; Boerboom o.fl., 2016; Buunk o.fl., 2015; Crago o.fl., 2016; harris, 2014; Passier o.fl., 2011b; Sonesson o.fl., 2017; Taufique o.fl., 2016; Vetkas o.fl., 2013; Vilkki o.fl., 2012; Wermer o.fl., 2007). atvinnuþátttaka var mjög breytileg á milli rannsókna. að meðaltali virðist hlut- fall þeirra sem sneru til vinnu vera í kringum 35%, að meðaltali 4-9 árum eir áfallið (Passier o.fl., 2011b; Vetkas o.fl., 2013). hins vegar sýndi rannsókn Sonesson og félaga (2017) að 91% voru í einhverju starfshlutfalli 20 árum eir SiB. Í þremur rannsóknum voru samfélagslegar þarfir og félagslíf skoðuð sérstaklega (Boerboom o.fl., 2016; Buunk o.fl., 2015; harris, 2014). rannsókn Buunk og félaga (2015) sýndi að 47% snéru aur til fyrri tómstunda og 62% gátu tekið upp sitt fyrra félagslíf. Þegar samfélagslegar þarfir voru skoðaðar (Boerboom o.fl., 2016) kom fram að 67% höfðu óuppfylltar samfélagslegar þarfir, 60% skorti upplýsingar og 21% skorti félagslega þjón- ustu. Í rannsókn harris (2014) greindu 36% sjúklinga frá ófullnægjandi utanaðkomandi félagslegum stuðningi. Crago og félagar (2016) rannsökuðu vinnuaöst þeirra sem stunduðu vinnu, en 35% sýndu verri vinnuaöst, 39% voru með tölu- verða einbeitingarskerðingu, 30% voru með skerðingu á úthaldi og 26% gerðu vinnutengd mistök. niðurstöður rannsókna voru samhljóða um að þunglyndi og kvíði ætti þátt í skertri atvinnuþátttöku (al Yassin o.fl., 2017; Boerboom o.fl., 2016; Buunk o.fl., 2015; Passier o.fl., 2011b; Taufique o.fl., 2016; Vetkas o.fl., 2013; Vilkki o.fl., 2012; Wermer o.fl., 2007). aðrir þættir tengdust einnig marktækt skertri atvinnugetu, svo sem lakara félagslíf og geta til að sinna sínum áhugamálum, skert vitsmunaleg geta, hegðunartruflanir, skert athygli, þörf fyrir lengri tíma til að leysa verkefni (Boerboom o.fl., 2016; Buunk o.fl., 2015), skert aðlögun (Boerboom o.fl., 2016), minni félagsleg virkni (Buunk o.fl., 2015), skortur á félagslegri þjónustu (Boerboom o.fl., 2016) og taugasálræn skerðing, eins og hægari hreyfingar, hægari tilfinningaleg svörun og minni talhraði og allt þetta bitnaði á gæðum aasta- getu í vinnu (Crago o.fl., 2016). Einnig hafði hávaði í umhverfi, þreyta, svefntruflanir og einbeitingarskortur neikvæð áhrif á félagslíf og atvinnu (Berggren o.fl., 2011; Vetkas o.fl., 2013). að geta snúið aur til vinnu tengdist marktækt meiri lífsánægju (Passier o.fl., 2011b). Þættir sem spáðu fyrir um minni atvinnugetu, þátttöku í félagslífi og getu til að sinna áhugamálum voru þunglyndi og kvíði (Buunk o.fl., 2015; Vilkki o.fl., 2012), þreyta (Buunk o.fl., 2015), vitsmunaleg skerðing (Buunk o.fl., 2015, Crago o.fl., 2016), tilfinningaleg vanlíðan vegna veikinda (harris, 2014), takmarkaður félagslegur stuðningur (harris, 2014), verri vit- ræn frammistaða í mannlegum samskiptum (Crago o.fl., 2016) og að vera ekki í hjúskap (harris, 2014). hægara hugsanaferli og seinkað vinnsluminni spáði fyrir um verri tímastjórnun í vinnu (Crago o.fl., 2016). Berggren og félagar (2011) rannsökuðu langtímaáhrif SiB á félagslíf sex og ellefu árum eir áfallið. Minnistruflanir voru algengar og höfðu neikvæð áhrif á aðlögun að daglegu lífi. neikvæð langtímaáhrif á félagslíf tengdust gjarnan tilfinninga- tengdum þáttum, félagslífi og dægrastyttingu. Meirihluti (65%) þuri að gera breytingar á afþreyingu, svo sem að versla, sauma, ganga, lesa, skíða, hjóla og vinna heimilisverk. félagslegur stuðningur var ófullnægjandi hjá 67% þrátt fyrir mikil vandamál órum árum eir SiB (Boerboom o.fl., 2016). Þá skorti 60% upplýsingar varðandi einkenni, 21% vantaði full- nægjandi félagslega þjónustu og 19% áttu erfitt með að komast um og skorti upplýsingar um akstur eða ferðaþjónustu. Önnur einkenni sem tengdust sálfélagslegri líðan fimm árum eir SiB höfðu 52 til 55% náð góðum bata en 36% höfðu það ekki (Chahal o.fl., 2011; Vetkas o.fl., 2013) og þuri tæpur helmingur daglega aðstoð eða stuðning annarra (Vetkas o.fl., 2013; Persson o.fl., 2017a). flestir, eða 89%, voru sáttir við sjálfsumönnunargetu sína (Passier o.fl., 2011b). Eingöngu 4% voru háðir mikilli líkamlegri umönnun (noble o.fl., 2008). Önnur algeng einkenni, sem ekki hafa verið nefnd en komu að jafnaði fyrir í meira en 25% tilfella, voru vitsmunaleg skerðing (14–83%) (Boerboom o.fl., 2016; noble og Schenk, 2014; Pas- sier o.fl., 2010, 2011a, 2012; von Vogelsang o.fl., 2015), tilfinn- ingalegur óstöðugleiki (44–93%) (Buunk o.fl., 2015; Passier o.fl., 2010), einbeitingarskerðing (12–65%) (Berggren o.fl., 2010b; Wermer o.fl., 2007), persónuleikabreytingar (59%) (Wermer o.fl., 2007), höfuðverkur, svimi, síþreyta og svefn - erfiðleikar (Buunk o.fl., 2015; noble o.fl., 2008; noble og Schenk, 2014; Passier o.fl., 2011a; Vetkas o.fl., 2013; Visser- Meily o.fl., 2009; Wermer o.fl., 2007). Einkenni eigindlegra rannsókna Í þremur rannsóknum var skoðuð reynsla einstaklinga með SiB (Berggren o.fl., 2010a; hedlund o.fl., 2010; Persson o.fl., 2017b). allar voru framkvæmdar í Svíþjóð og studdust við djúpviðtöl og eigindlega efnisgreiningu. Samtals voru 45 viðmælendur. Í grein- ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.