Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 95
fundu fyrir„sálrænni lömun“, undarlegri tilfinningu um vonleysi og fannst þeir vera í
framtíðaróvissu. Erfitt reyndist að vera háður öðrum og ná ekki að sætta sig við að
ekki væri allt eins og fyrir áfallið (Berggren o.fl., 2010a).
Léleg sjálfsímynd tengdist persónuleikabreytingum. Þeir sem urðu fyrir slíkum
breytingum höfðu minni þolinmæði eða fundu fyrir pirringi, þunglyndi og kvíða,
minnistruflunum, tapi á tímaskyni og hægara hugsanaferli. Þetta gerði þeim erfitt fyrir
að skipuleggja daginn (Berggren o.fl., 2010a). Líkamleg einkenni, eins og viðkvæmni
fyrir hávaða og ljósi, erfiðleikar við lestur og að skilja ritað orð, gerði þeim erfitt fyrir
að snúa til vinnu og stunda félagslegar athafnir. flestir fundu fyrir sveiflukenndum
einkennum sem versnuðu þegar álag jókst. Stuðn ingur og tilboð um endurhæfingu
voru af skornum skammti. flestir komust að sínum ósýnilegu takmörkunum þegar
þeir gerðu mistök en sáu eir að hafa ekki óskað eir eða fengið upplýsingar um ýmis
einkenni fyrir útskri (hedlund o.fl., 2010).
Samþætting eigindlegra og megindlegra
eða blandaðra niðurstaðna
Mynd 3 sýnir þætti sem höfðu forspárgildi um sálfélagslega vanlíðan sem heilbrigðis-
starfsfólk getur notað til þess að koma auga á áhættuhópa sem þurfa sérstaka eirfylgd.
Þættir sem hafa áhrif á sálfélagslega líðan sjúklinga sem fengið hafa innanskúms -
blæðingu ásamt aðgerðum sem hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn
geta beitt til að draga úr þessum áhrifum koma fram á mynd 4. Á myndinni eru órir
meginflokkar: (1) skert lífsgæði, (2) þunglyndi/kvíði, (3) áfallstreituröskun, ótti og
vanlíðan og (4) breyting á atvinnu, tómstundum og félagslífi. hver flokkur hefur sín
einkenni en sum vandamál eru sameiginleg þvert á flokka, eins og síþreyta, svefn -
truflanir, skert aðlögun, vitsmunaleg skerðing, minni félagsleg þátttaka og skortur á
utanaðkomandi aðstoð.
Umræður
Sjúklingar með SiB hafa í samanburði við þá sem hafa fengið aðrar tegundir heila -
blóðfalls mun færri sýnileg líkamleg einkenni (Mayer o.fl., 2002). Í takt við það sýndu
niðurstöður yfirlitsins að mjög fáir einstaklingar voru háðir öðrum um lík am -
lega umönnun og sjáljargargeta flestra var góð (Passier o.fl., 2011b; noble o.fl., 2008).
Þrátt fyrir tiltölulega væg sýnileg einkenni var tæpur helmingur háður einhvers konar
stuðningi (Vetkas o.fl., 2013; Persson o.fl., 2017b). Þessar niðurstöður sýna með
skýrum hætti að aðalvandamálin sem ógna lífsgæð um eir SiB tengjast oast duldum
sálfélagslegum einkennum (Passier o.fl., 2012; Persson o.fl., 2017b; Sonesson o.fl.,
2017) og gefa ótvírætt til kynna mikilvægi þess að gefa slíkum einkenn um meiri gaum.
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 95
Forspárgildi fyrir sálfélagslega vanlíðan
kyn, að vera kona
Lægri aldur (25–45)
Minni menntun
Óstöðug hjúskaparstaða
Þunglyndi og kvíði
andleg/tilfinningaleg vanlíðan
Vitsmunaleg skerðing
Erfiðleikar með samskipti við aðra
Þreyta
Skortur á félagslegum stuðningi
hugsanir eins og: Ég hefði getað dáið
Meðvitundarleysi í kjölfar SiB og gjörgæslumeðferð
Skert aðlögunarhæfni
Lífsgæði og
atvinna,
tómstundir
og félagslíf
Áfallastreituröskun,
ótti og vanlíðan og
atvinna, tómstundir
og félagslíf
Áfallastreituröskun,
ótti og vanlíðan
atvinna,
tómstundir
og félagslíf
Mynd 3. Forspárgildi fyrir sálfélagslega vanlíðan.