Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 112

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 112
ofþyngd og offitu, uppreisnaranda og spennusækni. Í langtíma- rannsókn kutob og félaga (2010) kom fram að sá þáttur sem hafði aðalforspárgildi um sjálfsvirðingu unglingsstúlkna var útlit þeirra. Ýmsar rannsóknir benda til að ungt fólk sem ekki er gagnkynhneigt eigi við vanlíðan að stríða og skorti stuðning frá öðrum. rannsókn Vanden Berghe og félaga (2010) meðal ungmenna sem voru lesbísk, samkynhneigð og tvíkynhneigð sýndi að stærsti áhrifavaldur á geðheilbrigði þeirra var skortur á styðjandi samskiptum. jafnframt kom fram í rannsókn need- ham og félaga (2010) að ungar lesbískar eða tvíkynhneigðar ungar konur greindu frá minni stuðningi frá foreldrum en gagnkynhneigðar konur. Þær voru líklegri að vera með sjálfs- vígshugsanir og nota fíkniefni. Þær sem voru tvíkynhneigðar voru líklegri að vera með þunglyndiseinkenni og drekka ótæpi- lega. Samkynhneigðir ungir karlmenn greindu frá minni stuðn - ingi en þeir sem voru gagnkynhneigðir eða tvíkynhneigðir. Verndandi þættir rannsóknir hafa sýnt margvísleg tengsl á milli sjálfsvirðingar (e. self esteem), sjálfstrúar (e. self-efficacy), líkamsímyndar, gengis í skóla, hreyfingar, næringar, geðheilsu og samskipta við foreldra. rannsókn meðal ungmenna hér á landi sýndi að heil- brigðishegðun í formi líkamlegrar hreyfingar og neysla ávaxta og grænmetis tengdist sjálfsvirðingu (kristjánsson o.fl., 2010). fram kom í rannsókn McClure og félaga (2010) að þau ung- menni sem stóðu sig betur í skóla og voru í hópíþróttum voru í minni hættu að hafa litla sjálfsvirðingu. rannsóknir hafa einnig leitt í ljós tengsl sjálfsvirðingar og námsárangurs við vímuefnanotkun. Í rannsókn Wheeler (2010) kom fram að stúlkur með meiri sjálfsvirðingu og betri námsárangur voru mun ólíklegri að nota vímuefni ári síðar. Þær sem fengu a eða B á prófum í stað C voru mun ólíklegri að nota vímuefni. Einnig var námsgeta tengd ábyrgu kynlífi. Stúlkur með að meðaltali a í stað C á prófum voru mun ólíklegri að vera byrjaðar að stunda kynlíf ári síðar. Það hefur sýnt sig að for- eldrar gegna mikilvægu hlutverki í velferð barna sinna. ung- lingar sem áttu foreldra sem voru næmir á þarfir barna sinna og gerðu þroskakröfur til þeirra höfðu meiri sjálfsvirðingu (McClure o.fl., 2010). Í rannsókn Piko og hamvai (2010) kom fram að ungmenni af báðum kynjum gátu rætt um vandamál við foreldra sína en stúlkur þó í meira mæli og tengdist það lífs- ánægju þeirra. Sýnt hefur verið fram á að sjálfstrú hefur jákvæð tengsl við marga verndandi þætti eins og andlega líðan og hreyfingu. fram kom í rannsókn Loton og Waters (2017) að sjálfstrú skipti verulega miklu máli sem áhrifabreyta á milli styrkjandi uppeldishátta foreldra (e. strength-based parenting) og hamingju ungmenna og þess að draga úr andlegri vanlíðan (þunglyndi og kvíða) þeirra. Í rannsókn Spence og félaga (2010) kom í ljós að sjálfstrú meðal stúlkna hafði sterkari tengsl við líkamlega hreyfingu en hjá piltum. jafnframt sýndi rann- sókn kololo og félaga (2012) minni líkur á lítilli hreyfingu meðal þeirra sem höfðu mikla sjálfstrú og átti það við bæði kyn. Sjálfstrú hafði mesta forspárgildi í sambandi við að vinna gegn hreyfingarleysi og í næsta sæti var líkamsímynd. Það er ljóst af þessari umfjöllun um áhættuþætti, áhættu- hegðun og verndandi þætti að heilbrigði ungs fólks er marg - þætt fyrirbæri sem felur í sér líkamlega, andlega, félagslega og kynferðislega þætti og ýmislegt sem tengist lífsstíl. Sjálfsvirðing og sjálfstrú eru mikilvægir verndandi þættir en jafnframt góð tengsl við foreldra og vini. að auki er skólinn sjálfur mikil- vægur bakhjarl og sá námsárangur sem einstaklingurinn nær þar er greinilega mikill áhrifavaldur um velferð hans. Matstæki og skimunartæki sem meta heilbrigði unglinga Meginmunur á skimunartæki og matstæki er sá að skimunar- tæki er notað við klínískar aðstæður, það hefur fremur fáar spurningar, oft um 10–40, og tekur stuttan tíma að svara (de Vaan o.fl., 2016; Martin og Winters, 1998). jafnframt þarf að vera auðvelt að lesa úr því. Því er ætlað á grófan hátt að greina vísbendingar um heilsufarsleg vandamál og/eða áhættuhegðun og í framhaldinu fer viðkomandi í nánara greiningarferli ef þörf krefur (Martin og Winters, 1998). Lengi hefur verið lögð mikil áhersla á að skoða áhættuþætti og áhættuhegðun unglinga og ungs fólks. Þetta hefur verið gert með matstækjum en einnig skimunartækjum. fyrst verður sjónum beint að matstækjum en síðar að skimunartækjum. Matstæki Á vegum bandarísku miðstöðvarinnar um sjúkdómavarnir hefur könnunin Youth risk Behavior Suveillance System (YrBSS) verið lögð fyrir í skólum í Bandaríkjunum í mörg ár meðal ung- linga (CDC, e.d.). YrBSS byggist á sex meginflokkum áhættu- hegðunar sem geta verið áhrifavaldar helstu dánarorsaka og fötlunar meðal ungs fólk og fullorðinna. Þetta eru flokkarnir: a) hegðun sem tengist ófyrirséðum skaða eða ofbeldi, b) kyn- hegðun sem tengist óráðgerðum þungunum og kynsjúk- dómum, einnig hiV, c) neysla áfengis og annarra vímuefna, d) tóbaksnotkun, e) óheilbrigðar matarvenjur og f) ónóg hreyfing (CDC, e.d.). Í YrBSS er mest áhersla lögð á áhættuhegðun. gerðar hafa verið rannsóknir hérlendis þar sem notuð eru matstæki til að leggja mat á heilbrigði ungs fólks. rannsóknir og greining hefur gert rannsóknir nokkuð reglulega frá árinu 1992 til þess m.a. að skoða skólagöngu, líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði. Spurningar koma inn á verndandi þætti jafnt sem áhættuþætti og áhættuhegðun. Eins hefur á vegum Embættis landlæknis verið gerð rannsókn nokkuð reglulega frá árinu 2007 sem nefnist Heilsa og líðan Íslendinga og nær hún meðal annars til ungs fólks 18 ára og eldra (Embætti landlæknis, 2012). Báðar þessar íslensku rannsóknir meðal ungs fólks eru byggðar á matstækjum en eru ekki klínísk skimunartæki. Matstæki sem hafa verið notuð erlendis til að meta vernd- andi þætti ungs fólks hafa til dæmis verið 10 atriða matstæki rosenberg (1989) um sjálfsvirðingu (e. self-esteem scale) og 10 atriða matstæki Schwarzer og jerusalem (1995) um almenna sjálfstrú (e. general self-efficacy scale). Einnig má nefna mats - tæki til að meta seiglu (e. resilience scale) ungs fólks, sem er 25 atriða (Wagnild og Young, 1993). Á vegum Search institute í Bandaríkjunum hefur verið útbúið Developmental asset Pro - sóley sesselja bender 112 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.