Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 6
ALÞINGI Markmið lagafrumvarps um vernd uppljóstrara er að koma í veg fyrir að fyrirtæki eða stofnanir geti rekið eða beitt sér gegn starfs- manni sem miðlar upplýsingum um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi af hálfu vinnuveitenda sinna. Þetta þýðir að Samherji hefði ekki, hefðu lögin gilt á þeim tíma, mátt reka Jóhannes Stefáns- son, sem ljóstraði upp um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, hefði upp- ljóstrunin átt sér stað á meðan hann var þar enn í vinnu. Frumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í nóvember síðastliðnum, er nú til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er ákall eftir löggjöf sem þessari og ég held að það megi segja að almennt felist í fyrirliggjandi frumvarpi veruleg réttarbót. Verði það að lögum tryggir það mjög stöðu uppljóstrara og auðvitað hagsmuni samfélagsins af því að upplýst sé um af brot og komið í veg fyrir þau,“ segir Halldóra Þorsteins- dóttir, lektor í lögfræði við lagadeild HR, en hún skrifaði nýverið ítarlega fræðigrein um málið í Tímarit Lög- réttu. Halldóra segir að horfa megi á þetta í stærra samhengi og segja að uppljóstraravernd haldist almennt í hendur við tjáningar- og upplýs- ingafrelsi almennings, enda mark- miðið með slíkri vernd öðrum þræði að upplýsingar sem varða almannahag líti dagsins ljós. „Við sjáum þetta til dæmis á málum eins og hinu fræga Watergate-máli og nú síðast Samherjamálinu, þó svo að kurl þess máls séu vitanlega ekki öll komin til grafar á þessu stigi,“ segir Halldóra. „Með frumvarpinu er stefnt að því að draga úr möguleikum fyrir- tækja og stofnana til þess að beita íþyngjandi úrræðum eða viður- lögum vegna uppljóstrana starfs- manns. Eins er meginreglan sú að miðlun upplýsinga sem fullnægir skilyrðum laganna leggi hvorki refsi- né skaðabótaábyrgð á við- komandi. Þá verður í ákveðnum til- vikum hægt að sækja bætur vegna óréttlátrar meðferðar í kjölfar upp- ljóstrunar,“ segir Halldóra. Engin heildstæð lög um upp- ljóstrara eru til staðar í dag þó svo að nokkrar reglur séu til á afmörk- uðum sviðum. Halldóra segir þó að óbein uppljóstraravernd hafi falist í rétti fjölmiðla til þess að neita að gefa upp nafn heimildarmanna. ,,Þó svo að heimildarmannaverndin tengist ekki beint því sem um er fjallað í frumvarpinu verndar hún auðvitað uppljóstrara að því leyti að fjölmiðill má ekki veita upp- lýsingar um nafn viðkomandi. Við þekkjum auðvitað ófá dæmi um slíkar uppljóstranir á síðustu árum og áratugum þar sem upplýsing- arnar leiddu til umræðu um mál sem annars hefðu mögulega ekki komið upp á yfirborðið.“ Upplýsingarnar mega þó ekki vera um hvað sem er og gerð er krafa um að uppljóstrari sé í góðri trú. Þá nær verndin einungis til upplýsinga um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi. „Það er for- takslaust skilyrði að uppljóstrari sé í góðri trú og að um sé að ræða upplýsingar um lögbrot eða aðra háttsemi sem stefnir almanna- hagsmunum í hættu,“ segir Hall- dóra. „Markmiðið er að ljóstra upp um lögbrot á borð við spillingu eða aðrar ólögmætar ráðstafanir og koma í veg fyrir þær.“ Halldóra bendir á að góð trú geti hins vegar verið túlkunaratriði. Með því sé til dæmis girt fyrir að starfsmaður ljóstri upp um upp- login brot til þess að ná sér niður á vinnuveitanda. „Af þessu leiðir meðal annars að starfsmaður verð- ur að kanna áreiðanleika upplýsing- anna sem um ræðir og láta hjá líða að miðla vísvitandi röngum upp- lýsingum.“ Fjórtán hafa sent allsherjarnefnd umsögn um frumvarpið. Flestar þeirra eru jákvæðar en í nokkrum þeirra er þó bent á að hugarfar upp- ljóstrarans eigi ekki að skipta máli, lúti uppljóstrunin í raun að lög- brotum eða annarri ámælisverði háttsemi. Ef um slíka háttsemi sé í raun að ræða eigi uppljóstrarinn að njóta verndar óháð því hvort hefndarhugur réð ákvörðun hans um uppljóstrun. arib@frettabladid.is Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina F I S K I B O L L U R K A U P I R 1 K G F Æ R Ð 2 K G . FYRIR2 1 – við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Mikið úrval af allskonar Munu ekki geta rekið uppljóstrara Lagafrumvarp til verndar uppljóstrurum er nú til meðferðar á Alþingi. Samherji hefði ekki, hefðu lögin gilt á þeim tíma, mátt segja Jóhannesi Stefánssyni upp, hefði uppljóstrunin átt sér stað á meðan hann var þar enn í vinnu. Frumvarp að réttarbót, segir lektor. Macron, forseti Frakka, á fyrirtækjaveiðum. Átakinu Veljið Frakkland er ætlað að gera Parísarborg að arftaka Lundúna sem fjármálamiðstöð Evrópu. Fleiri borgir keppa um fjármálastarfsemi Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA BREXIT JP Morgan og Chase, einn stærsti fjárfestingarbanki heims, hefur fest kaup á stórri byggingu í miðborg Parísar, með hug á að f lytja sem mest af evrópsku starf- seminni til Frakklands. 450 starfs- menn munu starfa í byggingunni, sem var áður í eigu franska bank- ans BNP Paribas, og áætlað er að starfsemi hefjist í lok árs. Hingað til hefur hinn ameríski risi einblínt á London, og verið með starfsemi í mörgum öðrum breskum borgum, en útgangan úr Evrópusambandinu olli því að horft var til Frakklands. Kaupin voru tilkynnt á viðburði í Versölum sem franska stjórnin stóð fyrir, Veljið Frakkland, og Emmanu- el Macron forseti kynnti. Er þetta hluti af átaki til þess að gera París að arftaka Lundúna sem fjármála- miðstöðvar Evrópu. En borgin er í harðri samkeppni við Amsterdam, Frankfurt, Dublin, Lúxemborg og fleiri staði um fyrirtæki sem eru að flýja Bretland þessi misserin. Fjölmörg önnur fjármálafyrir- tæki eru í óðaönn að byggja upp starfsemi fyrir utan Bretland. Má þar nefna Goldman Sachs, Bank of America, Barclays, HSBC, Lloyds og fleiri. Fjármálageirinn er þó ekki eini geirinn þar sem fyrirtæki með umfangsmikla starfsemi í Bretlandi eru að hugsa sinn gang eða hafa þegar f lutt á meginlandið. Risar í bílaiðnaðinum eru á hreyfingu líka. Ford lokaði stórri verksmiðju í velsku borginni Bridgend í sumar en þar störfuðu 1.700 manns og Honda undirbýr lokun verskmiðju í Swindon í maí. Hinn japanski risi hyggst fækka starfsmönnum í Bretlandi um 3.500 fyrir árið 2021. Jaguar, sem er í eigu indverska fyrirtækisins Tata motors, ætlar að fækka starfsfólki um 4.500, mest í Bretlandi. Á árinu mun dekkjafram- leiðandinn Michelin einnig loka verksmiðju sinni í Dundee þar sem rúmlega 800 manns starfa. Þá hafa Toyota, Nissan og fleiri annaðhvort hætt við frekari fjárfestingar í Bret- landi eða hyggjast minnka umsvif. Líkt og Frakkar hafa Hollend- ingar sótt fast að fá fyrirtæki til að f lytja starfsemi frá Bretlandi, og er Amsterdam í óða önn að verða tækniiðnaðarmiðstöð álfunnar. Sumarið 2018 flutti Panasonic höf- uðstöðvar sínar til borgarinnar og hálfu ári síðar gerði Sony slíkt hið sama. Þá hefur Philips ákveðið að loka einu bresku verksmiðju sinni og færa þá starfsemi til Hollands. Hundruð smærri fyrirtækja hafa annaðhvort þegar f lutt starfsemi sína til Amsterdam eða eru að huga að því en þar eru fyrir fyrirtæki á borð við Ebay, Amazon og Micro- soft með mikla starfsemi. kristinnhaukur@frettabladid.is Fyrirtæki flýja Bretland vegna Brexit Paris, Amsterdam, Frankfurt, Dublin, Lúxem- borg og fleiri borgir keppa um þau fyrirtæki sem flýja nú Bretland. Markmiðið er að ljóstra upp um lögbrot á borð við spillingu eða aðrar ólögmætar ráð- stafanir og koma í veg fyrir þær. Halldóra Þor- steinsdóttir, lektor við Háskól- ann í Reykjavík Katrín Jakobsdóttir lagði fram frumvarpið á Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Meira á frettabladid.is 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.