Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Konur 18% umsækjenda um æðstu stöður „Samkvæmt jafnvægisvog Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA, er hlutfall kvenkyns framkvæmda­ stjóra á almennum vinnumarkaði 23 prósent. Þá fá konur að meðal­ tali lægri laun en karlkyns kollegar þeirra. Þetta er ekki síst athyglis­ vert í því ljósi að mun fleiri konur útskrifast úr háskólum en karlar. Mikil umræða hefur verið síðustu ár um hlutfall kvenna í æðstu stjórnunarstöðum á Íslandi og hefur FKA verið leiðandi í þeirri umræðu,“ skýrir Thelma frá. „Ég hef lengi velt fyrir mér af hverju þetta ójafnvægi stafar og hvað sé hægt að gera til þess að jafna þetta hlutfall. Ég hef um nokkurt skeið starfað hjá Intell­ ecta og fengist við ráðningar í stjórnunarstöður og því miður er hlutfall kvenkyns umsækjenda um stöður framkvæmdastjóra og forstjóra hjá einkareknum fyrir­ tækjum einungis um 18 prósent að meðaltali (tölur frá Intellecta). Af þessu má draga þá einföldu ályktun að áhugi kvenna á þessum störfum sé minni en hjá körlum.“ Hvers vegna sækja konur ekki um þessi störf í eins miklum mæli og karlar? Thelma nefnir nokkur atriði sem talin eru varpa ljósi á minni ásókn kvenna í stjórnunarstörf. „Algeng­ ar eru þær skýringar að konur sæki ekki um nema að þær „tikki í öll boxin“ í atvinnuauglýsingunni og jafnvel nokkur ímynduð box til viðbótar. Einnig að konur sæki síður í starfsframa eða að þær vilji síður taka á sig ábyrgð æðsta stjórnanda með þeim fórnum sem því getur fylgt, til dæmis töpuðum tíma með börnum og maka. Þá má einnig vera að konur hafi einfald­ lega ekki áhuga á þessum tilteknu störfum en það sama er að sjálf­ sögðu hægt að segja um karla líka – það vilja ekki allir sinna svona ábyrgðarstörfum.“ Mikilvægt sé að konur treysti eigin hæfni. „Í raun tel ég vera sannleikskorn í öllum þessum skýringum, en sú fyrsta tel ég að sé algengust, það er, að konur skorti sjálfstraustið, telji sig ekki hafa eins mikið fram að færa og keppi­ nauturinn og telji sig ekki uppfylla allar hæfniskröfurnar. Ég hef kom­ ist í samband við mikið af fram­ bærilegum konum á framabraut í gegnum starf mitt hjá Intellecta og hef hvatt margar þeirra til þess að sækja um þau stjórnunarstörf sem losna. Almennt finnst mér konur vera duglegar við að hvetja hverjar aðrar. Þrátt fyrir það breytist hlut­ fall kvenna í umsækjendahópnum um stjórnunarstörf lítið.“ Hvað er til ráða, hvernig breytum við þessu? Þá telur Thelma að forskot karla undanfarna áratugi hafi einn­ ig áhrif. „Hluti vandans kann að liggja í nálægri fortíð. Fleiri karlmenn hafa fengið tækifæri til þess að sitja í framkvæmda­ stjóra­ og forstjórastólum og hafa því lengri reynslu sem oftast er sóst eftir í stjórnunarstöðum.“ Nú séu þó blikur á lofti og er hún bjartsýn á að fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum muni verða til þess að aðrar konur taki af skarið. „En tímarnir eru breyttir, eða svo er sagt, og hafa konur leitað eftir því að fá aukið pláss við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Konur hafa í síauknum mæli sóst eftir starfsframa og sjáum við í dag töluverða aukningu í efstu störfunum. Látum þær vera öðrum konum hvatning! Einhvers staðar byrjuðu þær og náðu upp í efstu stjórnunarstöður og starfa sumar í dag í forsvari fyrir fyrirtæki sem njóta mikillar velgengni. Þessar konur þorðu að stíga fram og taka pláss. Ég vil sjá f leiri konur gera slíkt hið sama.“ Konur þurfa einnig að móta framtíð okkar í fjórðu iðnbyltingunni Steinunn segir að vegna tækninýj­ unga muni margt breytast á næstu árum. „Fjórða iðnbyltingin mun gjörbreyta lífi okkar með miklum hraða og mörg störf munu breytast og ný verða til. Það má alveg áætla að hæfniskröfur sérfræði­ og stjórnunarstarfa muni einn­ ig breytast heilmikið í gegnum þessar breytingar. Í dag eru allt of fáar konur í til dæmis tæknigeiran­ um sem mun að miklu leyti móta framtíð okkar. Samkvæmt World Economic Forum eru einungis 22 prósent sérfræðinga konur á heimsvísu í gervigreind. Gervi­ greindin endurspeglar heiminn að miklu leyti eins og hann er hverju sinni og byggir ákvarðanir sínar á þeim upplýsingum sem hún hefur aðgang að.“ Tæknin virðist nú þegar, nánast ósjálfrátt, vera farin að halla á konur. „Gervigreindin er nú þegar að taka „karllægar“ ákvarðanir sem halla á konur og sumir telja að hún gæti endurspeglað núverandi stöðu kvenna með enn verri hætti en staðan er í dag. Því þarf að tak­ marka hlutdrægni hennar út frá bjögun á þeim upplýsingum sem hún byggir ákvarðanir sínar á. Þeir sem þróa gervigreindina þurfa einnig að móta hvaða gildi og sið­ ferði hún eigi að fylgja,“ útskýrir Steinunn. „Gott dæmi er nýlegt Apple kreditkort sem notaðist við gervi­ greind við útlánaheimild. Gervi­ greindin gaf konum lægri heimild en körlum þrátt fyrir svipaða stöðu þeirra. Mismununin er ekki talin vera viljaverk, heldur virðast upplýsingarnar sem hún studdist við endurspegla kynjamisrétti sem verið er að reyna að lagfæra. Það þarf að fínstilla gervigreindina til að geta tekið betri ákvarðanir. Gervigreindin gæti jafnvel þróað með sér fordóma gagnvart konum sem og öðrum og unnið gegn réttindum kvenna sem búið er að berjast fyrir. Þess vegna er svo mikilvægt að konur taki þátt í að móta gervigreindina og séu með í þeirri tækniþróun sem mótar framtíð okkar. “ Stafræn fræðsla nýtist vel fyrir starfsþróun Steinunn segir tækniframfarir opna nýja möguleika. „Við höfum öll einstakt tækifæri til að færa okkur um starfsvettvang og sækja okkur nýja þekkingu og færni til að auka möguleika okkar í sérfræði­ og stjórnunarstörfum og vinna að réttlátara samfélagi. Konur geta nýtt sér þessa þróun til að jafna möguleika kvenna í gegnum þessar breytingar. Aðgengi að þekkingu er miklu meira en var fyrir nokkrum árum síðan og það mun klárlega aukast, meðal annars með vaxandi staf­ rænni fræðslu sem við hjá Intell­ ecta höfum sérhæft okkur í.“ Réttum upp hönd! Það skipti máli að konur trúi á sjálfar sig og séu óhræddar við að taka bæði skrefið og slaginn. „Ég hef veitt fjölda fólks ráðgjöf í tengslum við starfsframa og mér hefur þótt gaman að sjá það eflast og komast í eftirsóknarverð störf. Að mínu mati þurfa fleiri konur að þora að taka meira pláss, halda áfram af fullu sjálfstrausti, gera nýja hluti, vera hver annarri hvatning og þora að gera mistök. Það birtist enginn upp úr þurru og býður okkur forstjórastólinn. Við þurfum að vinna að því, sækjast eftir starfsframa, fá meiri ábyrgð og svo sækja um störfin – rétta upp hönd!“ Þurfum að tala meira um árangur Steinunn telur brýnt að fagna árangri síðustu ára og horfa fram á við. „Ég er mjög bjartsýn á að okkur takist að auka hlutfall kvenna í stjórnunarstörfum í gegnum þessa iðnbyltingu. Fyrir land sem hefur í mörg ár verið í fyrsta sæti varðandi jafnrétti á heimsvísu þá er miklu meira hvetjandi og einnig skýrara að tala um árangur til að festa í sessi slíka menningu sem eðlilegan hlut.“ Tengslanetið mikilvægt Þá hvetur Thelma konur til þess að efla tengslin sín á milli og veita hver annarri innblástur og stuðning. „Tengslanetið skiptir sífellt meira máli í þessum hröðu breytingum og er mikilvægt þegar kemur að starfsþróun okkar. Við þurfum að læra að nýta það og aðstoða og hvetja hver aðra. Það er afar jákvætt að sjá hversu mikil aukning hefur orðið í tengsla­ myndun kvenna á Íslandi. Að því hefur FKA unnið ötullega og það mun skila sér inn í samfélagið. Að lokum vil ég segja við allar konur: Sækist eftir starfsframa og eftir­ sóknarverðum störfum – þið eruð hæfari en þið haldið!“ Steinunn og Thelma Kristín hjá Intellecta eru bjartsýnar á að hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum muni aukast á komandi árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Framhald af forsíðu ➛ Konur hafa í síauknum mæli sóst eftir starfsframa og sjáum við í dag töluverða aukningu í efstu störf- unum. Látum þær vera öðrum konum hvatning! Mikilvægt að konur taki þátt í að móta gervigreindina og séu með í þeirri tækni- þróun sem mótar fram- tíð okkar. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.