Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 44
Therese tók við stöðunni í byrjun árs og er tiltölulega nýkomin til Íslands. „Ég hef átt mjög alþjóðlegan starfsferil,“ segir Therese sem upprunalega kemur frá Svíþjóð. „Ég byrjaði að vinna hjá Aga Gas AB í Svíþjóð árið 2011. Það er hluti af Linde Group líkt og Linde Gas á Íslandi. Síðan þá hef ég unnið sem forstöðumaður verkefnastofu í Þýskalandi og fram­ leiðslustjóri í Frakklandi.“ Therese segist vera spennt fyrir nýja starfinu og að kynnast Íslandi. Sem forstjóri ber hún ábyrgð á allri starfsemi fyrirtækisins á Íslandi. Þegar hún vann í Þýskalandi var hún þátttakandi í starfsþjálfun með áherslu á konur í stjórnunar­ stöðum. Hún tók einnig þátt í leið­ beinendaþjálfun fyrir kvenkyns leiðtoga. „Linde Group styður fjöl­ breytni og konur í stjórnunarstöð­ um eru hluti af þeirri fjölbreytni,“ segir hún. Therese segist hafa verið ánægð að sjá að hjá Linde Gas á Íslandi séu konur við störf í framleiðslu. „Ég var framleiðslustjóri í Frakklandi og get fullyrt að á alþjóðavísu eru karlmenn í miklum meirihluta við framleiðslustörf.“ Á Íslandi eru 30% starfsfólksins konur en árið 2013 voru þær aðeins 22%. „Við erum því að ná árangri hvað varðar kynjajöfnuð og mér finnst mikill heiður að vera fyrsti kvenkyns forstjóri fyrirtækisins. Linde Gas á Íslandi framleiðir lofttegundir fyrir ýmiss konar starfsemi, eins og argon fyrir áliðnaðinn, köfnunarefni til fryst­ ingar á fiskafurðum, koldíoxíð fyrir gosdrykkjaframleiðendur og lyfjasúrefni fyrir sjúkrahús svo fátt eitt sé nefnt. Linde Gas vinnur fyrst og fremst með innlendum viðskiptavinum en nýtir sér sérfræðiþekkingu frá Linde Group héðan og þaðan í heiminum til að finna lausnir fyrir hérlenda starfsemi. Ísaga, sem heitir nú Linde Gas, hefur verið hluti af Linde Group frá aldamót­ um, en fyrirtækið er með starfsemi í yfir 100 löndum og hjá því starfa um 80.000 manns. Á Íslandi starfa 30 manns hjá fyrirtækinu. Fyrsta konan við stjórnvölinn Therese Johansson er nýr forstjóri Linde Gas á Íslandi og fyrsti kvenkynsforstjórinn í 100 ára sögu fyrirtækisins. Hún segir fyrirtækið leggja áherslu á fjölbreyttan starfsmannahóp. Therese Johansson er fyrsta konan sem gegnir stöðu forstjóra hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Linde Group styður fjölbreytni og konur í stjórnunar- stöðum eru hluti af þeirri fjölbreytni. Hvernig nýtir þú þína styttingu? Vinnudagur félagsmanna VR styttist um 9 mínútur 1. janúar 2020. Ef ekki er búið að semja um útfærslu á þínum vinnustað þá styttist vinnudagur þinn strax um 9 mínútur. Kynntu þér mögulegar útfærslur á vr.is/9min Á DAG Á VIKU Á MÁNUÐI3 51 54 9 Hvernig er samkomulagið á þínum vinnustað? Vinnudagur félagsmanna VR hefur styst um 9 mínútur 22 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.