Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 77
ÞAÐ ER MIKIL FAG-
ÞEKKING HJÁ ÞESSU
FÓLKI OG HUGMYNDIN SKIPTIR
NÁTTÚRLEGA MÁLI – ÞETTA
SPILAR SAMAN.Þessi sýning er svolítill leikur með hvað ljós-myndin er. Við erum að ögra þeirri hug-mynd að ljósmyndin sé g lug g i að ver u-
leikanum, hún geti verið annars
konar, jafnvel þrívítt verk,“ segir
Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri
þegar við göngum um sali Gerðar-
safns til að virða fyrir okkur það
sem fyrir augun ber á sýningunni
Afrit. Þar eiga sjö listamenn ljós-
myndaverk. Brynja segir sum
verkin glæný og gerð sérstaklega
fyrir sýninguna, önnur eldri en falla
að þemanu. „Það er mikil fagþekk-
ing hjá þessu fólki og hugmyndin
skiptir náttúrlega máli – þetta spilar
saman,“ tekur hún fram.
Claudia Hausfelt á eitt af nýju
verkunum, Surface Transfer 2019
nefnist það. Hausfelt hefur myndað
sama klettinn margoft og í mörgum
hlutum og myndunum er raðað
þannig upp að úr verður athyglis-
vert gólfverk.
Í verki Bjarka Bragasonar sem
heitir Tíu þúsund og eitt ár er afrit-
un af jarðfræðilegu ferli við Hellis-
heiðarvirkjun þar sem koldíoxíð
er orðið að kristöllum í bergi. Upp-
setningin er þannig að ljósmyndin
verður nokkurs konar skúlptúr.
Pétur Thomsen á seríur sem
hann nefnir Prelude #1 og Prelude
#2, og eru frá 2014-2020. Hann
hefur tekið myndir í sínu nærum-
hverfi að nóttu til í sterku ljósi og
raðað saman á vegg. „Það er eins og
augnablikið fari smá að líða þegar
maður sér svona samsett verk, nán-
ast eins og í myndasögu,“ bendir
Brynja á.
Við höldum áfram röltinu og
komum að öðru verki eftir Bjarka,
Eftilvill í því sem það, frá 2014. Á
bak við verkið er saga um klaka úr
Vatnajökli sem var kennslugripur á
vísindamessu í Háskólabíói, vegna
Sýningin svolítill leikur með hvað ljósmyndin er
Eðli ljósmyndarinnar er þanið út á frumlegan hátt á sýningunni Afrit í Gerðarsafni í Kópavogi sem er
hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Þar eiga sjö listamenn fjölbreytt verk sem þó falla öll undir sama hatt.
Brynja við
seríurnar
Prelude #1 og
Prelude #2 eftir
Pétur Thomsen.
Myndirnar tók
hann í eigin
garði um nótt.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Claudia Haus-
feld myndaði
klett marg-
sinnis fyrir
verkið Surface
Transfer, 2019.
Næst er hluti af
Bendingu 2017
eftir Þórdísi Jó-
hannesdóttur,
þar sem hún
snýr upp á ljós-
myndina. Fjær
er hluti af seríu
Hallgerðar Hall-
grímsdóttur.
Á neðri hæð Gerðarsafns eru járnverk Gerðar Helgadóttur frá 6. áratugnum.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
þeirra upplýsinga sem gamall ís
hefur að geyma um veðurfar. Þegar
messunni lauk lenti klakinn í hol-
ræsinu en Bjarka tókst að varðveita
hann á tvo vegu, í ljósmyndum og
vídeóverki.
Hallgerður Hallgrímsdóttir á
verk í fimm hlutum, Nokkrar hug-
leiðingar um ljósmyndun – Vol.
II, 2019. Hún leitar í uppruna ljós-
myndunar og hefur lagt á sig að
handmála mynd af blómum í vasa,
eins og gert var þegar einungis var
hægt að taka svarthvítar myndir.
Í verkinu Bending frá 2017 snýr
Þórdís Jóhannesdóttir hins vegar
upp á stórar ljósmyndir á pappír og
álplötu þannig að þær verða að þrí-
víðum hlut. Ein af hennar myndum
er nærmynd af smáatriðum í verki
eftir Gerði Helgadóttur (1928-1975)
sem safnið heitir eftir.
Á neðri hæðinni er svo orðin til
ný grunnsýning með járnverkum
Gerðar frá 6. áratugnum. Salurinn
er jafnframt vinnustofa fyrir lista-
menn sem ætlað er að fá innblástur
frá verkunum. Þórdís Erla Zoëga
hefur þegar tekið þar til starfa. „Ég
ætla að vinna verk í sama anda og
Gerður en á minn hátt, með mínu
tvisti,“ segir hún brosandi.
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29F I M M T U D A G U R 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0