Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 4
1 Enginn tók eftir að tærnar voru tólf Fann ey og Pétur Hjör var komust að því tveimur dögum eftir fæðingu frumburðar síns að hann væri með tólf tær. 2 Beðið fyrir drengjunum í fullri kirkju Þrír drengir sem voru í bíl sem fór fram af bryggj- unni í Hafnarfirði. 3 Ástralía brennur: „Verði fyrsta landið til að verða ó byggi legt“. Íslendingur í Sydney segir eldana vendipunkt. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is VIÐSKIPTI Róbert Wessmann, eig- andi lyfjafyrirtækisins Alvogen, keypti nýlega í gegn um félagið Hrjáf ehf. á fjórða tug nýbyggðra íbúða í Reykjavík og greiddi rúmar 1.800 milljónir króna fyrir. Íbúðirnar eru f lestar í nýlegu hverfi við Ríkisútvarpið í Efstaleiti auk íbúða í miðbænum. Hluti af kaupverðinu þar var greiddur með einni dýrustu íbúð landsins. Fyrirtækið Hrjáf ehf. hefur verið umsvifamikið á fasteignamarkaði undanfarnar vikur. Auðmaðurinn Vilhelm Róbert Wessmann er eig- andi fyrirtækisins í gegn um félag sitt Aztiq fjárfestingar ehf. Í lok nóvember var gengið frá kaupsamn- ingi á sex íbúðum í fasteignum við Frakkastíg 8C og 8D sem og Hverfis- götu 58A. Kaupverðið var 308 millj- ónir króna. Fyrir átti Hrjáf fimmtán íbúðir í sömu húsum við Frakkastíg. Í byrjun desember keypti Hrjáf síðan 31 íbúð í nýbyggingum á svo- kölluðum A-reit á lóð Ríkisútvarps- ins í Efstaleiti. Umræddar íbúðir eru í húsum við Lágaleiti 1-9, Efstaleiti 19-27 og Jaðarleiti 2. Íbúðirnar eru af öllum stærðum og gerðum. Sú minnsta er um 50 fermetrar en sú stærsta 120 fermetrar. Kaupverð íbúðanna sem Hrjáf ehf. keypti er 1.511 milljónir króna. Var það greitt með þeim hætti að 1.050 milljónir króna voru fengnar að láni frá lánastofnun og upp- hæðinni síðan skipt þannig að einu skuldabréfi var þinglýst á hverja íbúð. Athygli vekur að afgangur kaup- verðsins, um 460 milljónir króna, var greiddur með makaskiptum á lúxusíbúð við Vatnsstíg 20-22. Þar hefur Róbert haldið heimili undan- farin ár. Miðað við verðið er líklega um að ræða eina dýrustu íbúð landsins. Þar með eru langf lestar ef ekki allar íbúðirnar á hinum fullbyggða A-reit seldar. Flestar eru í eigu einstaklinga en þó nokkrar hafa Félagsbústaðir í Reykjavík keypt fyrir sína skjólstæðinga. Þá eignað- ist Kennarasamband Íslands eina blokk með tíu íbúðum í Vörðuleiti í nóvember. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur sumum eigendum annarra íbúða á A-reitnum verið sagt að íbúðir Hrjáfs ehf. við Ríkisútvarpið verði leigðar út til starfsmanna Alvogen og þá fyrst og fremst til útlendinga hjá fyrir- tækinu hér á landi. Halldór Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri Alvogen, segir þetta hins vegar ekki vera rétt. „Ég þekki ekki kaup þessa félags og Alvogen mun ekki nýta þessar íbúðir,“ segir Halldór. gar@frettabladid.is, bjornth@frettabladid.is Kaupir 31 íbúð á RÚV-reit og á einnig 21 íbúð við Frakkastíg Félag Róberts Wessmann, eiganda Alvogen, greiddi 1.511 milljóna kaupverð 31 íbúðar á RÚV-reitnum að hluta til með 460 milljóna króna þakíbúð á Vatnsstíg. Félagið keypti nýlega á fjórða tug nýrra íbúða í Reykjavík fyrir ríflega 1.800 milljónir króna. Íbúðir á svokölluðum A-reit á RÚV-lóðinni nær allar seldar. Af 31 íbúð sem Hrjáf ehf. keypti á RÚV-reitnum eru 23 íbúðir í Lágaleiti 1 til 9. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Í myndatexta í blaðinu í gær sagði að Þórunn Sveinbjörnsdóttir hefði verið formaður Landssambands eldri borgara í apríl 2015. Hún var þá formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni en varð síðar formaður landssambandsins. LEIÐRÉTTING STJÓRNSÝSLA Einar Karl Hallvarðs- son ríkislögmaður er kominn í ótímabundið veikindaleyfi. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra í samtali við Frétta- blaðið. Hún segir að annar verði settur í hans stað til þriggja mánaða en vill ekki tjá sig nánar um málið. Mikið hefur mætt á ríkislög- manni undanfarin misseri sem hefur haldið á málsvörn ríkisins í málum sem tengjast skipun dómara í Landsrétt, bæði fyrir íslenskum dómstólum og fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu (MDE) þar sem áfellisdómur féll gegn Íslandi í mars. Landsréttarmálið er nú til með- ferðar hjá efri deild MDE. Ríkislög- maður skilaði greinargerð vegna málsins í nóvember síðastliðnum og þá var mikið gagnamagn afhent dómnum 15. janúar síðastliðinn þegar frestur til að skila gögnum tengdum munnlegum málflutningi rann út. Meðal gagnanna var yfir- lýsing frá Brynjari Níelssyni, þing- manni Sjálfstæðisflokksins, og frá Sigríði Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem hefur óskað eftir svokallaðri þriðja-aðila aðild að málinu. Þá var þess einn- ig getið í erindi frá ríkislögmanni dagsettu 15. janúar að málf lytj- endur í Strassborg þann 5. febrúar næstkomandi yrðu Einar Karl Hall- varðsson ríkislögmaður og breski málf lytjandinn Tim Otty, auk aðstoðar annarra lögmanna. Heimildir Fréttablaðsins herma að ekki hafi verið eining í ríkis- stjórninni um þá ráðstöfun að ráða breska lögmanninn Tim Otty til að f lytja Landsréttarmálið. Frum- kvæðið hafi komið frá dómsmála- ráðuneytinu en efasemdum hafi verið lýst um ákvörðunina bæði af hálfu embættis ríkislögmanns og forsætisráðuneytisins. Í ljósi veikinda Einars Karls liggur fyrir að hann mun ekki koma að mál- flutningnum í Strassborg 5. febrúar næstkomandi eins og til stóð. – aá Ríkislögmaður kominn í ótímabundið veikindaleyfi Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður. isband.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 534 4433 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 TAKMARKA Ð MAGN 5.990.000 kr. LAUGARDAGINN 25. JANÚAR Á MILLI KL. 12-16 AFMÆLISSÝNING Á ALVÖRU JEPPUM MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI Í TILEFNI AF ÞRIGGJA ÁRA AFMÆLI JEEP® OG RAM UMBOÐSINS Á ÍSLANDI BLÁSUM VIÐ TIL GLÆSILEGRAR SÝNINGAR OG BJÓÐUM AFMÆLISTILBOÐ Á JEEP® JEPPUM OG RAM PALLBIFREIÐUM Róbert Wessmann, eigandi Alvogen og Hrjáfs ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNSÝSLA Reykjavíkurborg óskar eftir því við Kópavogsbæ að taka upp þráðinn varðandi vinnu við byggingu sundlaugar í Foss- vogsdal. Í lok árs 2012 var skipaður starfshópur vegna verkefnisins. Skilaði hópurinn skýrslu af sér um mitt ár 2013 þar sem gerð var tillaga um að sundlaugin yrði staðsett í miðjum Fossvogsdal. Í mars 2018 samþykkti borgarráð að gert yrði ráð fyrir sundlauginni í deiliskipulagi Fossvogsdals. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi fyrir hönd borgarinnar bréf á Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, í byrjun árs og óskaði eftir frekari samstarfi við nágrannabæinn um undirbúning verkefnisins. Leggur borgarstjóri til að fulltrúar beggja aðili rýni í fyrir- liggjandi gögn og undirbúi sameig- inlega viljayfirlýsingu um að finna nýrri sundlaug stað. Í kjölfarið verði efnt til samkeppni um útfærslu og hönnun laugarinnar. – bþ Sundlaug í Fossvogsdal aftur á dagskrá 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.