Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 30
Ég er þrjátíu og sex ára gömul Eyjamær sem hefur þó lítið búið í Eyjum,“ segir Sara
Pálsdóttir, forstöðumaður sölu-
deildar innflutnings hjá Eimskip,
sem er alin upp í Bretlandi um
bakgrunn sinn. Að loknu námi í
Verslunarskólanum og BS-prófi
í viðskiptafræði lá leið hennar
aftur til Bretlands. „Þar starfaði ég
hjá Landsbankanum og átti mjög
lærdómsrík ár með frábæru fólki.
Í lok árs 2008 þegar kreppan skall
á hafði ég takmarkaðan áhuga
á að fara aftur til Íslands og fékk
vinnu við markaðsgreiningu á
sölusviði fyrir alþjóðlegt fyrirtæki
sem heitir Reckitt Benckiser. Það
var einnig mjög skemmtilegur
tími og mikilvæg reynsla að vinna
fyrir fyrirtæki sem tengdist ekkert
Íslandi eða markaðinum hérna
heima.“
Sara lauk einnig meistaraprófi í
alþjóðaviðskiptum á þessum tíma.
„Svo lá leiðin aftur heim og ég fór
f ljótlega að vinna fyrir Eimskip,
fyrst í Eyjum við endurskipu-
lagningu afgreiðslu Herjólfs, sem
Eimskip var þá að reka, og síðan í
Reykjavík á sölusviðinu þar sem
ég hef verið síðan. Í dag starfa ég
sem forstöðumaður innflutnings-
deildar þar sem við sinnum bæði
sölu og þjónustu til innflutnings-
viðskiptavina Eimskips og fer
ekki ofan af því að þetta sé ein
skemmtilegast deild fyrirtækisins
með afar fjölbreytt verkefni. Við
erum beintengd við atvinnulífið,
finnum í gegnum viðskiptavini
okkar og innflutningsmynstur
þeirra hvernig púlsinn slær í þjóð-
félaginu og fyrir forvitna mann-
eskju eins og mig verður þetta ekki
mikið betra. Við erum í reglu-
legum og góðum samskiptum við
okkar viðskiptavini og treystum á
gott samstarf þar sem við byggjum
upp okkar siglingakerfi og þjón-
ustukerfi í heild sinni eftir þörfum
þeirra.“
Starfið er erilsamt sem hentar
Söru vel því hún er atorkusöm,
bæði í vinnu og einkalífi. „ Fyrir
utan vinnu er ég einnig mikið á
hlaupum en þá yfirleitt upp fjöll
eða á eftir golfkúlu, á skíðum eða á
einhverju flakki um landið og best
finnst mér ef ég get haft börnin
mín tvö, Breka Pál og Stefaníu með
mér í för.“
Öflugt siglingakerfi með
umhverfisvænni skipum
Aðspurð um áherslur í starf henn-
ar segir Sara að það felist í því að
greina og koma til móts við þarfir
viðskiptavina. „Við þekkjum það
öll að þarfir okkar breytast og
áherslur eru mismunandi í inn-
kaupum og framkvæmdum hverju
sinni. Ákveðin lönd og markaðs-
svæði opnast og þá er það okkar
hlutverk að tengja þau inn í kerfið
á sem hagkvæmastan og örugg-
astan hátt. Pólland og Eystrasalts-
löndin eru sennilega nýlegasta
dæmið. Stór hópur sem saman-
stendur af fólki víðs vegar úr fyrir-
tækinu kemur reglulega saman
til að meta siglingakerfið okkar
og alla tengda þjónustuþætti.
Þetta gerum við til að tryggja að
allar hliðar í þjónustuferlinu séu
ígrundaðar áður en breytingar eru
gerðar.“
Hún segir áherslu lagða á viku-
legar siglingar og brottfarir í lok
vikunnar frá lykilútflutnings-
höfnum í Evrópu sem eru vel
tengdar öðrum samgöngum svo
sem lestum og vöruflutningabif-
reiðum. „Með þessu gefum við
innflytjendum kost á að koma
vörum hvaðanæva að til hafnar
og heim til Íslands til afhendingar
í upphafi nýrrar viku. Við erum
með breiðan flota af stórum og
öflugum skipum sem gera okkur
kleift að halda enn betur áætlun
um leið og við hugum að umhverf-
ismálum í útblæstri, nýtingu gáma
og tækja. Alltaf þarf þetta að spila
saman,“ segir Sara og bætir við að
umhverfismálin hafa alltaf verið
ofarlega á baugi hjá Eimskip en
fyrirtækið var meðal þeirra fyrstu
á Íslandi til að setja sér umhverfis-
stefnu árið 1991.
„Við eigum von á tveimur nýjum
skipum síðar á árinu sem eru í
smíðum í Kína en þau skip verða
þau stærstu sem hafa verið í
þjónustu félagsins. Þau skip eru
m.a. með búnað sem dregur úr
útblæstri köfnunarefnis og brenni-
steins og verða umhverfisvænustu
skip sem sigla til og frá Íslandi ef
miðað er við flutta gámaeiningu.
Annað nýlegt dæmi er kraninn
okkar Straumur sem er að fullu
rafknúinn og skilur því ekki eftir
sig kolefnisspor í rekstri. Hann er
um 100 metrar hár í hæstu stöðu
og getur lyft 70 tonnum og er þar
með einn sá hæsti og sterkasti á
landinu!
Heildarþjónusta alla leið
heim að dyrum
Sara segir Eimskip bjóða alhliða-
þjónustu í f lutningum, svo kallað
„one stop shop“. „Við f lytjum allt
mögulegt, og stundum ómögulegt,
á milli staða, hýsum sendingar,
tollafgreiðum og dreifum innan-
bæjar eða út á land,“ segir hún og
bætir við að það virki í báðar áttir.
„Við sækjum líka og sendum vörur
til útflutnings og komum þeim
út fyrir landsteinana. Fólk vill oft
tengja okkur við gámaflutninga
enda ekki skrítið þegar það fara
yfir 200.000 gámaeiningar um
Sundahöfnina á ári hverju. Það má
þó ekki gleymast að stór hluti af
þeim sendingum sem við önn-
umst í viku hverri er brettavara,
bílar, tæki og smásendingar
pantaðar af netinu. Þetta ýtir enn
frekar undir mikilvægi þess gera
þjónustuna okkar notendavæna
fyrir viðskiptavini með ólíkar
þarfir og þekkingu á f lutningum.“
Hún bendir á að þjónustu-
vefur Eimskips hafi tekið miklum
breytingum undanfarin ár. „Nýja
heimasíðan okkar er annað gott
dæmi þar sem að hægt er að sækja
upplýsingar með einföldum hætti,
fá tilboð og rekja sendingar.“
Fyrir alla alls staðar
Hún segir að Eimskip sé í raun
fyrir alla alls staðar. „Ég gantast
oft með það þegar ég er með
börnunum, ættingjum eða vinum
í verslunum eða á f landri að allar
líkur eru á að Eimskip hafi með
einhverjum hætti komið að því að
koma viðkomandi vöru, bygg-
ingu eða farartæki til landsins.
Við gegnum mikilvægu hlutverki
í samfélaginu og erum meðvituð
um það. Vörumerkið okkar er
mjög sýnilegt um allt land, hvort
sem er í f lutningum eða í gegnum
styrki til samfélagsins og því fylgir
einnig ábyrgð. Maður getur því
ekki annað en fyllst stolti yfir að
vinna hjá slíku félagi.“
Metnaðarfullur vinnustaður
og reynslumikið starfsfólk
Sara bendir á að hjá Eimskipi
starfi góður hópur af mjög
reynslumiklu fólki með víðtæka
þekkingu á mörgum sviðum. „Í
svona stóru og alþjóðlegu fyrir-
tæki er hægt að bjóða starfsfólki
ýmislegt sem minni fyrirtæki
hafa síður tök á að bjóða,“ segir
hún. „Starfsfólk sem það kýs getur
f lust á milli deilda og sviða og
þannig byggt upp mikla þekk-
ingu, reynslu og öflugt tengslanet
sem nýtist vel í þjónustu við
viðskiptavini. Þjónustan okkar
byggir ekki síst á fólkinu sem hér
starfar og því er mikilvægt að hafa
vinnustaðinn eftirsóknarverðan.
Hér var verið að klára jafnlauna-
vottun, búið er að útfæra styttingu
vinnuvikunnar og núna í haust
er stefnt að því að f lytja alla sem
vinna á höfuðstöðvum Eimskips
í Reykjavík undir sama þak sem
mun auðvelda upplýsingaflæði
og ýta undir jákvæðan og góðan
starfsanda.“
Sara er bjartsýn fyrir hönd
Eimskips í framtíðinni. „ Við
munum halda áfram að veita við-
skiptavinum okkar áreiðanlega
og framúrskarandi þjónustu og
búum yfir sveigjanleika og færni
til að þjónusta enn f leiri. Ég hvet
alla þá sem eru enn þá að lesa til
að heyra í okkur til að fá tilboð
eða ráðgjöf um flutninga.“
Eimskip er fyrir alla alls staðar
Eimskip leggur sig fram við að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu, er í fararbroddi
þegar kemur að umhverfismálum og var að klára Jafnlaunavottun.
Sara Pálsdóttir, forstöðumaður söludeildar innflutnings hjá Eimskip, segir Eimskip meðvitað um mikilvægi hlutverks síns í samfélaginu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Eimskip leggur mikið upp úr umhverfismálum og gott tæmi er kraninn Straumur sem er að fullu rafknúinn.
8 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU