Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 46
Alfreð Pálsson, maður Agnesar, hafði verið við-loðandi bransann áður en
þau stofnuðu fyrirtækið saman og
þekkti vörurnar vel. Agnes segist
aftur á móti ekki hafa haft neitt
vit á fæðubótarefnum áður en þau
byrjuðu.
„Þegar ævintýrið hófst vorum
við alveg á núlli. Við áttum engan
pening og urðum að veðsetja
bílinn okkar til að geta átt fyrir
fyrstu pöntun,“ segir Agnes.
Fyrirtækið gekk þó vonum
framan og segir Agnes að veltan
hafi tvöfaldast á árunum 2017-
2018 og eftir það hafi hún aukist
um 25% milli ára. Hún segir að
það megi að einhverju leyti þakka
því að þau settu sér skýr markmið
í upphafi og fóru óhefðbundnar
leiðir í markaðsstarfi.
„Ég ákvað strax að vera mjög
virk á samfélagsmiðlum. Við erum
með fjölbreyttan hóp af fólki í
kringum okkur sem samanstend-
ur af keppnisfólki í íþróttum, fólki
sem vill bæta heilsuna og hefur
náð góðum árangri með notkun
varanna okkar. Við fengum fólkið
til að taka þátt í þessu með okkur
með því að vera hresst, skemmti-
legt og líf leg á samfélagsmiðlum.
Það skilaði sér mjög hratt,“
útskýrir Agnes.
Það leið ekki á löngu þar til
Alfreð þurfti að minnka verulega
sína viðveru í fyrirtækinu vegna
annarra anna og Agnes þurfti því
að sjá að mestu um reksturinn og
verslunina sjálf. „Ég þurfti bara
að standa í báða fætur og treysta
á sjálfa mig. Ég var í raun og veru
eini starfsmaðurinn og ég viður-
kenni að það tók stundum á taug-
arnar, enda er ég líka með stórt
heimili,“ segir Agnes.
„Þegar maður er í einkarekstri
þá er þetta aldrei 9-17 vinna,
maður er alltaf í vinnunni. En mér
finnst ég hafa lært ótrúlega mikið
á þessu. Ég öðlaðist meiri trú á
sjálfri mér, sjálfstraustið hefur
aukist og ég hef fengið eldmóð og
kjark til að standa á því sem ég
vil.“
Leanbody sameinaðist nýlega
versluninni Sportlíf og er f lutt í
Glæsibæinn. En fyrirtækið selur
einnig vörur í stórmarkaði. „Við
veitum faglega og persónulega
þjónustu. Ef fólk kemur til okkar
í búðina og veit hverju það vill ná
fram þá finnum við réttu vöruna.
Það sem við leggjum áherslu á
í fyrirtækinu er að það er sama
hvers konar hreyfingu þú stundar
og hver markmið þín eru – við
erum með vörur sem henta þér.“
Öðlaðist meiri
trú á sjálfri sér
Leanbody selur fjölbreyttar fæðubótarvörur. Agnes
Gestsdóttir stofnaði verslunina árið 2015 með mann-
inum sínum en sér í dag að mestu ein um reksturinn.
Agnes segist hafa lært mikið á að hafa farið út í eigin rekstur.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, segir
nauðsynlegt að horfa til umhverfis-
og félagslegra þátta í fyrirtækja-
rekstri í dag. Fyrirtæki sem láta
sig þessi mál varða eru jafnan
arðbærari auk þess sem viðskipta-
vinir, starfsfólk og samfélagið geri
einfaldlega kröfur um það. Það sé
þó ekki auðvelt því viðfangsefni
samfélagsábyrgðar séu mörg og
krefjandi.
„Eitt af verkefnum okkar hjá
Landsbankanum hefur verið að
vinna að innleiðingu metnaðar-
fullrar stefnu bankans í ábyrgum
fjárfestingum. Það hefur verið
krefjandi á köflum þar sem það
hefur ekki alltaf þótt sjálfsagt að
huga að umhverfis- og samfélags-
málum í tengslum við fjárfestingar.
Vinnan hefur að sama skapi verið
mjög gefandi og það er í raun
ótrúlegt að fylgjast með viðhorfs-
breytingunni sem átt hefur sér
stað á stuttum tíma. Fjárfestar
horfa í síauknum mæli til svokall-
aðra UFS-þátta en UFS stendur
fyrir umhverfislegir og félagslegir
þættir og stjórnarhættir. Það er
einfaldlega góð áhættustýring
að beina sjónum sínum að fleiri
þáttum en einungis þeim fjárhags-
legu þegar fjárfestingaákvarðanir
eru teknar,“ segir Hrefna. Til að
bregðast við kröfum fjárfesta um
óháð mat þriðja aðila á samfélags-
ábyrgð bankans aflaði Lands-
bankinn sér UFS-áhættumats frá
Sustainalytics í nóvember síðast-
liðnum. Umsögnin var mjög góð
og er Landsbankinn í 6. sæti af 376
bönkum sem Sustainalytics hefur
mælt í Evrópu.
Mikilvægt að móta skýra
stefnu til langs tíma
„Skammtímasjónarmið skjóta oft
upp kollinum og það er auðvelt
að láta freistast, en að sama skapi
mikilvægt að marka sér skýra
stefnu til langs tíma. Þá er gott að
njóta aðhalds styrkrar stefnu til að
missa ekki sjónar á langtímamark-
miðunum. Einnig er mikilvægt að
hvert fyrirtæki hugsi um samfélags-
ábyrgð út frá eigin kjarnarekstri því
það er í gegnum kjarnastarfsemina
sem fyrirtæki hefur mestu áhrifin.
Fyrir banka eru þetta lán og fjár-
festingar. Það hefur til dæmis skipt
máli fyrir Landsbankann að byrja
á að setja skýra stefnu í samfélags-
ábyrgð og veita góðar upplýsingar,
meðal annars í ítarlegri samfélags-
skýrslu, áður en við gerum kröfur
til annarra,“ segir Hrefna.
Grænar fjárfestingar
skipta máli til framtíðar
Græn skuldabréf eru einn mögu-
leiki til fjármögnunar á umhverfis-
vænum verkefnum og hefur
áhuginn aukist hér á landi, samfara
stórauknum áhuga erlendis. „Við
hjá Mörkuðum höfum markvisst
byggt upp sérfræðiþekkingu á
þessu málaflokki undanfarin
misseri. Við unnum nýlega með
Lánasjóði sveitarfélaga að vottun
vegna útgáfu grænna skuldabréfa.
Íslenski markaðurinn er að taka
sín fyrstu skref í þessum útgáfum
en við sjáum þróun í Evrópu sem er
mjög áhugaverð og þar sem mikil
litagleði ræður ríkjum. Auk grænna
bréfa er hægt að gefa út rauð bréf,
það er félagsleg skuldabréf sem
gefin eru út til að fjármagna félags-
leg verkefni og blá skuldabréf sem
er beint að verndun sjávar. Svíar
eru fremstir í flokki á Norðurlönd-
unum en í október í fyrra var útgáfa
grænna skuldabréfa í Svíþjóð
sjöunda stærsta á heimsvísu. Ljóst
er að hér liggja mörg tækifæri og
fjármagnsmarkaðurinn er í lykil-
stöðu til að fjármagna umhverfis-
væn verkefni og stuðla þannig að
bættu umhverfi,“ segir Hrefna.
Þarf sífellt að vera vakandi
varðandi jafnréttismál
Í lok árs 2018 var ákveðið að Lands-
bankinn skyldi fylgja heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna um
sjálfbæra þróun. Ákveðið var að
leggja áherslu á þrjú þeirra, þar á
meðal nr. 5, um jafnrétti kynjanna.
„Jafnréttismálin hafa lengi verið í
brennidepli hjá Landsbankanum
og það er engin spurning að það
hefur haft jákvæð áhrif. Það er
stefna bankans að tryggja að hlutur
hvors kyns í framkvæmdastjórn
bankans fari aldrei undir 40%,
að jöfn laun séu greidd fyrir jafn
verðmæt störf og við vinnum með
Jafnréttisvísi Capacent að bættri
vinnustaðamenningu. Það þarf
stöðugt að tala um jafnréttismálin
til að sofna ekki á verðinum.“
Samfélagsábyrgð er lykilþáttur
Fyrirtæki þurfa að samþætta samfélagsábyrgð við kjarnastarfsemi sína til að hafa sem mest
áhrif. Mikilvægt er að hafa langtímasjónarmið að leiðarljósi og móta skýra stefnu.
Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri markaða hjá Landsbank-
anum, segir nauðsynlegt að huga jafnréttismálum í fyrirtækjarekstri.
Samband
stjórnendafélaga
samstaða og styrkur
Samband stjórnendafélaga er heildarsamtök
stjórnenda á öllu landinu.
Að Sambandi stjómendafélaga standa
11 aðildarfélög á öllu landinu.
Hægt er að finna allar upplýsingar
inná heimasíðu STF
www.stf.is
eða hringja í síma 553 5040.
24 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU