Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 8
„Heilt yfir var vöxturinn fínn hjá okkur í fyrra og við sjáum einnig fram á vöxt í ár. Við höfum horft til þess að hafa vöxtinn í ágætu sam- ræmi við hagvöxt,“ nefnir hann. Vöxtur snúist í samdrátt Ingólfur segir að hjá félagsmönnum Samtaka iðnaðarins birtist umrædd þróun með tvennum hætti. „Ann- ars vegar verða fjárfestingar í fram- leiðslugetu, til að mynda í fram- leiðsluiðnaði eða hugverkaiðnaði, minni sem kemur niður á verð- mætasköpun þessara fyrirtækja. Hins vegar sjáum við þetta líka í umsvifum þeirra fyrirtækja sem starfa á sviði fjárfestingar, svo sem í byggingageiranum, þar sem samdráttar gætir nú. Vöxtur Uppgreiðslur á lánum viðskipta- bankanna til fyrirtækja reyndust hærri en nýjar lántökur í síðasta mánuði í fyrsta sinn frá því í mars árið 2014, samkvæmt nýjum tölum úr bókum bankanna sem Seðla- banki Íslands hefur birt. Ný útlán bankakerfisins til fyrirtækja, að frádregnum upp- og umfram- greiðslum, drógust saman um alls 56 prósent á síðasta ári. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, segir að samdráttur í útlánum bankanna birtist í minni fjárfestingu og fækk- un starfa. Vöxtur í atvinnuvegafjár- festingu hafi snúist í samdrátt. Aðspurður um mögulegar skýr- ingar á samdrætti í nýjum útlánum bankanna nefnir Jón Guðni Ómars- son, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs Íslandsbanka, meðal annars minni eftirspurn, sem megi rekja til minni umsvifa í hagkerfinu, og varkárni bankanna í lánveitingum. Bankarnir velji verkefni sín vel. Samkvæmt tölum Seðlabankans voru uppgreiðslur á fyrirtækja- lánum bankanna um 11,8 milljarðar króna umfram ný útlán í desember í fyrra. Til samanburðar námu ný útlán bankanna til fyrirtækja 11,1 milljarði króna, umfram upp- greiðslur, í nóvembermánuði. Sé litið til ársins í heild voru hrein ný fyrirtækjalán úr bankakerfinu sam- anlagt um 92 milljarðar króna borið saman við 209 milljarða króna árið 2018. Athygli vekur að ný fyrirtækjalán bankanna í erlendum gjaldmiðlum nær tvöfölduðust í síðasta mánuði en þau námu þá, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, alls 8,5 milljörðum króna. Að sögn við- mælenda Fréttablaðsins á fjármála- markaði hafa bankarnir ýtt slíkum lánum í meiri mæli að fyrirtækjum að undanförnu og er ástæðan fyrir því einkum þrengri lausafjárstaða þeirra í krónum. Eins og kunnugt er stefnir Arion banki að því að minnka lánasafn sitt til fyrirtækja um tuttugu pró- sent fyrir lok þessa árs en safnið dróst saman um tæplega sjö pró- sent á fyrstu þremur fjórðungum síðasta árs. Á sama tíma var vöxtur í fyrirtækjalánum Íslandsbanka og Landsbankans. Jón Guðni segir útlánavöxt Íslandsbanka hafa verið nokkuð góðan á liðnu ári. Bankinn hafi til að mynda verið með mesta útlána- vöxtinn af bönkunum á þriðja árs- fjórðungi. Seðlabankinn þarf að tryggja að framboð fjármagns til fjárfestinga sé nægt. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins Við höfum horft til þess að hafa vöxt- inn í ágætu samræmi við hagvöxt. Jón Guðni Ómarsson, framkvæmda- stjóri fjármála- sviðs Íslands- banka 56% var samdráttur í hreinum nýjum útlánum viðskipta- bankanna til fyrirtækja á síðasta ári. Café AUSTURSTRÆTI SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI AKUREYRI VESTMANNAEYJUM Komdu í kaff i Uppgreiðslur hærri en nýjar lántökur Í fyrsta sinn frá árinu 2014 reynast uppgreiðslur fyrirtækjalána bankanna hærri en ný útlán. Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir samdrátt í útlánum til fyrirtækja birtast í minni fjárfestingu og fækkun starfa. Gjaldeyrislán til fyrirtækja jukust í desember. Ný útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja, að frádregnum uppgreiðslum, drógust saman um hátt í sextíu prósent á síðasta ári. Reyndust uppgreiðslur fyrirtækjalána hærri en ný útlán í desembermánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK í atvinnuvegafjárfestingum hefur snúist í umtalsverðan samdrátt en íbúðafjárfestingin hefur hins vegar haldist á f loti, enn sem komið er, en merki eru þar um samdrátt á fyrstu byggingarstigum,“ nefnir Ingólfur. Hann segir að bankarnir séu að einhverju leyti að bregðast við breyttu efnahagsumhverfi. Banka- skattur, hertar eiginfjárkröfur og fyrirhuguð hækkun á sérstökum sveif lujöfnunarauka nú í febrúar bæti ekki úr skák. Verkefni hag- stjórnarinnar hafi á rétt um ári snúist úr því að draga úr þenslu yfir í að milda efnahagssamdráttinn og byggja undir fjölgun starfa og aukna verðmætasköpun. „Ef litið er til þáttar ríkisins í hagstjórninni,“ útskýrir Ingólfur, „má segja að viðbrögð þess ættu að vera að auka eftirspurn í hag- kerfinu. Nú er tækifæri fyrir ríkið til þess að lyfta fjárfestingar- og eftirspurnarstigi í hagkerfinu með auknum útgjöldum til innviðaupp- byggingar og létta álögum af fyrir- tækjum. Skuldastaða ríkisins er góð og býður upp á að þessu tæki hag- stjórnarinnar verði beitt með virk- um hætti til þess að vinna á móti niðursveif lunni og undirbyggja í leiðinni hagvöxt litið til lengri tíma. Að okkar mati hefur ekki verið nóg gert í þeim efnum,“ segir hann. Bætir Ingólfur því við að þáttur Seðlabankans hafi falist í því að lækka stýrivexti og beita sér fyrir því að þau lán sem séu í boði séu á betri kjörum til þess að örva fjár- festingu og eftirspurn. „Frekari lækkun stýrivaxta er þörf að okkar mati. Einnig þarf bankinn að tryggja að framboð fjármagns til fjárfestinga sé nægt en stjórntæki bankans á borð við sér- stakan sveif lujafnaðarauka hefur áhrif á útlánagetu bankanna,“ segir Ingólfur. kristinningi@frettabladid.is 40 milljarðar 30 20 10 0 -10 ✿ Ný útlán að frádregnum upp- og umframgreiðslum jan. ‘15 des. ‘19 Sigurður Bollason, fjárfestir og einn af stærstu hluthöfum Skeljungs og Kaldalóns, hefur bæst í hóp stærri hluthafa VÍS eftir að hafa keypt um 1,3 prósenta hlut í tryggingafélag- inu á föstudaginn í síðustu viku. Samkvæmt lista yfir alla hluthafa VÍS í gær, sem Markaðurinn hefur séð, er félagið RES II, sem er í eigu Sigurðar, skráð fyrir 25 milljónum hluta að nafnvirði í fyrirtækinu. Miðað við gengi bréfa í VÍS þann dag sem kaupin fóru fram – um 11,5 – má áætla að RES II hafi greitt nærri 290 milljónir króna fyrir hlutinn. Sigurður var fyrir fáeinum árum einn stærsti hluthafi VÍS en um mitt árið 2017 seldi félagið Grandier, sem var í eigu hans og Don McCarthy, allan átta prósenta hlut sinn. Á meðal annarra nýrra stórra hluthafa á hluthafalista VÍS er Kvika en bankinn á nú 3,77 pró- senta eignarhlut. Ekki liggur fyrir hvaða fjárfestar standa raunveru- lega að baki þeim hlut í gegnum framvirka samninga hjá bankanum. Talsverð velta var með bréf VÍS í síðustu viku, einkum á föstudag þegar hún nam um 1.800 milljón- um, en Lansdowne og sjóðir í stýr- ingu Stefnis seldu megnið af bréfum sínum í VÍS. Þá minnkaði LSR hlut sinn þegar hann seldi á föstudag um 1,8 prósenta hlut og fer sjóðurinn í dag með 7,8 prósenta eignarhlut. Greint var frá því í Markaðnum í gær að félagið Sjávarsýn, sem er í eigu Bjarna Ármannssonar for- stjóra Iceland Seafood, hefði keypt 2,56 prósenta hlut í VÍS um miðja síðustu viku. Miðað við núverandi hlutabréfaverð er hlutur Bjarna metinn á um 600 milljónir. – hae Sigurður Bollason, fjárfestir. MARKAÐURINN 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.