Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 25
Arion banki gerðist síðast-liðið haust aðili að nýjum meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarf- semi. Með reglunum, sem kynntar voru við upphaf allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, er verið að tengja starfsemi banka við mikilvæg alþjóðleg markmið og skuldbindingar á sviði sjálf bærni, eins og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun og Parísarsamkomulagið. Fyrir vikið verða umhverfismál og sjálf bærni tekin enn frekar með í reikninginn þegar kemur að lánveitingum og fjárfestingum bankans. Á undanförnum árum hafa fjár- festar og fjármálafyrirtæki gert sér sífellt betur grein fyrir áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Því er áherslan í auknum mæli að sýna samfélagsábyrgð með því að stuðla að og styðja við fjárfestingar og framkvæmdir í þágu grænna lausna og sjálf bærni. „Fjármálastofnanir líkt og bankar geta haft mikil áhrif á sjálf bærni í heiminum,“ segir Mar- grét Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Markaða hjá Arion banka. „Peningar eru hreyfiafl sem nýta má til góðs og mikilvægt er fyrir okkur, hvort sem við horfum á bankann sem lánveitanda, í þjón- ustu eignastýringar eða í annarri starfsemi, að horfa til þess hvar við getum haft jákvæð áhrif.“ Umhverfismál á oddinum „Arion banki er stoltur af því að vera með fyrstu bönkum heims til að verða aðili að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (e. UN PRB),“ segir Margrét. „Í aðildinni felst að setja heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomu- lagið á oddinn og vinna með mark- vissum hætti að sjálf bærri þróun. Fjármálageirinn hefur á síðustu árum áttað sig betur á mögu- leikum sínum til að hafa áhrif á þróun umhverfis- og samfélags- mála, en fjármálastofnanir eru milliliðir sem miðla fjármagni til þeirra sem meðal annars hyggja á fjárfestingar og uppbyggingu,“ segir Margrét. „Starfsemi fyrirtækja er eins misjöfn og fjöldi þeirra og mögu- leikar þeirra til áhrifa, hvort sem það er í loftlags- eða jafnréttismál- um eða öðrum samfélagsmálum, er eftir því,“ segir Margrét. „Það er eðli starfsemi banka að þeir hafa mest áhrif í gegnum lánveitingar og fjárfestingar fyrir hönd við- skiptavina. Við höfum nýverið sett okkur metnaðarfulla umhverfis- og loftlagsstefnu sem meðal ann- ars felur í sér að við ætlum að meta lánasafns bankans út frá grænum viðmiðum og setja okkur mark- mið í þeim efnum.“ Margrét segir að næstu ár verði loftslags- og umhverfismál sett á oddinn hjá Arion banka. „Ekki síst þegar kemur að því að móta markmið lánveitinga til einstakra atvinnugreina. Jafnframt verða okkar helstu birgjar spurðir út í umhverfis- og loftslagsáhrif sem hljótast af þeirra starfsemi því við viljum að þeir meti og horfi til þeirra áhrifa sem í starfsemi þeirra felst. Okkar markmið er einfaldlega að hvetja okkar sam- starfsaðila til frekari umhugsunar um umhverfis- og loftlagsmál.“ Markmið bankans er að draga úr losun kolefnis og annarra gróður- húsalofttegunda sem hlýst af starf- semi bankans sjálfs um a.m.k. 40% fyrir árið 2030 og kolefnisjafna alla þá losun. „Það er mikilvægt að við séum sjálf til fyrirmyndar í okkar starfsemi og við höfum gert heilmargt í umhverfismálunum í okkar rekstri en ætlum að gera enn betur. Þannig verða t.d. ekki keyptir inn bensín- og dísilbílar frá og með árinu 2023 en við höfum nú þegar rafvætt hluta af okkar bílaflota,“ segir Margrét. Fjárfestar sífellt ábyrgari Samhliða vitundarvakningu undanfarin ár um samfélags- ábyrgð fyrirtækja hafa málefni ábyrgra fjárfestinga rutt sér til rúms. Margrét segir að fjárfestar hafi aukið kröfur um upplýsinga- gjöf til að geta tekið upplýstari fjárfestingaákvarðanir. „Aukin og betri upplýsingagjöf um ófjárhags- lega þætti fyrirtækja nýtist í mati fjárfesta á þremur grunnþáttum sjálf bærni; umhverfisþátta, félags- þátta og stjórnarhátta, en þetta er mikilvægur hluti af heildarmati fjárfestingarákvörðunar,“ segir hún. Hugmyndafræði ábyrgra fjárfestinga í verki „Eignastýring fagfjárfesta hjá Arion banka innleiddi í starfshætti sína verklag þar sem unnið er út frá hugmyndafræði ábyrgra fjárfest- inga. Með því er horft til ófjárhags- legra upplýsinga til viðbótar við fjárhagslega þætti við greiningu og eftirfylgni fjárfestinga, sem og við uppbyggingu eignasafna,“ segir Rut Kristjánsdóttir, sérfræðingur í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka. „Hluti af verklaginu er úttekt á ófjárhagslegum upp- lýsingum skráðra félaga hér á landi, en síðastliðin tvö ár hefur eignastýringin unnið markvisst að því að hvetja skráðu íslensku félögin til að bæta ófjárhagslega upplýsingagjöf. Upplýsingarnar metum við út frá leiðbeiningum Nasdaq, en einn mikilvægasti hluti vinnunnar er samtalið og samskipti við fulltrúa fyrirtækjanna þar sem niður- stöður eru ræddar og farið er yfir hvað er vel gert og hvað mætti betur fara,“ segir Rut. „Markmiðið er ekki að flokka félögin frá þeim verstu til bestu, heldur höfum við viljað eiga jákvætt og uppbyggilegt samtal um málefni samfélags- ábyrgðar hjá félögunum, ekki síst til þess að auka gæði ófjárhags- legra upplýsinga. Það er gaman að segja frá því að á milli ára sjáum við miklar framfarir í þessari upplýsingagjöf. Einnig er ánægjulegt að heyra frá mörgum fyrirtækjunum að beðið hafi verið eftir símtalinu frá okkur í ár, sem bendir til að þau séu stolt af þeirri vinnu sem unnin hefur verið frá síðasta samtali,“ segir Rut. „Okkar mat er að þessi samtöl hafi haft áhrif og fengið mörg af félögunum sem voru ekki að huga að ófjárhagslegum þáttum til að gera það.“ Allir græða þegar fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð „Vinnulagið er í samræmi við meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (e. UN PRI), sem við skuldbundum okkur til að vinna eftir,“ segir Rut. „En það er eitt fyrir fyrirtæki að birta allar upplýsingar í þeim einfalda tilgangi að haka í box varðandi ófjárhagslega upplýsingagjöf og annað að sjá vinnuna hjá þeim sem sjá tækifæri í því að segja frá starf- semi sinni á þessum vettvangi. Það þykir okkur áhugaverðast.“ „Við teljum að þegar fyrirtæki sýna samfélagsábyrgð í verki eigi það að vera fyrirtækjunum, fjárfestum og samfélaginu öllu til hagsbóta og fögnum því teknum skrefum í þá átt og væntum frekari framþróunar,“ bætir Margrét við að lokum. Fjármálageirinn hefur á síðustu árum áttað sig betur á möguleikum sínum til að hafa áhrif á þróun umhverfis- og samfélags- mála. Margrét Sveinsdóttir Hreyfiafl til góðra verka Arion banki er aðili að nýjum reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi sem styður við alþjóðleg sjálfbærnimarkmið. Fjármálastofnanir sýna sífellt meiri samfélagsábyrgð. Margrét Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Arion banka, og Rut Kristjánsdóttir, sérfræðingur í eignastýringu fagfjárfesta hjá Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KONUR Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.