Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 55
Í starfi mínu fæ ég á hverjum degi innsýn í það hversu mikla þýðingu það hefur að vera rétt tryggður. Það er alltaf mjög ánægjulegt að sjá frá fyrstu hendi hvernig tryggingar geta skipt sköpum fyrir viðskipta- vini okkar þegar þarf á að halda. Það hefur margt breyst á árunum frá því ég hóf störf hjá TM, bæði í sjálfum tryggingageiranum og hjá félaginu sjálfu,“ segir Björk sem var áður forstöðumaður persónutjóna hjá TM. Hún segir áherslubreytingu hafa orðið í vátryggingarekstri allra félaga á markaðnum þar sem krafa er um að samsetta hlutfallið fari undir 100 prósent. „Í almennri starfsemi TM hefur margt breyst og þar hefur hröð tækniframþróun verið í forgrunni. Einnig hefur vinnuumhverfi og menning þróast í takt við breyttan tíðaranda sem og kröfur í sam­ félaginu,“ upplýsir Björk. TM leggi ríka áherslu á kynjajafnrétti. „Jafnréttismál eru meðal forgangsatriða í þróun og fram­ tíðarsýn félagsins og var TM til að mynda með fyrstu fyrirtækjum til að hljóta viðurkenningu Jafnrétt­ isvísis Capacent í árslok 2017. Það verkefni hefur haft mikil og góð áhrif, meðal annars á aðferðafræði við ráðningar og framgang fólks innan félagsins. Í dag starfar mjög fjölbreyttur hópur kvenna og karla hjá félaginu og við leggjum áherslu á að skapa gott vinnuumhverfi og tækifæri fyrir starfsfólk til að þróast í starfi,“ upplýsir Björk. Hún segir vátryggingafélög gegna mikilvægu hlutverki í sam­ félaginu. „Ég hef allan þennan tíma hjá TM starfað í tjónaþjónustunni og verið í mikilli nálægð við við­ skiptavini félagsins. Í starfi mínu fæ ég á hverjum degi innsýn í það hversu mikla þýðingu það hefur að vera rétt tryggður. Það er alltaf mjög ánægjulegt að sjá frá fyrstu hendi hvernig tryggingar geta skipt sköpum fyrir viðskiptavini okkar þegar á þarf að halda,“ segir Björk. TM og stafrænar lausnir Á undanförnum árum hefur TM skapað sér sérstöðu á sviði staf­ rænna lausna. „Framúrskarandi þjónusta hefur alla tíð verið samofin vinnustaðn­ um TM og undanfarin ár höfum við haft að markmiði að vera í forystu þegar kemur að stafrænum lausnum. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að taka þátt í þeirri þróunarvinnu og vegferð. Við leggjum okkur fram um að vera til taks þegar á reynir og leitumst á sama tíma við að vera framsækin í allri þjónustu. Með nýjum, staf­ rænum áherslum náum við til við­ skiptavina okkar á nútímalegan hátt og það hefur gefið mjög góða raun,“ upplýsir Björk. Sala á tryggingum og tjóna­ afgreiðsla hefur tekið miklum breytingum með stafrænum lausnum. „Segja má að TM sé í ákveðinni stafrænni vegferð þar sem við erum bæði að koma til móts við viðskiptavini okkar og auðvelda öðrum að koma í viðskipti við félagið. Nú er mögulegt að kaupa tryggingar TM á netinu með Vádísi, stafrænum ráðgjafa félags­ ins, hvar og hvenær sem er; já, þess vegna á meðan setið er heima í stofu uppi í sófa,“ segir Björk og allt ferlið er rafrænt. „Með TM­appinu er nú hægt að hafa handhægt yfirlit yfir trygg­ ingarnar, hvað þær innifela og kosta. Einnig er hægt að tilkynna öll algengustu tjón sem verða á heimilismunum og fá bætur greiddar nánast samstundis þar sem ferlið er sjálfvirkt,“ útskýrir Björk. „Sú stafræna stefna sem TM hefur sett sér opnar á ýmsa möguleika í tengslum við sölu og þjónustu á tryggingum og gefur okkur tækifæri til að ná til f leiri aðila, eins og nýlegt samstarf við Toyota sýnir.“ Toyota tryggingar Nú í upphafi ársins 2020 kynnti Toyota á Íslandi nýja þjónustu í samstarfi við TM: Toyota­ og Lexus ökutækjatryggingar. „Toyota­ og Lexustryggingar eru hefðbundnar ökutækjatryggingar, vátryggðar af TM, og bjóðast jafnt með nýjum og notuðum Toyota­ og Lexus bílum hjá viðurkenndum söluaðilum,“ upplýsir Björk. „Við vorum virkilega ánægð þegar Toyota leitaði eftir þessu samstarfi við TM. Samstarf trygg­ ingafélags og bílaumboðs af þessu tagi er algjörlega nýtt hér á landi. Við erum því virkilega stolt af þessu verkefni sem fer vel af stað.“ Framtíð TM Framtíð TM sem tryggingafélags snýr að því að halda áfram að þróa stafrænar lausnir fyrir viðskipta­ vini og veita áfram bestu þjónustu sem völ er á. „Framtíðin í tryggingarekstr­ inum er þó að mörgu leyti óráðin í ljósi aukinnar sjálfvirknivæðingar og tæknibreytinga. TM gekk frá kaupum á Lykli í lok síðasta árs, eins og kunnugt er. Með kaupum á Lykli er TM að skapa tækifæri til að marka sér sérstöðu á fjármögn­ unarmarkaðnum en auk þess má segja að verið sé að koma nýrri stoð undir reksturinn. Það eru fjölmörg spennandi verkefni fram undan tengd þessu,“ segir Björk. TM er í Síðumúla 24. Sími 515 2000. Sjá nánar á tm.is. Sérstaða í framsækinni þjónustu Björk Viðarsdóttir hefur unnið á tryggingamarkaði í hátt í tólf ár. Hún hóf störf sem lögfræðingur hjá TM árið 2008 og tók við stöðu framkvæmdastjóra tjónaþjónustu í september 2016. Björk Viðarsdóttir er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu TM. Hún segir TM hafa skapað sér sérstöðu á sviði stafrænna lausna á íslenskum tryggingamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KYNNINGARBLAÐ 33 F I M MT U DAG U R 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KONUR Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.