Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 26
Ég hef lagt mig
fram við að afla
mér þekkingu og mennt-
unar til að sinna því en
jafnframt reynt að
stunda áhugamálin vel
samhliða vinnu. Hesta-
mennskan hefur samt
alltaf trónað á toppnum.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir hefur verið framkvæmda-stjóri hjá Náttúruhamfara-
tryggingu Íslands frá árinu 2010
og tók við sem formaður Félags
kvenna í atvinnulífinu síðasta vor.
Hulda segir þörf á FKA því það sé
þörf á breytingum í samfélaginu.
„Breytingar eru alltaf sársauka-
fullar, því þær fela yfirleitt í sér að
völd eða gæði færast frá einum til
annars,“ segir Hulda Ragnheiður.
„Það þarf mikinn og stóran hóp til
að standast þá áraun að fara fyrir
breytingum.
Við höfum verið að vinna í
stefnumótun frá því að ég tók
við formennskunni og stefnan
er sótt í grasrótina,“ segir Hulda
Ragnheiður. „Við viljum heyra frá
félagskonum af hverju þær eru
í FKA, hvers þær vænta af félag-
inu og hvernig FKA getur áorkað
meiru sem hópur en félagskonur
geta hver í sínu lagi.
Það er líka mikilvægt þegar
kemur að svona stórum og fjöl-
breyttum hópi kvenna í atvinnu-
lífinu, allt frá einyrkjum í sjálf-
stæðum rekstri til yfirmanna
stórfyrirtækja eða ríkisstofnana,
að við áttum okkur á hver eru
mikilvægustu málin sem þessi
hópur hefur hagsmuni af að vinna
að saman,“ segir Hulda Ragn-
heiður.
„Við þurfum að gæta þess að allir
sjái ávinning af þátttökunni og
félagskonur upplifi sig eiga erindi
í starfi FKA og að FKA tali máli
þeirra,“ segir Hulda Ragnheiður.
„Það eina sem þarf er að vera
félagskona í FKA til að taka þátt
og það er eftirsóknarvert að taka
þátt í starfi FKA. FKA eru hvorki
pólitísk samtök né stéttarfélag,
heldur félag kvenna í atvinnulífinu
þar sem við virkjum samtaka-
máttinn til góðra verka. Þegar
við stígum allar fram til þátttöku
eflumst við mest.“
Vilja auka sýnileika
„Við byrjuðum starfsárið á stórum
stefnumótunarfundi þar sem
við sóttum upplýsingar til gras-
rótarinnar í félaginu,“ segir Hulda.
„Stærsti ávöxturinn af því er Sýni-
leikadagur sem verður haldinn 28.
mars. Þar fá konur fræðslu og þjálf-
un sem snýr að ótal tækifærum til
að auka sýnileika sinn í atvinnulíf-
inu á markaðstorgi tækifæranna.
Þar verða áhugaverðir fyrirlestrar
um þetta og síðan vinnustofur þar
sem konur spá í ferilskrár, læra á
LinkedIn, læra að nota Facebook
sem markaðstæki, fræðast um
greinaskrif og fjölmiðlaframkomu
og margt f leira.
Við erum líka með risastórt
verkefni í samstarfi við fjölmiðla
og fengum hæfa sérfræðinga til
að leiða hóp stjórnenda úr hópi
kvenna í atvinnulífinu í gegnum
heilsdags fjölmiðaþjálfun. Þær
munu svo miðla þessari reynslu til
annarra félagskvenna á Sýnileika-
daginn,“ segir Hulda.
„Þarna erum við að þjálfa 10-12
sérfræðinga sem munu gefa af sér
til félagskvenna. Umsækjendur
voru tífalt f leiri en pláss er fyrir
og vonandi getum við boðið upp á
sérstaka þjálfun fyrir alla áhuga-
sama síðar.“
Getum allar náð langt
„Ég er sannfærð um að ein besta
leiðin til að efla konur í atvinnu-
lífinu sé að vekja athygli á f lottum
fyrirmyndum og brautryðjendum,
til að efla trú kvenna á að tæki-
færin eru fyrir okkur allar,“ segir
Hulda Ragnheiður. „Viðurkenn-
ingarhátíðin er til þess fallin að
vekja athygli á venjulegum konum
sem hafa náð langt, eins og við
getum allar gert ef við höfum trú
á því.
Hlutverk mitt sem formaður í
þessu frábæra félagi er að skapa
aðstæður svo að allar kon-
urnar í félaginu geti blómstrað. Við
þurfum að kveikja trúna á að þær
geti gert nauðsynlegar breytingar
og láta þær finna að þær séu hluti
af og tilheyri öflugum hópi,“ segir
Hulda Ragnheiður.
„Ég sem formaður á ekki alltaf
að vera í sviðsljósinu, ég er bara
ljósameistarinn sem geri mitt
besta til að varpa ljósinu á góðar
fyrirmyndir og ekki síður á góðar
hugmyndir félagskvenna og lýsa
upp þau horn þar sem breytingar
þurfa að eiga sér stað.“
Ég er bara
ljósameistari
Formaður FKA segir hlutverk sitt vera
að varpa ljósi á góðar fyrirmyndir og
veita félagskonum stuðning svo þær
nái markmiðum sem skipta þær máli.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður FKA, segir að hlutverk hennar sé
að skapa aðstæður svo félagskonur geti blómstrað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ég er 54 ára Reykjavíkurmær með mikla ástríðu fyrir dýrum og velferð þeirra,“ segir
Elva. Áhugasvið hennar er afar
fjölbreytt og hefur leitt hana víða.
„Ég ætlaði upphaflega að verða
fatahönnuður og svo kom áhugi
á arkitektúr aðeins inn. En þegar
tölvurnar mættu á svæðið, var ég
alveg hugfangin og hellti mér út í
grafíska hönnun, margmiðlun og
þrívíddarlærdóm þar sem sköp-
unargleðin fékk að njóta sín.“
Hugmyndaflug og hestar
Elva segir mikinn hraða hafa ein-
kennt störf sín við vefmál síðustu
ár. „Ég endaði svo á að mastera
heimasíðugerð og allt sem því
tengist og vann við það í nokkur
ár. Um þessar mundir er ég að
endurmennta mig til að aðlagast
þeim breytingum og straumum
sem fram undan eru í hinum
stafræna heimi. Ég hef lagt mig
fram við að afla mér þekkingar
og menntunar til að sinna því en
jafnframt reynt að stunda áhuga-
málin vel samhliða vinnu. Hesta-
mennskan hefur samt alltaf trónað
á toppnum.“
Elva Dís ber mikla umhyggju
fyrir búfé, líðan þeirra og velferð.
Þessi umhyggja ól af sér sprota-
og þjónustufyrirtækið HeyNet,
sem hannar og selur lausnir fyrir
þennan sértæka markhóp með
það að markmiði að bæta líf dýra
og eigenda þeirra. „Árið 2015 fór
ég að hanna heynet fyrir mig þar
sem mér fannst þessi vara kosta
of mikið úr búð hérlendis og það
sem var í boði of einhæft og ekki
nægilega vandað. Út frá því fór ég
að hanna fleiri lausnir og bjóða
til sölu fyrir vini og vandamenn.
Snemma árs 2016 opnaði ég síðu
á Facebook og svo heimasíðu þar
sem fólk gat verið í beinu sam-
bandi við mig og komið með
sínar óskir sem ég leysti úr. Smám
saman urðu vöruflokkar fleiri og
er HeyNet ört stækkandi fyrir-
tæki,“ segir Elva.
Elva horfir björtum augum til
framtíðar og á sér skýrt markmið.
„Á næstu tveimur árum stefni ég á
að vera orðin fullvaxta með fyrir-
tækið, komin með fleiri spenn-
andi vörur sem eru sérstakar og
öðruvísi en fólk hefur getað fengið
hérlendis hingað til. Ótrúlega
spennandi tímar fram undan.“
Fjölhæfur frumkvöðull
Elva er mikill hestaunnandi og rekur eigið fyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Elva Dís Adolfs-
dóttir ákvað um
miðbik síðasta
árs að hætta í
þáverandi starfi
sínu og einblína
á eigin rekstur,
HeyNet, þar sem
hún selur vörur
fyrir dýr og eig-
endur þeirra.
storkurinn.is
storkurinn@storkurinn.is
• Prjón •
• Hekl •
• Útsaumur •
Fyrir
byrjendur,
vana og
þaulvana
NÁMSKEIÐ
STORKSINS
Vilt þú vera partur af hreyfiafli
kvenna í íslensku atvinnulífi?
Skráning á WWW.FKA.IS
4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU