Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 74
BÍLAR Nýr Toyota Yaris kemur á markað á þessu ári og í kjöl-farið mun koma svokölluð GR-útgáfa. GR Yaris er hannaður í sameiningu af Toyota Gazoo Racing og Tommi Makinen Racing. Meðal þess sem er sérstakt fyrir þennan bíl er sérhönnuð 1,6 lítra, þriggja strokka vél með forþjöppu sem skilar 261 hestaf li. Bíllinn verður snöggur í hundraðið eða 5,5 sek- úndur og verður hámarkshraði tak- markaður við 230 km á klst. Einnig er hann á sérhannaðri grind með tveggja dyra byggingarlagi ásamt sérhannaðri fjörðun. Gírkassinn er beinskiptur sex gíra kassi og hann verður að sjálfsögðu búinn fjór- hjóladrifi. Að sögn Yumi Otsuka, framkvæmdarstjóra Gazoo Racing, tekur Makinen Racing mikinn þátt í þróunarferlinu. „Þeir hafa sérstak- lega tekið þátt í hönnun fjórhjóla- drifsins og hjálpað okkur að ákveða hvernig við dreifum þyngdinni,“ sagði Otsuka. „Einnig var sérfræði- þekking þeirra hvernig við léttum og styrkjum grind og yfirbygg- ingu bílsins mjög mikilvæg,“ sagði Otsuka í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins. GR Yaris mun ekki nota neitt af þeirri yfirbyggingu sem hefðbundinn Yaris notar, svo frábrugðinn er hann. Toyota GR Yaris er í raun og veru fyrsta tilraun framleiðand- ans í mörg ár til að búa til rallbíl sem höfðar til nýrrar kynslóðar. Sumir muna eftir bílum eins og Celica GT-Four sem kepptu við Subaru Impreza og Mitsubishi Lancer Evolution. Framleiðendur höfðu ekki undan að framleiða götuútgáfur sem byggðu á þessum keppnisbílum. „Það er gaman að sjá hvernig Toyota ætlar að viðhalda mótorsporthefðinni eins og með þessum bíl,“ sagði Páll Þorsteins- son, upplýsingafulltrúi Toyota, sem staddur var í Amsterdam. „Því miður er ekki stór markaður fyrir bíl eins og þennan á Íslandi en hægt verður að sérpanta hann óski þess einhver,“ sagði Páll. Sérhanna þurfti undirvagn og yfirbyggingu Yaris sem keppnisbíls og þess vegna þótti sjálfsagt að koma með fram- leiðsluútgáfu byggða á því. Þótt Toyota hafi ekkert gefið uppi um verð GR Yaris er líklegt að þessi bíll bjóði upp á „ódýr hestöf l“ eins og GTI-bílar níunda áratugarins gerðu. Von er á bílnum í sölu í Evrópu í lok þessa árs. Grimmur Toyota GR Yaris verður 261 hestafl Toyota-merkið fer mik-inn um þessar mundir og bauð bílablaða-mönnum á sérstaka ráðstefnu í Amsterdam í síðustu viku til að kynna hvað væri á döfinni hjá þeim á árinu. Ráðstefnan kallast Kenshiki Forum en það er japanska fyrir inn- sæi eða að auka skilning. Óhætt er að segja að skilningur blaðamanna hafi verið mun meiri eftir að hafa eytt degi á ráðstefnunni en þar var marg nýtt og spennandi upp- lýst. Má þar nefna framleiðslugerð Mirai-vetnisbílsins sem var frum- sýndur þarna, en einnig var RAV4 í tengiltvinn útgáfu Evrópufrum- sýndur. Frá Lexus mátti sjá hinn nýja LF-30 framtíðarbíl auk UX 300e sem er fyrsti 100% raf bíll Lexus- merkisins. Loks lék Gazoo Racing stórt hlutverk líka en þeir frum- sýndu nýjan GR Yaris og tveggja lítra Supra fyrir Evrópumarkað. Síðast en ekki síst frumkynnti Toyota nýtt merki, Kinto, sem stendur fyrir ferðalausnir hvaða nafni sem þær kunna að nefnast, allt frá hlaupa- hjólum upp í heildarlausnum fyrir stórfyrirtæki eða borgir. Toyota með nýja gerð Supra fyrir Evrópumarkað Meðal þess sem að Toyota kynnti á Kenshiki-ráðstefnunni í Amst- erdam var ný útgáfa Supra-sport- bílsins með tveggja lítra vél. Vélin kemur frá BMW Z4 og er fjögurra strokka með forþjöppu og skilar 258 hestöflum. Upptak þessa bíls er 5,2 sekúndur í hundraðið eða aðeins 0,8 sekúndum minna en í þriggja lítra bílnum, en þessi uppsetning skilar sér í bíl sem er 100 kg léttari. Togið er 400 newtonmetrar og við vélina er átta þrepa ZF sjálfskipting. Það vekur athygli að mengunargildi vélarinnar er aðeins 156 g/km af CO2 sem þýðir að bíllinn ætti ekki að kosta of mikið hérlendis komi til innflutnings á honum. Toyota sýndi bílinn í svokallaðri Fuji Speedway útgáfu sem er hvít með rauðum Margar spennandi nýjungar kynntar í Amsterdam Toyota- og Lexus-merkin sækja í sig veðrið á Evrópumarkaði og héldu á dögunum Kenshiki-upplýsingaráðstefnuna í Hollandi en Kenshiki þýðir að auka skilning á japönsku. Meðal nýjunga voru spennandi rafbílar, vetnisbílar og sportbílar frá Gazoo Racing. Fyrsti rafmagnsbíll Lexus er UX jepplingur sem verður með 201 hestaf la rafmótor og 300 km drægi. Lexus UX 300e verður fyrst um sinn seldur í Kína en er væntan- legur á Evrópumarkað snemma á næsta ári. Bíllinn er búinn 54,3 kWh rafhlöðu og rafmótor bílsins knýr framhjólin. Sá skilar 201 hestafli og 300 newtonmetra togi sem gefur honum viðbragðstíma uppá 7,5 sekúndur í hundraðið en hámarkshraðinn er aðeins 160 km á klst. Undirvagninn er breytt útgáfa TNGA GA-C undirvagnsins sem er einnig undir tvinnútgáfu UX og nýjum C-HR. Innréttingin er sú sama og í UX tvinnbílnum en lagt hefur verið meira í hljóðeinangrun í þessum bíl. Farangursrýmið er reyndar aðeins stærra og rúmar 367 lítra. Að utan er bíllinn meira að segja lítið breyttur, með breyttum áherslum á grilli og framstuðara. Lexus sýnir UX 300e rafjeppann Rafútgáfu UX jepplingsins vakti athygli á Kenshiki ráðstefnunni. Yumi Otsuka er framkvæmdarstjóri Gazoo Racing sem ásamt Makinen Racing kemur mjög mikið að hönnun þessa verklega bíls. Meðal þess sem frumsýnt var í Amsterdam var ný kynslóð Mirai-vetnisbílsins. Upptak Toyota Supra með tveggja lítra vélinni er 5,2 sekúndur enda bíllinn 100 kg léttari en þriggja lítra útgáfan sem er aðeins 0,8 sekúndum fljótari. Carloz Sainz sem keppir á Mini vann hið erfiða Dakarrall eftir 13 daga erfiða keppni. Hann kom í mark sex mínútum og 21 sekúndu f ljótari en Nasser al- Attiyah á Toyota sem vann keppn- ina í fyrra. Sainz er 57 ára gamall Spánverji og hefur tvisvar unnið keppnina áður árið 2010 og 2018. Fyrrver- andi heimsmeistari í Formúlu 1, Fernando Alonso, náði þrettánda sæti í sinni fyrstu tilraun við Dak- arrallið, en hann lenti í tveimur óhöppum í keppninni. Sá sem varð þriðji var enginn annar en Stephan Peterhansel en hann hefur unnið Dakarrallið alls 13 sinnum á bílum og mótorhjólum. Sá sem vann keppnina í mótor- hjólaf lokki var Ricky Brabec og er hann fyrsti Ameríkaninn til að vinna keppnina. Hann keppir á Honda sem hafði ekki unnið Dakar- rall í 31 ár. Með sigrinum stöðvaði hann 18 ára sigurgöngu KTM í Dakarrallinu sem hefur unnið óslit- ið síðan 2001. Í trukkaf lokki var það Andrey Karginov sem vann á Kamaz 42 mínútum á undan næstu keppendum. Mini vann Dakarrallið Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Carloz Sainz hefur tvisvar sinnum unnið Dakarrallið áður. speglum og svörtum felgum. Sala á bílnum mun hefjast í mars í Evrópu. RAV4 í tengiltvinnútgáfu Toyota RAV4 er nú á sinni fimmtu kynslóð en segja má að með þessum bíl hafi jepplingshugtakið verið fundið upp. Nýr RAV4 var vinsæl- asti bíll ársins í fyrra á Íslandi og það sem kaupendum hérlendis gæti þótt spennandi er tengiltvinnú- tgáfa hans sem kemur til landsins á árinu. „Þar erum við að tala um einn öflugasta bíl sem Toyota býður upp á en hann er rúm 300 hestöfl,“ sagði Páll Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi Toyota. „Bíllinn er aðeins 6,2 sekúndur í hundraðið en hann verður kynntur hérlendis seinna á árinu,“ sagði Páll enn fremur. Mun bíllinn nota sömu 2,5 lítra vél og í tvinnbílnum en fá stærri rafhlöðu svo hann kemst 61 km á rafmagninu einu saman. 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.