Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 48
Freyja Leópoldsdóttir hóf störf sem sölu- og markaðsstjóri S4S í byrjun desember en hún vann áður sem markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju í tæp átta ár. „Þetta hefur verið talsverð breyt- ing, en mjög spennandi. Ég hef verið að kynnast nýjum vörum, vörumerkjum og svo auðvitað fyrirtækinu sjálfu,“ segir Freyja, en S4S samanstendur af verslunum Ellingsen, Steinars Waage, Air, Ecco, Skechers, Kaupfélagsins, Kox, Toppskósins og Toppmarkaðs og þremur vefverslunum, skor. is, ellingsen.is og air.is. „Þetta eru að sjálfsögðu öðruvísi vörur sem ég er að vinna með núna en áður, en Ellingsen býður reyndar upp á ferðatæki sem hafa lengi verið áhugamál mitt,“ segir Freyja sem stundaði Motocross í nokkur ár. Fermingargjöfin í ár Ellingsen mun opna rafhjólasetur í febrúar. „Við erum byrjuð að flytja inn og selja rafhjól og rafhlaupa- hjól og ætlum okkur að verða fremst á þessu sviði á Íslandi. Um áramótin féll líka niður virðis- aukaskattur af rafhjólum sem kosta undir 400 þúsund og eru verðin því mjög hagstæð “ segir Freyja og bætir við að rafknúnu fararskjótarnir verði fermingar- gjöfin í ár. „Við munum beita okkur fyrir alhliða þjónustu, ábyrgð og frábæru úrvali, allt frá fjallahjólum og yfir í hlaupahjólin. Vonandi getur reynsla mín af raf- bílum nýst þar,“ segir Freyja. Fjölskylduvænn farkostur Helstu hjólin hjá Ellingsen um þessar mundir eru rafhlaupahjólin frá Zero og rafhjólin frá Mate X. En fyrir hvern eru hjólin? „Raf- magnshlaupahjólin henta þeim vel sem þurfa að skottast styttri vegalengdir. Það er hægt að pakka þeim í skottið á bílnum og grípa þau með í strætó. Við höfum verið aðeins óheppin með veður nýlega, en við erum líka með hjól á stærri dekkjum sem henta betur í slæmri færð,“ segir Freyja sem aðspurð segir að fólk geti vel látið negla í dekkin til að nýta hjólin lengur. Fór úr bílum í skó, fatnað og rafhjól Freyja Leópoldsdóttir, sölu- og markaðsstjóri S4S, hefur fjölbreyttan bakgrunn en tekur nú þátt í opnun á rafhjólasetri Ellingsen. Hún segir rafhjól þeirra henta nánast hverjum sem er. Freyja segist spennt fyrir fjölskylduhjól- inu frá Tern sem sé hugsað sem farartæki fyrir heimilið sem aðlaga megi að hverri fjöl- skyldu.FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég myndi svo segja að rafhjólin henti nánast öllum og en þau eru umhverfisvænn kostur. Þau henta vel fyrir styttri og lengri vega- lengdir. Við fáum fljótlega til okkar rafhjól frá Tern sem hentar fyrir alla fjölskylduna og er hugsað sem farartæki fyrir heimili og sendla- tæki fyrir fyrirtæki. Á það er hægt að festa barnastóla, farangurs- grindur og eftirvagna eftir því sem hentar hverjum og einum,“ segir Freyja. Próf í MBA og mótorhjólum Freyja hefur í nógu að snúast utan vinnu en hún stundar MBA-nám við Háskólann í Reykjavík sem hún mun klára í vor og í frítíma sínum nýtir hún tímann með fjöl- skyldunni, en Freyja á þrjú börn, 6 ára, 3 ára og 1,5 ára. „Frítíminn er reyndar ekki mikill þessa dagana en ásamt því að koma mér í nýtt starf er ég að gera lokaverkefnið mitt í skólanum og leggja loka- hönd á húsið mitt, en við keyptum það fokhelt fyrir nokkrum árum og Eiríkur, maðurinn minn hefur verið að byggja að mestu leyti sjálfur.“ Freyja tók mótorhjólapróf fyrir nokkrum árum og aðspurð segist hún ekki hafa nýtt sér það mikið eftir að hún fór í barneignir en langar að koma fjölskyldunni í hjólreiðasportið og síða motocross þegar börnin eru orðin stærri. „Ég er mjög spennt fyrir Tern fjöl- skylduhjólinu og að geta hjólað lengri vegalengdir með börnin, en útivist er eitt af okkar áhugamál- um. Síðan eru Ellingsen líka með rafcrossara sem ég er líka spennt að fá að prófa. Þau eru mun öflugri heldur en venjuleg fjallahjól en mun léttari og meðfærilegri en hefðbundnir crossarar.“ zero 8 Mate x Allt að 30 km drægni Rafhlaða 36V, 10ah 72.995 kr. Allt að 80-100 km drægni Rafhlaða 48V, 14AmpH 298.000 kr. rafhjólasetur ellingsen Rafhjólasetur Ellingsen býður upp á frábært úrval rafhjóla og rafhlaupahjóla sem henta fyrir hinar ýmsu aðstæður hvað varðar veður og lífsstíl. Komdu við í sýningarsal okkar að Fiskislóð 1 og fáðu nánari upplýsingar um vistvæna fararskjóta eða kíktu á ellingsen.is. fiskislóð 1 reykjavík / tryggvabraut 1-3 akureyri / 580 8500 / síðan 1916 / www.ellingsen.is 26 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.