Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 54
Við viljum sýna
konum hversu
gaman og fjölbreytt það
er að vinna í sjávarút-
vegi.
Foreldrahús er lágþröskulda þjónustumiðstöð fyrir fjöl-skyldur í vanda og stuðningur
við foreldra barna sem eru í vímu-
efnavanda og áhættuhegðun,“
segir Berglind Gunnarsdóttir
Strandberg, framkvæmdastjóri
Fjölskylduhúss.
„Það sem gerir okkur sérstök er
að Foreldrahús er það eina sem
hefur sinnt þessu hlutverki frá
upphafi samtakanna og við erum
trú þeim grunni sem samtökin
standa á: að styðja við foreldra
með börn í vímuefnavanda. Við
störfum eftir þeirri hugmynda-
fræði að foreldrar séu mikilvægur
hlekkur í forvörnum og reynast
vera þeir sem hafa mest áhrif á
velferð barna sinna, einkum þegar
reynir á. Foreldrar eru yfirleitt
bestu fyrirmyndir barna sinna
og þurfa á mestri fræðslu og
styrkingu að halda þegar kemur
að áfengi og vímuefnavörnum,“
útskýrir hún.
Berglind segir vímuefnavand-
ann því miður ekki að hverfa; nóg
sé af vímuefnum í samfélaginu og
unga fólkið ánetjist þeim.
„Hátt í 400 fjölskyldur nýttu sér
þjónustu Foreldrahúss í fyrra þar
sem við veittum viðtöl og nám-
skeið fyrir foreldra sem eiga ungl-
inga í fikti eða neyslu. Við erum
með námskeið í sjálfstyrkingu
fyrir foreldra sem vilja valdefla sig
og verða öruggari í hlutverki sínu,
sem og fræðslufundi fyrir foreldra
í grunn- og framhaldsskólum,“
upplýsir Berglind.
Í Foreldrahúsi starfa vímuefna-
ráðgjafar, fjölskylduráðgjafar,
listmeðferðarfræðingur og sál-
fræðingur.
„Foreldrasíminn 581 1799 hefur
verið opinn frá árinu 1986 og þar
veitir fagaðili ráðgjöf og stuðning
allan sólarhringinn. Í Foreldra-
skóla Foreldrahúss leggjum við
áherslu á að foreldrar fái tækifæri
til að tjá sig og hlusta á aðra for-
eldra, styðjum foreldra í að bæta
samskipti við unglinginn, skilja
vanda hans og efla vitund þeirra
og færni til að skapa og viðhalda
heilbrigðum og nánum tengslum
við börn sín. Oft er álagið orðið
það mikið að foreldrar missa tökin
og þurfa einnig stuðning til að
sinna öðrum börnum á heimilinu
sem og sjálfum sér. Við leitumst
við að mæta þeim vanda sem fjöl-
skyldan glímir við og efla hana til
betri lífsgæða,“ upplýsir Berglind.
„Þegar kemur að úrræðum í For-
eldrahúsi er af nógu að taka, eins
og sjálfstyrkingarnámskeið fyrir
börn og unglinga til að hlúa að
og byggja upp sjálfstraust þeirra,
félagsfærni, samskiptahæfni, til-
finningaþroska og sjálfsþekkingu,
og svo sálfræðiráðgjöf fyrir ungl-
inga í vanda; með kvíða, vanlíðan,
depurð, samskiptavanda, hegð-
unarvanda og áhættuhegðun,“
útskýrir Berglind.
„Eftirspurn eftir þjónustu For-
eldrahúss vex ár frá ári og nú erum
við í brýnni þörf fyrir stærra hús-
næði undir starfsemina til að geta
mætt þeirri eftirspurn. Í starfsemi
Foreldrahúss er svo stöðug þróun í
starfseminni, allt eftir ákalli sam-
félagsins á hverjum tíma,“ segir
Berglind.
Foreldrahús er á Suðurlandsbraut
50. Sími 511 6160. Nánar á for-
eldrahus.is
Foreldrar hafa mestu áhrifin
Berglind Gunnarsdóttir Strandberg er framkvæmdastjóri Foreldrahúss sem hefur starfað í 20 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Starfsemi For-
eldrahúss hefur
sannað gildi sitt í
20 ár. Markmiðið
er ætíð það sama;
að veita for-
eldrum stuðning
og ráðgjöf vegna
áfengis og vímu-
efnaneyslu ungl-
inganna þeirra.
Félagið hefur statt og stöðugt stækkað frá stofnun en í dag eru um 250 konur skráðar
í félagið að sögn Agnesar Guð-
mundsdóttur, formanns félagsins.
Félagið nær til allra landshluta og
viðburðirnir líka.
Tilgangur og markmið Kvenna
í sjávarútvegi er fyrst og fremst að
efla tengslanet kvenna í atvinnu-
greininni, og styrkja félagskonur í
sínum störfum. „Við heimsækjum
fyrirtæki í sjávarútvegi og höldum
fjölbreytta viðburði, bæði til að
auka þekkingu og fá betri innsýn í
hvað er að gerast í greininni.“
Tækifæri í sjávarútvegi
Agnes hefur verið formaður
félagsins í tvö ár. Hún ólst upp á
Snæfellsnesi og í Vesturbænum og
hefur verið viðloðandi sjávarút-
veg alla sína tíð. Það að vera ung
kona í karllægri atvinnugrein er
bæði krefjandi og skemmtilegt.
Hún segist læra bæði mikið af
konum í félaginu og kemur sjálf
með nýja sýn á hlutina. „Ég fór í
nám erlendis fyrir nokkrum árum
og það opnaði augu mín fyrir fjöl-
breytileikanum í heiminum og
þeim margvíslegu tækifærum sem
eru fyrir hendi og hvað við getum
gert til að nýta þau.“
Agnes velti fyrir sér framtíðar-
horfum íslensks sjávarútvegs. „Það
er margt sem við getum eflt til að
gera hann enn betri og eru þar
markaðsmál í fyrirrúmi en mér
finnst greinin vera að taka við sér
í þeim málum. Hér á Íslandi hefur
verið mikil nýsköpun í kringum
nýtingu aukaafurða og áhersla
verið lögð á minni umhverfisáhrif
veiða. Við viljum búa til sem mest
verðmæti úr auðlindinni okkar og
hugsa sem best um hana.
Hæfileikaríkar konur
Stjórnarkonur félagsins koma úr
ýmsum áttum og mynda sterka
heild sem saman vinnur að
stöðugri þróun á félaginu.
„Það eru alls konar konur í alls
konar greinum sjávarútvegsins.“
Þótt konur séu í minnihluta í sjáv-
arútvegi er þeim sífellt að fjölga.
„Það er gaman að sjá aukninguna.
Sjávarútvegurinn er fjölbreyttur,
það eru margar konur að sækja
í frumkvöðlagreinarnar sem er
spennandi þróun. Við viljum sýna
konum hversu gaman og fjölbreytt
það er að vinna í sjávarútvegi.“
Með því að efla konur í þessari
atvinnugrein er líka brautin rudd
fyrir f leiri konur að starfa innan
hennar.
Aðspurð af hverju það er mikil-
vægt að efla konur í sjávarútvegi
segir Agnes að það sé fyrst og
fremst til að halda í þær konur sem
nú starfa innan greinarinnar og
fjölga þeim. „Ísland á heilan helling
af hæfileikaríkum konum og það er
mikill akkur fyrir sjávarútveginn
að hafa þær innan sinna raða.“
Starf félagsins er svo ekki síður
mikilvægt vegna þeirrar ástæðu
að konur þurfa vettvang til að geta
skapað tengslanet innan sjávarút-
vegsins, sem Félag kvenna í sjávar-
útvegi veita. „Karlmenn eru tals-
vert f leiri innan greinarinnar og
hafa átt auðveldara með að mynda
tengslanet. Í okkar félagsskap er
vettvangur til að mynda sambönd.
Með því að byggja upp tengslanet
er stuðlað að því að halda konum
inni, auka þeirra möguleika á
hærri stöðum og skapa svið fyrir
félagskonur að skiptast á fróðleik
og læra af hver annarri.“
Efla yngri kynslóðir
Eitt af markmiðum félagsins er að
efla yngri kynslóðir í sjávarútvegi,
og fá yngri konur til að kynnast
greininni snemma á starfsferl-
inum. Tilgangurinn er að ná betri
tengingu við ungt fólk sem býr yfir
alls kyns athyglisverðri kunnáttu
og þekkingu og eflir sjávarútveg-
inn og nýsköpun innan hans, sem
Agnes segir að sé mikilvægt fyrir
greinina. ,,Það er mikið af öflugum
fyrirtækjum á Íslandi sem eru
að gera frábæra hluti. Við förum
í margar heimsóknir og fáum að
kynnast starfinu og konunum sem
vinna þar. Háskólinn á Akureyri
hefur líka stutt okkur mikið,“ en
þar er sjávarútvegsfræði kennd.
„Við erum að styrkja samstarfið
þar á milli.“
Samstarf við stuðnings-
greinar mikilvægt
Fjölbreyttar greinar eru innan
sjávarútvegsins, félagskonur eru
ýmist í veiðum, vinnslu, tækni
og þróun og svo framvegis. „Þær
eru líka í stuðningsgreinum eða
þjónustugreinum sjávarútvegsins.
Til dæmis tryggingafélögum og
flutningafélögum.“ Ein þessara
þjónustugreina eru bankarnir en
Íslandsbanki hefur stutt við Félag
kvenna í sjávarútvegi frá upphafi.
„Stofnfundurinn árið 2013 var
haldinn í Íslandsbanka og hefur
hann verið traustur bakhjarl síðan
þá.“
Konur úr öllum þessum ólíku
áttum hafa vettvang félagsins til að
kynnast og skiptast á skoðunum
og deila með sér reynslu. „Við
höfum séð að konur fá rosalega
mikið út úr þessum vettvangi.“ Það
er mikilvægt að konur geti fengið
ráð og hugmyndir frá kunningjum
þegar kemur að því að takast á við
ný verkefni og vandamál. „Það er
alveg ómetanlegt, bæði fyrir konur
en ekki síður fyrir greinina í heild.“
Konur efla sjávarútveginn
Félagið Konur í sjávarútvegi var stofnað árið 2013 utan um hóp kvenna í sjávarútvegi. Agnes Guð-
mundsdóttir, formaður félagsins, leggur áherslu á að efla félagskonur og fjölga þeim í greininni.
Agnes er formaður Félags kvenna í sjávarútvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
32 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU