Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 62
Hjá Isavia hefur Kristín fengið tækifæri til að sækja þekk- ingu og reynslu úr alþjóðlegu umhverfi sem hún telur að eigi eftir að nýtast henni um ókomna tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Ég hef alltaf haft áhuga á því að vera í lifandi og krefjandi umhverfi,“ segir Kristín Gests- dóttir, deildarstjóri innkaupa- deildar Isavia. Hún segir forréttindi að fá tæki- færi til að taka þátt í svo umfangs- miklu verkefni en á sama tíma mikil áskorun. „Ég hef stundum verið spurð hvað þurfi til að byggja upp inn- kaupadeild hjá svo stóru fyrir- tæki og svarið er meðal annars að átta sig á því að það er engin ein manneskja sem dregur vagninn heldur þarf til þess öflugt teymi. Auk þess er mikilvægt að átta sig á og viðurkenna að við höfum ekki alltaf svörin en það er lykilþáttur þegar kemur að því að læra og gera hlutina vel til framtíðar.“ Umfangsmikið starf Innkaupadeild Isavia er hluti af fjármálasviði fyrirtækisins. Þar starfa sjö manns sem sinna inn- kaupaþjónustu fyrir öll félög innan Isavia-samstæðunnar. „Rekstur Isavia er afar umfangs- mikill og því spanna verkefni deildarinnar allt frá innkaupum á daglegri rekstrarvöru yfir í stór og flókin útboð á vöru, þjónustu og verkum. Þá er Isavia opinbert hlutafélag og fellur undir lög um opinber innkaup sem fylgja ýmsar áskoranir,“ upplýsir Kristín. Innkaupadeildin var stofnuð haustið 2017. Markmiðið var að auka hagkvæmni og skilvirkni í innkaupum og nýta þær leiðir sem innkaupaumhverfi opinbers hluta- félags býður upp á. „Á þeim tíma hafði orðið mikil aukning í innkaupum félagsins og flækjustig þeirra aukist til muna. Því var mikilvægt að bæta yfirsýn og styrkja innkaupainnviðina,“ segir Kristín sem leitt hefur upp- byggingu deildarinnar frá því hún var stofnuð. Kristín er menntaður kennari en býr einnig að því að hafa lokið áföngum í lögfræði. „Ég stefni að því að ljúka laga- náminu, einfaldlega vegna þess að ég hef áhuga á þeim fræðum en ekki af því ég telji mig þurfa þess til að verða betri stjórnandi. Mitt nám hefur nýst mér afar vel síðustu árin en ég hef auðvitað þurft að viða að mér þekkingu á lagaum- hverfi opinberra innkaupa. Ég hef fengið tækifæri til að sækja meðal annars þessa þekkingu og reynslu úr alþjóðlegu umhverfi sem á eftir að nýtast mér um ókomna tíð,“ segir Kristín. Þurft að hafa fyrir hlutunum Kristín var ráðin til Isavia árið 2016, í starf innkaupasérfræðings á Keflavíkurflugvelli. Áður, frá árinu 2011, hafi hún starfað við innkaup hjá Alcoa Fjarðaáli. Hún segir þá reynslu hafa verið afar dýr- mæta. Hjá Alcoa hafi innkaupa- ferlar verið mjög vandaðir og mikil áhersla lögð á að fylgja þeim. „Ég var heppin að fá að kynn- ast flestum hliðum innkaupa í störfum mínum fyrir austan, allt frá þarfagreiningum til afhending- ar á vörum eða þjónustu og rekstri samninga. Frá tíma mínum hjá Alcoa tók ég með mér ómetanlega þekkingu og reynslu sem styrkti mig og mun nýtast mér áfram,“ segir Kristín. Segja má að Alcoa og Isavia eigi sameiginlegt að vera með starf- semi í karllægu umhverfi en það er þó að breytast hjá Isavia, segir Kristín. „Auðvitað er það svo að ég sem ung kona hef alveg þurft að hafa Brennur fyrir krefjandi umhverfi Isavia er þjónustufyrirtæki í ferðaþjónustu og hjá því starfa um 1.300 manns. Mikill vöxtur hefur einkennt rekstur félagsins undanfarin ár sem kallað hefur á margar ólíkar áskoranir og úrlausnir. fyrir hlutunum og upplifa mig í aðstæðum sem reyna á. Ég á unga dóttur og vil að hún fái sömu tæki- færi og möguleika í lífinu og sonur minn. Þrátt fyrir að þjóðfélagið sé alltaf að verða meðvitaðra um jafn- rétti þá er það því miður stundum einungis í orði en breytingum þarf að fylgja breyttur hugsunarháttur, aðgerðir og hugrekki. Hjá Isavia hef ég fengið mikinn stuðning og stjórnendur þess hafa lýst því yfir að þeir vilji mýkja ásýnd félagsins með fjölbreytileika. Ég er mjög stolt af því að vera hluti af þessum frá- bæra hóp starfsmanna hjá Isavia,“ segir Kristín. Hefur stundum hlaupið hratt Mikil uppbygging hefur átt sér stað hjá Isavia síðustu ár og fyrirhug- aðar eru umfangsmiklar fram- kvæmdir við stækkun Keflavíkur- flugvallar. Við slíkar aðstæður er lykilatriði að öll vinna við aðkeypta þjónustu, vöru og verk sé vönduð, skili tilætluðum árangri og uppfylli með því kröfur sem gerðar eru til félagsins. „Aukin umsvif á Keflavíkurflug- velli hafa gerbreytt rekstrarum- hverfi okkar og aukið flækjustig til muna. Á sama tíma höfum við byggt upp og styrkt innviði okkar en það tekur tíma. Við höfum gert okkur vel grein fyrir mikilvægi þess að sækja okkur þekkingu og reynslu annars staðar frá, meðal annars með aðkeyptri þjónustu. Þegar kemur að slíkum verkefnum er mikilvægt að vita hvað við erum að biðja um,“ segir Kristín. Nýverið undirritaði Isavia lang- tímasamning við breska bygg- inga- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnastjórnun og verkyfirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Kristín segir það hafa verið afar stórt og flókið innkaupaverkefni. „Í tilfelli Mace vorum við í raun að sækja okkur samstarfsaðila til að vinna mjög náið með á næstu árum og þannig styrkja okkar eigin innviði til að takast á við og stýra jafn umfangsmiklum framkvæmdum og uppbyggingar- áætlun Keflavíkurflugvallar gerir ráð fyrir. Við skulum ekki gleyma því að uppbyggingaráætlun Kefla- víkurflugvallar hleypur á mörgum tugum, ef ekki vel á annað hundrað milljörðum króna, og því er mikið í húfi,“ upplýsir Kristín. Sú innkaupaleið sem varð fyrir valinu var samningskaup að undangenginni útboðsauglýsingu. „Ég fékk tækifæri til að verk- efnastýra því verkefni sem var ofboðslega mikill lærdómur fyrir mig. Einn af lykilþáttum þess verk- efnis var að átta okkur á hverju við værum í rauninni að leitast eftir, draga rétta hagsmunaaðila að borðinu og fá bestu mögulegu lausn til lengri tíma. Þessi innkaup tóku rúmlega ár og það voru fjöl- margar hendur sem komu að því verkefni en eingöngu með sam- stilltu átaki allra tókst að sigla svo stóru verkefni í höfn,“ segir Kristín. Síðustu misseri hafa verið anna- söm hjá Kristínu sem segir það geta reynt á að finna jafnvægi milli allra hlutverka og áhugamála. „Vissulega hef ég stundum hlaupið of hratt en ég brenn fyrir því sem ég geri. Það er styrkleiki sem getur unnið gegn mér ef ég gæti ekki að hvíldinni. Ég held stundum að klukkustundir í sólar- hringnum séu fleiri en þær eru. Ég er að læra mikilvægi þess að stoppa og meðtaka líðandi stundir. Þannig finnur maður jafnvægi og fær tækifæri til að draga lærdóm af verkefnum, samferðamönnum og umhverfinu. Það er í góðu lagi að skipta niður langhlaupinu og hægja á hraðanum því markmiðið er alltaf að njóta ferðalagsins í átt að endatakmarkinu,“ segir Kristín og brosir. Sem ung kona hef ég alveg þurft að hafa fyrir hlutunum. Ég á unga dóttur og vil að hún fái sömu tækifæri og möguleika í lífinu og sonur minn. 40 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.