Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 18
HANDBOLTI Strákarnir okkar í handbolt alandsliðinu töpuðu lokaleik sínum á Evrópumótinu í handbolta 32-25 gegn heima- mönnum í Malmö, Svíþjóð í gær. Eftir frábæra byrjun á mótinu þar sem Ísland vann fyrstu tvo leikina endar íslenska liðið því í ellefta sæti eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum liðsins á mótinu. Næsta verkefni liðsins er undan- keppni fyrir HM á næsta ári sem fer fram í Egyptalandi. Hin litla von íslenska landsliðs- ins um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana fjaraði út í fyrsta leik gærdagsins. Átta marka sigur Portúgals á Ungverjalandi þýddi að veik von Strákanna okkar á að komast í umspilið var úr sögunni með því. Það var því aðeins stoltið sem var undir í gær gegn liði Svía sem var búið að valda miklum von- brigðum á mótinu, og níunda sætið í mótinu. Fyrir vikið reyndi Guð- mundur Þ. Guðmundsson, þjálfari landsliðsins að dreifa álaginu í gær og fengu hornamennirnir sitthvorn hálf leikinn. Hann gaf öllum leik- mönnum liðsins sem voru á skýrslu mínútur í leik gærdagsins. Strákarnir fengu rétt rúman sólarhring til endurhæfingar eftir leikinn gegn Noregi en það sama var upp á teningnum snemma leiks. Íslenska liðið var skrefinu á eftir, sérstaklega varnarlega og missti Svíana snemma fram úr sér. Svíar voru f ljótir að ná 4-1 for- skoti sem lagði grundvöllinn að því sem koma skyldi. Íslenska liðið náði að hanga í því sænska fyrstu tutt- ugu mínútur leiksins en undir lok fyrri hálf leiks náðu Svíar að bæta við forskot sitt og tóku sjö marka forskot inn í búningsklefana. Keim- líkt því sem átti sér stað daginn áður og annar leikurinn í röð sem Ísland var sjö mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks. Í seinni hálf leik héldu Svíar góðu taki á leiknum og hleyptu Íslendingum, ólíkt Norðmönnum daginn áður, aldrei aftur inn í leik- inn. Sóknarleikur Svía gekk vel og átti íslenska vörnin engin svör við sóknaraðgerðum þeirra sem gerði markvarðapari íslenska liðsins, Viktori Gísla og Björgvini Páli afar erfitt fyrir. Svíar fundu lausnir á öllum tilþrifum Íslands í vörninni þrátt fyrir að vera sjálfir að dreifa álaginu og leyfa minni spámönn- um að fá smjörþefinn af stórmóti í handbolta þegar líða tók á seinni hálfleikinn. Þegar mest var fór munurinn upp í níu mörk og lauk leiknum með sjö marka sigri Svía eftir að Strákunum okkar tókst aðeins að kroppa í for- skot Svíanna á lokamínútunum. Heilt yfir var leikur gærdagsins sennilega sá slakasti á mótinu á báðum endum vallarins. Þrátt fyrir margt jákvætt í leik Íslands á mót- inu vantar meiri stöðugleika til að taka næsta skref. – kpt Bensínlausir í stórtapi gegn Svíþjóð Markverðir Íslands vörðu aðeins sex skot í lokaleiknum gegn Svíum. Þrefalda umferðin í 12 liða efstu deild er ógerleg að mínu mati á Íslandi. Við höfum ekki leikdaga fyrir slíkt. Jóhannes Karl Guðjónsson 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Tíu fasteignir við Laugar í Sælingsdal, Dala- byggð eru nú til sölu eða leigu. Gert er ráð fyrir að eignirnar verði seldar eða leigðar í einu lagi. Samtals 20 herbergi með baði og 22 herbergi með handlaug og sameiginlegum baðher- bergjum. Laugar í Sælingsdal í sveitarfélaginu Dalabyggð er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt náttúrufar og landslag til náttúru- skoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur til hús- hitunar og auk þess til ánægju og heilsuræktar. Á Laugum er ennfremur skilgreint stofnanasvæði og tjaldsvæði ásamt verslunar- og þjónustu- svæði. Að Laugum var áður skóli, sem síðar var breytt í hótel og skólabúðir. Á staðnum eru einnig fjögur einbýlishús, sundlaug, íþróttahús, tjaldsvæði og náttúrulaug (Guðrúnarlaug). Rekin hefur verið alhliða ferðaþjónusta að Laugum mikil tækifæri eru til að auka þá starfsemi enn frekar. Laugasvæðið er vel staðsett gagnvart umferð, er í námunda við aðalleið á Vestfirði og tengt hring- leið um Strandir (Fellsströnd/Skarðs-strönd). Svæðið liggur í fögrum fjallasal þar sem er fjöldi áhugaverðra gönguleiða. Hagstætt verð í boði fyrir réttan aðila. Hlíðasmára 4 • 200 Kópavogur • domusnova@domusnova.is • S 527 1717 LAUGAR Í SÆLINGSDAL TIL SÖLU EÐA LEIGU Hlíðasmára 4 • 200 Kópavogur • domusnova@domusnova.is • S 527 1717 www.domusnova.is Allar frekari upplýsingar veitir Agnar Agnarsson lgfs. í s. 820-1002 eða agnar@domusnova.is FÓTBOLTI Skagamenn ætla að leggja fram tillögu á ársþingi KSÍ í febrúar um fjölgun liða í efstu deild í 14 á næsta ári og 16 árið 2022. Áfram yrði spilað tvær umferðir en tölu- vert hefur verið rætt um þrefalda umferð. Það hugnast Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara ÍA ekki. „Þrefalda umferðin í 12 liða efstu deild er ógerleg að mínu mati á Íslandi. Við höfum ekki leikdaga fyrir slíkt og það er að okkar mati of stórt stökk.“ Hann segir að fjölmargir hafi slegið á þráðinn og sýnt tillögunni stuðning. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það eru margir ánægðir með að einhver skuli ríða á vaðið og byrja þetta ferli. Það er lík- legt að ansi mörg lið muni styðja til- löguna en auðvitað er ekkert komið í hendi fyrr en það er búið að kjósa á þinginu. Það á líka eftir að álykta um málið inn í stjórnum félaganna áður en menn gefa frá sér formlegan stuðning. Við viljum fá sem flest lið með okkur.“ Jóhannes bendir á að tillagan sé hugsuð fyrst og fremst til að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að spila í meistara- f lokki og í efstu deild. Það myndi efla íslenska knattspyrnu til fram- tíðar. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta tekur tíma og auðvitað er það þannig að það er bil á milli þeirra sem eru að koma upp og svo- kallaðra toppliða. Það mun alltaf verða þannig. Það eru öflug lið í efstu deild og það verður alltaf þannig en við vilj- um fjölga liðunum sem eiga tæki- færi til að spila þar. Það sem mér finnst stærsti punkturinn er að við stöndum á tímamótum varðandi rekstur á íslenskum knattspyrnu- félögum. Hann er erfiður og mun verða erfiður áfram. Félögin þurfa að gera upp við sig hvaða rekstrar- módel þau vilja og hvaða stefnu þau vilja taka í leikmannamálum. Per- sónulega liggur það beinast við að gefa ungum og efnilegum tækifæri til að spila í deildunum. Við erum ekki að horfa bara á tímabilið 2021. Við erum að horfa til lengri tíma, til að efla knattspyrnuna um allt land.“ Hann vonast til að liðin verði með þessu betur mönnuð, hafi betri aðstöðu, fái betri þjálfara og allt utanumhald verði almennt betra. „Ég er á því að því f leiri sem ala sína leikmenn upp í meistaraflokk muni það skila okkur, sem þjóð, betri leikmönnum. Fyrir okkur er það markmiðið.“ benediktboas@frettabladid.is Verður vonandi til að efla fótboltann ÍA ætlar að leggja fram tillögu á ársþingi KSÍ í febrúar um fjölgun liða í Pepsi Max-deild karla í 14 á næsta ári og í 16 árið 2022. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari liðsins, segir að margir hafi hringt og sýnt tillögunni stuðning en hún var kynnt í vikunni. Útfærsla tillögu Skagamanna n Árið 2021 yrði Pepsi Max 14 liða deild n Áfram tvöföld umferð með sama leikjafyrirkomulagi. Fjórir aukaleikir sem yrðu allir spilaðir í apríl. n Árið 2022 yrðu liðin 16. Áfram tvöföld umferð. Það þýðir 4 aukaleikir frá árinu 2021 og keppni myndi hefjast í mars. n Árið 2021 og 2022 yrði sama fyrirkomulag á 1.deild n Árið 2023 yrði 1. deild með 14 lið. Áfram tvöföld umferð. Það þýðir 4 aukaleikir frá árinu 2023. Keppni myndi hefjast í byrjun apríl. n 2., 3. og 4. deild yrði óbreytt. Skagamenn hyggjast leggja fram tillögu um fjölgun liða í efstu deild á ársþingi KSÍ sem fram fer í Ólafsvík í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.