Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 63
Við kynntumst á sameiginlegum vinnustað fyrir tíu árum og höfðum nokkra
reynslu af því að vinna saman.
Fyrir um þremur árum sögðum
við báðar upp vinnunni og vorum
á tímamótum þegar við ákváðum
að stofna fyrirtækið,“ segir Lára,
sem er læknir og doktor í lýð
heilsuvísindum. „Þá fengum við
þá hugmynd að stofna fyrirtækið.
Okkur langaði að prófa að fara í
eigin rekstur með eitthvað sem við
höfum ástríðu fyrir, sem er að auka
vellíðan fólks. Þó hin sanna fegurð
komi innan frá þá er ofið í genin
okkar að líta vel út, það hjálpar
okkur að fanga athygli maka og
koma genunum okkar áfram. Þó
svo að sumir telji það hégóma að
hugsa um útlitið þá spilar það stórt
hlutverk í lífinu og rannsóknir
hafa sýnt að fólk sem er aðlaðandi
fær fleiri atvinnutækifæri, hærri
laun og er félagslega sterkara, svo
dæmi sé tekið. Okkar sýn er samt
sú að við höfum öll styrkleika og
eitthvað einstakt að bera sem við
getum verið hreykin af.“
Þær segjast hafa haft þrennt að
leiðarljósi við stofnun HÚÐIN
skin clinic. „Í fyrsta lagi fannst
okkur vanta stað sem býður upp á
meðferðir til að viðhalda húðinni
á heilbrigðan hátt þar sem fag
mennska er í fyrirrúmi. Meðferð
irnar sem við bjóðum upp á hafa
sannað gildi sitt í vísindarann
sóknum og eru náttúrulegar að því
leyti að þær styðja við starfsemi
húðarinnar og minnka öldrunar
einkenni,“ segir Sigríður sem er
hjúkrunarfræðingur og snyrti
fræðingur. „Markmiðið er ekki að
breyta þér heldur bæta náttúrulegt
útlit svo þér líði vel í eigin skinni.
Við horfum á húðina heildrænt, en
ekki sem aðskilið líffæri. Þann
ig förum við yfir ýmsa þætti sem
geta haft áhrif á húðina, eins og til
dæmis streitu eða mataræði. Í öðru
lagi eru forvarnir okkur ofarlega
í huga því þær eru besta með
ferðin og við hömrum ekki nógu
mikið á því að vernda húðina fyrir
ýmsum umhverfisþáttum eins
og sólböðum og reykingum. Með
lífsstíl þínum geturðu haft áhrif á
marga þætti sem snúa að húðinni.
Í þriðja lagi þá vildum við skapa
notalegt andrúmsloft þar sem þú
slakar á um leið og þú gengur inn
og gleymir amstri dagsins. Okkur
líður öllum mjög vel í vinnunni og
vonum að viðskiptavinirnir upp
lifi sama andrúmsloft.“
Læst inni á salerni
Fyrirtækið var stofnað í júlí 2017
og stofan var opnuð tæpum fjórum
mánuðum síðar. „Við höfðum
lítið milli handanna og sáum um
mest allt sjálfar eins og hönnun og
framkvæmdir, þó með hjálp maka
okkar. Við erum báðar bjartsýnis
manneskjur og gerðum ráð fyrir
að það tæki okkur tvær vikur að
standsetja húsnæðið en tvær vikur
Settu hug og hjarta í fyrirtækið
Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður Arna Sigurðardóttir stofnuðu húðmeðferðarstofuna Húðina
með það að markmiði að stuðla að vellíðan og hjálpa viðskiptavinum að líða vel í eigin skinni.
Lára G. SIg-
urðardóttir og
Sigríður Arna
Sigurðardóttir
eru stofnendur
og eigendur
Húðarinnar,
húðmeðferðar-
stofu.
MYND/SAGA SIG
Það er í mörg
horn að líta
þegar stofna á
fyrirtæki. Lára
við hurðina
sem hún braut
eftir að hún
læsti sig inni við
framkvæmdir á
húsnæðinu.
Markmið fyrirtækisins er ekki að
breyta viðskiptavinum heldur bæta
náttúrulegt útlit og stuðla að vel-
líðan í eigin skinni. Hér er Sigríður
Arna að störfum á stofunni.
urðu að tíu og við unnum myrkr
anna á milli,“ segir Sigríður og
Lára bætir við: „Það kom ýmislegt
upp á. Þegar við vorum að leggja
lokahönd á málningarvinnuna
læsti ég mig inni á salerninu sem er
um fermetri að stærð og glugga
laust. Ég hugsaði með mér: „Guð
minn góður, ég verð föst hérna til
morguns,“ því tónlistin var stillt á
hæsta hinum megin við dyrnar og
enginn heyrði köllin í mér. Þetta
var seint á föstudegi og Sigríður
Arna nýfarin heim. Í geðshræringu
tókst mér að brjóta mér leið
gegnum hurðina – með málningar
rúllunni einni – sem ég skil ekki
enn hvernig ég fór að. Það var
eins og Magnús Ver hefði komið
í gegnum mig. Eftir atvikið kom
góður vinur með koníak til að róa
taugarnar og í þann mund sem við
erum að fá okkur sopa þá birtist
eigandinn þar sem við vorum að
fá okkur koníakssopa við gatið á
hurðinni – á mánudagsmorgni.“
Flókið en lærdómsríkt
að stofna fyrirtæki
Þær segjast hafa lært margt af því
að stofna fyrirtæki. „Þessu fylgir
mikil vinna og álag og í raun
stimplar maður sig aldrei út úr
vinnunni. Það er svo margt sem
fylgir rekstri. Það sýnilega er lítill
hluti af þeirri vinnu sem unnin
er,“ segir Lára og Sigríður bætir
við: „Við fórum út í þetta því við
höfðum trú á því sem við vorum
að gera og vorum í raun alltaf
rólegar yfir að þetta myndi fara vel
enda höfum við lagt hug og hjarta
í þetta frá fyrsta degi.“ Fyrsta
árið fór í að koma fyrirtækinu á
legg og þá sáu þær um allt sjálfar,
allt frá þrifum og upp í húðmeð
ferðirnar en nú hafa þær ráðið til
sín gott starfsfólk sem eykur gæði
stofunnar. Þær segja fyrirtækja
stofnun reyna á andlegan styrk
og að álagið geti verið mikið. „Það
skiptir miklu máli að þekkja sín
mörk og virða hvíldartíma sinn
því maður kemur að litlu gagni
til lengdar ef maður nær ekki að
hlaða batteríin. Stundum rekum
við okkur á og þurfum að hugsa
hlutina upp á nýtt. Í okkar starfi
hittum við margt fólk sem getur
verið mjög gefandi og skemmti
legt. Til okkar koma viðskiptavinir
á öllum aldri og myndast oft mikið
traust.“
Þær segja þakklæti ofarlega í
huga. „Við áttu ekki von á þeim
góðu viðtökum sem við fengum
og erum í sjöunda himni með að
fólki hafi þótt kominn tími á að fá
ferska einstaklinga inn á þennan
markað.“
Opnunartími stofunnar er alla
virka daga 9-16 en opið er til kl. 18
einn dag í viku.
Á vandaðri heimasíðu HÚÐIN
skin clinic, hudin.is, er að finna
ítarlegar upplýsingar um allar
meðferðir og líka á Facebook og
Instagram. Einnig eru veittar upp-
lýsingar í síma 519-3223.
HÚÐIN skin clinic er í Hátúni 6b,
105 Reykjavík.
Húðmeðferðarstöðin HÚÐIN
skin clinic býður upp á fjöl-
breyttar húðmeðferðir, faglega
þjónustu og notalegt and-
rúmsloft. Þar starfa dr. Lára G.
Sigurðardóttir læknir, Sigríður
Arna Sigurðardóttir, hjúkrunar-
og förðunarfræðingur, Drífa
Ísabella Davíðsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, Arndís Ágústsdóttir
hjúkrunarfræðingur, Rakel Guð-
mundsdóttir móttökuritari og
Esther Helga Ólafsdóttir, mót-
tökuritari og snyrtifræðingur.
KYNNINGARBLAÐ 41 F I M MT U DAG U R 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KONUR Í ATVINNULÍFINU