Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 51
Samkaup er eitt stórt lið þar sem allir eru tilbúnir til að vinna saman þvert á deildir og vöru- merki. Ég gekk til liðs við Samkaup fyrir um einu og hálfu ári. Það er ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að ganga til liðs við eins öflugt og sterkt fyrirtæki og Samkaup er. Ég kem inn í nýtt hlutverk og svið og hef fengið frelsi og stuðning til að byggja það upp,“ segir Gunnur Líf Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Hún er grunnskólakennari að mennt með áherslu á læsi og árið 2015 lauk hún MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. „Í grunninn felst starfið í því að hlúa að mannauði og menn- ingu hjá Samkaup hf. sem rekur 60 verslanir víðsvegar um landið. Þær spanna allt frá lágvöruverðs- verslunum til þægindaverslana en helstu verslunarmerki Samkaupa eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin, Háskólabúðin, Iceland, Seljakjör og Samkaup strax,“ segir Gunn- ur, en um 1.300 manns starfa hjá félaginu. Áður vann hún lengi hjá Hjallastefnunni og sinnti fjöl- mörgum verkefnum sem lúta að menntun, mannauðsmálum, rekstri, stjórnsýslu, samskiptum við stjórnvöld og samningagerð. „Þar fékk ég dýrmæta reynslu sem ég bý vel að, sérstaklega í samskiptum og jákvæðni hvern dag. Áður en ég fór til Samkaupa starfaði ég hjá hugbúnaðarfyrir- tækinu InfoMentor. Þar stýrði ég fjölbreyttum verkefnum sem snúa að hugbúnaðarlausnum fyrir leik- og grunnskóla, ásamt því að starfa sem sérfræðingur í persónu- verndarlögum. Fyrir utan vinnu hef ég tekið að mér ýmis verkefni, svo sem þjálfað fimleika, stýrt ráðstefnum og fimleikasýningum, skipulagt 17. júní hátíðahöld í Garðabæ, stýrt farþegatalningu hjá Strætó, setið í foreldrafélaginu í sjö ár og svo lengi mætti telja. Ég á það til að taka forystu í því sem ég tek mér fyrir hendur, hvort sem það er í skipulagi fyrir vina- hópana, dagskrá barnanna eða í vinnunni,“ segir Gunnur, sem er gift og á tvö börn. Spurð hvað hafi komið henni mest á óvart varðandi starfið segir Gunnur að það séu einkum tveir þættir. „Fyrst er hve magnaður heimur verslunarinnar er. Hver vara sem við sjáum í verslunar- hillunni á sér langa sögu og á bak við hana eru mörg handtök. Vinna starfsmanna spilar lykilhlutverk inni í öllum verslunum. Þá hef ég fengið tækifæri til að kynnast landsbyggðinni á ferðum mínum milli verslana. Það kom mér á óvart að oft þarf að fara langar vegalengdir og góðar samgöngur eru ekki sjálfsagðar, en verslanir okkar skipta miklu máli í hverju samfélagi. Ég hef t.d. f logið til Ísafjarðar, hitt verslunarstjórana okkar á Ísafirði og í Bolungarvík, keyrt yfir í Búðardal og svo þaðan til Akureyrar og jafnvel yfir á Þórs- höfn. Það að kynnast samfélaginu betur og öllu þessu góða fólki er einstakt tækifæri og hefur farið fram úr mínum væntingum.“ Eftirsóknarverður vinnustaður „Verkefnin eru fjölbreytt en við leggjum áherslu á að byggja upp heilsteypt samskipti og samstill- ingu í öllum okkar verslunum, tryggja sameiginlega sýn starfs- manna og skapa Samkaupum sterka stöðu á vinnumarkaði sem eftirsóknarverðum vinnustað,“ upplýsir Gunnur en frá fyrsta degi hefur hún lagt mikinn metnað í fræðslu og menntun starfsfólks, sem er henni kært viðfangsefni. „Ég hef sett þunga í fræðslu- og menntunarmál Samkaupa þar sem stefnan var endurskoðuð í þágu starfsmanna. Áhersla er lögð á skýr markmið, fast skipu- lag, gott utanumhald, aukna þátttöku starfsmanna í fræðslu og skipulagða skráningu á allri starfsþróun. Fræðslan er í stöðugri þróun en mikill kraftur hefur farið í hana undanfarið ár og mun hún halda áfram að styrkjast og eflast árið 2020.“ Samkaup leggur ríka áherslu á að styðja starfsfólk sitt áfram til starfsþróunar og er eitt af megin- markmiðum fyrirtækisins að starfsfólk fái tækifæri til að stunda nám samhliða vinnu sem opnar tækifæri til frekari starfsþróunar innan fyrirtækisins og utan þess. „Þá hefur Samkaup tekið þátt í þróun á fagnámi í verslun og þjón- ustu og er starfsfólk fyrirtækisins stór hluti af fyrsta hópnum sem byrjar núna í janúar 2020. Námið er 90 eininga nám á framhalds- skólastigi og kennt í samstarfi við Verslunarskóla Íslands. Þeir sem ljúka Fagprófinu fá tækifæri til að halda námi áfram og ljúka stúd- entsprófi frá Verslunarskólanum,“ segir hún. Stór hluti fræðslu starfsfólks fer fram á vinnustaðnum sjálfum þar sem reynslumiklir starfs- menn leiðbeina öðrum áfram. „Þá fer í gang núna í janúar rafrænn vettvangur fyrir starfsmenn til að sækja sér aukna þekk- ingu á sviðum sem snúa bæði að almennum þáttum í versluninni og persónulegum nótum sem snúa að andlegri heilsu hvers og eins.“ En skyldu mannauðsmál vera mikilvægari nú en til dæmis fyrir tíu árum? „Það hefur orðið ákveðin vit- undarvakning á því hve mikilvæg- ur málaflokkurinn er og hverju það mun skila til lengri tíma litið. Erfitt hefur verið að mæla Magnaður heimur verslunarinnar Gunnur er kennari að mennt með MBA-gráðu og er nú fram- kvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa. Hún leggur mikla áherslu á menntun starfs- fólks. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Gunnur Líf Gunn- arsdóttir er fram- kvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, sem rekur 60 verslanir um land allt. Hún segir mikið lagt upp úr heilsteypt- um samskiptum, sameiginlegri sýn starfsfólks og að skapa Sam- kaupum sterka stöðu sem eftir- sóknarverðum vinnustað. nákvæmlega bein áhrif ánægðra starfsmanna, en við vitum öll að ánægt og jákvætt starfsfólk er lík- legra til að skila góðu og vel unnu starfi. En þetta breytist einnig með starfsfólkinu sjálfu, það gerir kröfur á fyrirtækið að gera vel og standa sig vel gagnvart starfsfólki. Það skiptir viðskiptavininn einnig miklu máli að vel sé hlúð að starfs- fólki. Og þarna tel ég að Samkaup séu leiðandi í dag. Starfsmenn hafa allir vilja til að gera vel og standa sig vel, svo þegar kemur til dæmis að breytingum þá hefur ekki komið nein hindrun. Starfsmenn eru ávallt til í verkefnin og það er mikill drifkraftur í fólki. Auk þess hef ég lagt mikla vinnu í að vera sýnileg fólki og byggja upp traust með því að vera til staðar, hlusta á fólk og grípa fljótt til aðgerða þegar þess er þörf. Svo þegar mig vantar aðstoð frá fólkinu mínu, þá eru allir til. Samkaup er eitt stórt lið þar sem allir eru tilbúnir til að vinna saman þvert á deildir og vörumerki.“ KYNNINGARBLAÐ 29 F I M MT U DAG U R 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KONUR Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.