Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 10
Það er til slangur af tindum á Íslandi sem kenndir eru við kálfa, enda virðast kálfar hafa verið landnámsmönnum hug-leiknir þegar þeir gáfu fegurstu fjöllum okkar nöfn. Má þar nefna Kálfatinda á Hornströndum og við Norðurfjörð á Ströndum en einnig Kálfstinda norðan við Lyngdals- heiði milli Þingvalla og Laugarvatns, tilkomumikla röð móbergstinda sem bera nafn með rentu. Þá er tilvalið að toppa að vetri til, en þá með jöklabúnaði eins og mannbroddum og ísöxi. Hægt er að ganga á Kálfstinda frá Laugarvatnsvöllum eða úr svokölluðu Barmaskarði en þangað má komast af gömlu leiðinni yfir Gjábakkahraun sem liggur inn að Laugarvatns- hellum. Úr Barmaskarði er gengið í norður á slétt- lendi með fjallgarðinn Reyðarbarm á hægri hönd. Gönguleiðin liggur yfir fallegt hraun og er stefnt að þröngu gili sem smám saman leiðir að rótum hæstu Kálfstindanna. Haldið er áfram upp gilið en þá blasir við á hægri hönd svokallað Flosaskarð sem kemur fyrir í Njálu. Þarna á Flosi á Svínafelli að hafa sloppið frá Kára Sölmundarsyni og mönnum hans þegar þeir sátu fyrir honum sunnan skarðsins á Laugarvatns- völlum. Oftast er stefnt á næsthæsta Kálfstindinn (824 m) en sá hæsti er aðeins norðar og 877 m hár. Haldið er upp brattar hlíðarnar til vinstri við Flosa- skarð en með því að sneiða brekkuna til vesturs er hægt að komast alla leið að sérstökum móbergs- myndunum efst sem heita Flosatindur. Þær minna á tappa eða öllu heldur kaf bát sem marar hálfur í kafi. Af Kálfstindum er frábært útsýni yfir stóran hluta af Suðurlandsundirlendi með Heklu, Tindfjöll og Eyja- fjallajökul í fararbroddi, en í vestur sést yfir nálæg Hrútafjöll en líka Þingvelli og jafnvel til Reykjavíkur. Í norður sést í Þórisjökul, Skjaldbreið og Geitlands- jökul en líka Jarlhettur, Högnhöfða og Bláfell suður af Kili. Á leiðinni heim er hægt að þræða vestari leið eftir Hrútafjöllum og niður í Barmaskarð, eða halda niður Flosaskarð og lifa sig inn í atburðarás Njálu. Ekki langt frá eru Laugarvatnshellar sem gaman er að heimsækja, en þeir hafa verið nýttir sem fjár- og sæluhús en líka mannabústaður og var getið á miðri 18. öld í Ferðabók Eggerts og Bjarna. Nú er þar endur- gerður mannabústaður til sýnis fyrir ferðamenn. Kafbáturinn á Kálfstindum Útsýni af Kálfs tindum er frábært. Hér er horft til suðurs yfir Suðurlands- undirlendið. MYNDIR/TG Flosatindur er ríflega 800 metra hár og líkist kafbáti sem er á leið upp úr kafi. Gengið inn Hrútadal með Kálfstinda á hægri hönd. Efst glittir í „kafbátinn“. Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.