Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 58
Með mér var fullt af flottum konum og verkefnum sem þær eru með í gangi. Ég var fyrst tvístígandi um hvort ég ætti að fara á námskeiðið en er þakk- lát fyrir að hafa drifið mig. Það eru ótrúlega margar konur með einhverja hugmynd sem þær eru kannski búnar að ganga með lengi. Námskeiðið getur gjör- samlega ráðið því hvort þær ráðist í verkefnið eða ekki. Námskeið fyrir konur með viðskiptahugmynd Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður upp á námskeið sem kallast Brautargengi sem er sérstaklega sniðið að þörfum kvenna sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd og hefja eigin rekst- ur en einnig þeirra sem eru þegar í atvinnurekstri og vilja auka rekstrarþekkingu sína. Markmiðið með því er að skerpa sýnina á viðskiptaþróun, öðlast hagnýta þekkingu svo sem á stofnun fyrir- tækis og reksturs, vöruaðgreiningu, markaðs- og fjármálum, verkefnastjórnun og kynningum. Mistur selur umhverfis-vænar vörur fyrir heimilið og einstaklinga. Þórunn Björk Pálmadóttir, eigandi verslun- arinnar, fékk hugmyndina þegar hún ákvað að byrja að endurvinna vörur úr pappír og tré. „Ég byrjaði að búa til vörur sem ég ákvað að selja og náði að byggja mig hægt og rólega upp. Ég er kannski áhættu- fælin, en tók þetta með kalda vatninu og byggði verslunina upp eftir efni og aðstæðum.“ Þórunn ákvað að fara á brautar- gengisnámskeið Nýsköpunar- miðstöðvar eftir að hafa rekið verslunina í nokkur ár. „Ég var því komin með smá grunn.“ Þórunn segir að námskeiðið hafi verið frá- bært. „Með mér var fullt af f lottum konum og verkefnum sem þær eru með í gangi. Ég var fyrst tvístígandi um hvort ég ætti að fara á nám- skeiðið en er þakklát fyrir að hafa drifið mig.“ Einkaleiðsögn líka Á námskeiðinu er komið inn á mörg atriði sem varða fyrir- tækjarekstur. Námskeiðið er ætlað konum sem eru komnar lengra eða styttra með viðskiptahugmyndir. „Þetta nýtist ábyggilega mjög vel konum sem eru að byrja með einhverja hugmynd. Hópurinn sem stendur að baki námskeiðinu veitir mikinn stuðning, líka utan kennslustunda. Það er rosalega gott að geta leitað til þeirra á milli tíma og fá einkaleiðsögn.“ Þórunn gat notfært sér kennsl- una til að lagfæra viðskiptaáætlun- ina jafnóðum í tímum. „Ég gat þá unnið hana samhliða námskeiðinu og fengið leiðbeiningar eftir því hvert ég var komin.“ Konur þurfa hvatningu Þórunn telur að sams konar nám- skeið ætti líka að vera í boði fyrir karlmenn. Hún segir að það sé mikilvægt fyrir konur en einn- ig gæti það verið mikilvægt fyrir karla. Þórunn mælir hiklaust með að skella sér á námskeiðið. „Nám- skeiðið getur skerpt sýnina á hvað maður er að gera.“ Viðskiptavinahópur Misturs er alltaf að stækka en Þórunn leggur mikið upp úr því að vöruúrvalið sé vel ígrundað. Ein af fyrstu vörunum sem voru seldar í netversluninni voru mat- vælaarkirnar svokölluðu, Bee’s wrap arkir úr bývaxi sem koma í stað nestispoka og plastfilmu. „Mér fannst þær hreinlega algjör snilld. Ég fór með mínar fyrstu út í moltu haustið 2018, þær brotnuðu alveg niður og ég hef ekki séð þær síðan.“ Þórunn segir að það megi nota arkirnar utan um öll matvæli nema hrátt kjöt. „Bývaxið verndar matvælin gegn rotnun líka, sem spornar við matarsóun.“ Því mætti segja að þó bývaxarkir séu dýrari en plast- filmur þá borga þær sig á endanum. Mörgum finnst umhverfisvörur dýrar en þá á alveg eftir að horfa til ýmissa þátta er viðkemur bæði framleiðslu og förgun ódýrari var sem ekki eru jafn umhverfis- vænar.“ Umhverfisvænar vörur Fljótlega eftir að Þórunn byrjaði að selja bývaxarkirnar hóf hún að selja fleiri vörur. Þórunn leitast við að finna vörur sem koma í stað plasts, og að finna vörur sem skaða ekki vistkerfið með einhverjum hætti. „Ef maður er duglegur að flokka sér maður hve mikið safnast fyrir. Það að geta dregið úr því er dásamlegt. Markmiðið er að koma umhverfisvænu vörunum okkar í fleiri verslanir þannig að neytand- inn hafi val um umhverfisvænan kost í venjulegum búðum en þurfi ekki að fara í sérverslanir til þess.“ Námskeiðið Brautargengi skerpti sýnina Þórunn gat notfært sér kennsluna til að lagfæra viðskiptaáætlunina jafn óðum í tímum. „Ég gat þá unnið hana samhliða námskeiðinu og fengið leið- beiningar eftir því hvert ég var komin,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Helga rekur axarkastsaðstöðu ásamt Elvari, kærasta systur sinnar, í Hafnarfirðinum. Hún segist vera þakklát fyrir það sem hún lærði á námskeiðinu. „Ég er afskaplega ánægð með að hafa drifið mig. Ég hef engan bakgrunn í fyrirtækjarekstri. Ég er miklu meira sjálf bjarga með margt sem tengist rekstrinum. Námskeiðið er frábært fyrir konur sem eru með viðskiptahugmynd og þurfa pepp til að halda áfram að móta hug- myndina.“ Helga var farin af stað með rekstur Berserkja axarkasts vorið 2018, en fór á námskeiðið um haustið. „Margir voru með hugmynd á byrjunarstigi sem varð betri og hnitmiðaðri á nám- skeiðinu.“ Helga segir að námskeiðið hafi fyrst og fremst hjálpað henni að átta sig á hvernig markaðurinn væri og hverjir hennar samkeppn- isaðilar væru. „Mér var sýnt hverju ég þyrfti að huga að varðandi það, líka með auglýsingar og hvernig ég á að koma mér á framfæri. Ég styrktist í að vita að við værum á réttri leið.“ Dýnamík í kvenhópum Helga segir að Brautargengis- námskeiðið geti orðið til þess að konur þori að kýla á hlutina. „Það eru ótrúlega margar konur með einhverja hugmynd sem þær eru kannski búnar að ganga með lengi. Námskeiðið getur gjörsamlega ráðið því hvort þær ráðist í verk- efnið eða ekki.“ Helgu fannst til bóta að nám- skeiðið væri einungis fyrir konur. Sjálf kemur hún úr starfsgrein þar sem yfirgnæfandi meirihluti eru karlmenn. Axarkast verði atvinnuíþrótt Berserkir axarkast býður hópum og einstaklingum að koma og kasta öxum í afþreyingarskyni. Helga segir að þau stefni að því að gera axarkast að atvinnuíþrótt á Íslandi. Helga og Elvar kenna hópi einstaklinga reglulega og eru að leitast við að stækka þann hóp. „Við kennum þá keppnisfyrir- komulag eftir reglum frá Kanada, svo erum við búin að byggja brautir og fleira. Það er heims- meistaramót í axarkasti á hverju ári. Við erum þau fyrstu sem bjóðum upp á innanhússaðstöðu sem hentar vel á veturna.“ Helga og Elvar eru þó líka búin að smíða sex útiskotmörk sem þau keyra á milli staða á kerru. „Við höfum stundum farið út fyrir bæinn með þau fyrir stærri hópa. Á því eina og hálfa ári sem aðstaðan hefur verið opin hafa yfir 3.000 manns komið þangað. Þá er ég ekki að tala um hópana.“ Þó Helga sé búin að afla sér mikillar reynslu og þekkingar á rekstrinum, þá segir hún gott að vita að það sé alltaf hægt að leita til Nýsköpunarmiðstöðvar. „Ef mig langar að breyta ein- hverju, ef ég er með einhverja aðra hugmynd er alltaf hægt að fá aðstoð. Þau eru öll svo yndisleg og gott að vita af þeim.“ Varð meira sjálfbjarga Þótt Helga sé búin að afla sér mikillar reynslu, þá segir hún gott að vita að það sé alltaf hægt að leita til Nýsköpunarmiðstöðvar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Námskeiðið stendur í 14 vikur og kennt einu sinni í viku. Nánari upplýsingar má finna á nmi.is/brautargengi 36 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.