Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 57
Við erum með fjölbreytt val af staðsetningum, allt frá því að vera í litlum spænskum bæjum, í að vera meira í blandaðri alþjóðlegri byggð hér við ströndina og golf- vellina. Staðir eins og Villamartin, La Zenia, Dona Pepa, Los Alcazares hafa verið vinsælir í gengum tíðina, en ný svæði eins og Las Colinas, Vistabella og Mar de Pulpi eru að bætast við. Það er því úr ýmsu að velja og flestir finna staðsetningar við sitt hæfi. Við leggjum áherslu á að kynnast viðskiptavininum aðeins áður en við skipuleggjum með honum skoðunarferðina, til að vera viss um að við séum að sýna honum það sem hann vill og hentar honum best. Stundum tekur fólk þó U-beygju þegar það kemur út og kaupir eitthvað allt annað en það ætlaði, af því að það sér að það hentar betur. Það gerir þetta bara skemmtilegra,“ bendir Aðalheiður á og bætir við að veðrið og verðið hvetji fólk til að kaupa eignir á Spáni. „Það er allt önnur tilfinn- ing að dvelja á sínu eigin heimili en heimili annarra eða á hóteli, ganga að sínu dóti vísu og þekkja umhverfið. Þú sefur á dýnunni sem þú valdir og hentar þínu baki og ert innan um þína hluti. Margir hugsa þetta líka sem fjárfestingu, nota eignina hluta úr ári og leigja svo út þann tíma sem þeir dvelja ekki sjálfir,“ segir Aðalheiður sem býður upp á heildarþjónustu. „Oftast byrjum við að hitta við- skiptavinina á skrifstofunni okkar á Íslandi og förum yfir kaupferlið, kaupóskirnar, hvaða staðsetning og eignir myndu henta best. Síðan skipuleggjum við skoðunarferðina, sýnum eignirnar og þegar rétta eignin er fundin sjáum við um öll pappírsmál í samvinnu við spænska lögfræðinga, útvegum NIE númer (spænsk kennitala), aðstoðum við fjármögnun, val á húsgögnum og allt sem þarf til að klára málið. Flestir okkar viðskiptavinir í dag koma vegna meðmæla frá ánægðum viðskipta- vinum okkar. Fyrir okkur er það mjög ánægju- leg staðreynd,“ segir hún og ætlar sér að halda áfram á þessari braut í framtíðinni. „Ég hef mjög gaman að mínu starfi. Hef fundið aukin lífsgæði í því að dveljast í heitara loftslagi sem býður þar utan upp á meiri kaupmátt samanborið við Ísland.“ Hefur mikla trú á íslenskum konum í atvinnulífinu Aðalheiður sat í stjórn FKA í nokkur ár og segir það hafa verið skemmtilega og góða reynslu þar sem hún kynntist mörgum öflugum konum. „Mitt áhuga- svið hefur alltaf verið alþjóðleg samskipti og hef ég líka starfað mikið með FCEM, alþjóðlegum samtökum kvenna í atvinnurekstri og tengdi ég FKA við þau samtök á sínum tíma. Samstarfið við FCEM opnaði margar dyr og má t.d. nefna að í gegnum tengsl mín þar hef ég kynnst mjög öflugum konum í atvinnurekstri frá ýmsum löndum og sett upp fjárfestingaverkefni erlendis, t.d. í Slóvakíu,“ segir hún Að mati Aðalheiðar er vinnusemi lykillinn að velgengni og trú á sjálfan sig. „Ef maður trúir á sjálfan sig og leggur sig allan fram eru manni allir vegir færir en vissulega þarf að vinna fyrir velgengni. Við þurfum líka að vera góðar fyrir- myndir fyrir börnin okkar,“ segir Aðalheiður og bætir við að hún hafi mikla trú á íslenskum konum sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnu- markaðnum. „Við eigum svo mikið af vel menntuðum og duglegum konum sem ég er sannfærð um að eigi eftir að spjara sig vel.“ Aðalheiður segist alltaf hafa haft gaman af sölu- og markaðsmálum. Hún hefur stundað eigin rekstur í næstum 40 ár. „Ég stofnaði mitt fyrsta fyrir- tæki þegar ég var 23 ára en það var barnafataverslunin Engla- börnin sem er enn starfandi en ég seldi búðina árið 2004,“ segir hún. Aðalheiður útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands árið 1977 og fór í framhaldsnám við Kenn- araháskóla Íslands. Þaðan útskrif- aðir hún með B.ed. gráðu. Hún var kennari í stærðfræði við Verzló meðfram námi og hélt síðan áfram næstu árin. Þá var hún búin að opna Englabörnin og segir það hafa verið skemmtileg ár og gefandi. „Áhugasamir kaupendur höfðu samband við mig en ég var þá ekki í söluhugleiðingum. Ég sló þó til enda var kannski kominn tími á breytingar eftir 26 ár í verslun. Ég var líka byrjuð í fasteignavið- skiptum á Spáni og hafði sjálf keypt mér hús þar. Loftslagið, verðlagið og afslappaður lífsstíll átti vel við mig,“ segir hún en síðan hefur hún einbeitt sér að fasteignasölunni. Sífelld endurmenntun „Ég ákvað að taka þetta alla leið og varð löggiltur fasteignasali árið 2007. Einnig fór ég í nám og tók AMP-gráðu frá IESE-háskólanum í Barcelona, sem er einn fremsti viðskiptaháskólinn í heiminum. Þetta er ein besta fjárfesting sem ég hef gert um ævina, að fjárfesta í menntun fyrir sjálfa mig en skólinn býður upp á stöðuga endurmennt- un. Ég er að fara til Madridar á mjög öfluga ráðstefnu um fasteigna- fjárfestingar á vegum IESE í lok janúar. Í mínu fagi er nauðsynlegt að fylgjast vel með hvað er að gerast á sviði fasteignafjárfestinga í heim- inum svo ég hafi betri yfirsýn yfir markaðinn og geti miðlað betur til minna viðskiptavina. Meiri lífsgæði á Spáni Ég er ennþá búsett á Íslandi en dvel mikið á Spáni og fer þangað nánast í hverjum mánuði með viðskipta- vinum að sýna þeim eignir. Ég er líka með starfsmenn sem vinna með mér eftir þörfum. Ég finn þó að tíminn sem ég dvel á Spáni er alltaf að lengjast, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, birtan og sólin á hreinlega betur við mig en skamm- degið og kuldinn á Íslandi. Þar er líka mun ódýrara að gera vel við sig í mat og drykk og fólk afslappaðra og leyfir sér meira að njóta. Og svo er ég að reyna að bæta golfið hjá mér og á Spáni get ég leikið golf allt árið í góðu veðri,“ greinir hún frá. Aðalheiður segist alltaf hafa fundið fyrir miklum áhuga á fasteignakaupum á Spáni og árin fyrir hrun hafi verið sérstaklega góð. „Vissulega dróst salan aðeins saman í hruninu, en síðustu fimm árin hafa verið mjög góð. Salan er mun jafnari núna og kaupenda- hópurinn fjölbreyttari. Mun meira af yngra fólki er að kaupa eignir sem fjárfestingu og til að njóta lífsins. Einnig hefur það aukist að orlofssjóðir og starfsmannafélög festi kaup á eignum á Spáni til að auðvelda sínu fólki að komast í gott frí. Einn forstjóri í stóru fyrirtæki sagði mér að það að geta boðið hlunnindi, eins og t.d. dvöl í orlofs- íbúð fyrir fjölskylduna, væri góð leið til að auka ánægju og vellíðan starfsmannsins.“ Nýjar íbúðir vinsælastar Aðalheiður segir að vel staðsettar nýjar íbúðir séu vinsælastar. „Tvö til þrjú svefnherbergi, tvö bað- herbergi og aðgengi að góðum sundlaugargarði. Einnig eru góð sérbýli vinsæl, til dæmis einbýlis eða raðhús með sér garði og einka- sundlaug, eða aðgengi að sameigin- legum sundlaugargarði. Nálægð við golfvelli, strönd, verslanir og veitingastaði er krafa sumra, en aðrir vilja vera meira út af fyrir sig og velja þá eignir í samræmi við það. Nálægð við Alicante flug- völlinn er mikill kostur, þar sem þangað er flogið beint frá Íslandi allt árið. Við erum vel tengd við byggingarverktaka hér á Spáni og getum boðið upp á mikið úrval af eignum af ýmsum gerðum og á góðum stöðum og fylgjumst vel með nýjungum sem koma inn á markaðinn. Einnig seljum við endursölueignir, en nýju eignirnar eru samt mun vinsælli. Hefur selt fasteignir á Spáni í 20 ár Aðalheiður Karlsdóttir rak lengi verslunina Englabörnin. Nú selur hún Íslendingum fasteignir á Spáni og hefur rekið fyrirtækið Spánareignir í 20 ár. Mikill kraftur er í sölunni um þessar mundir. Aðalheiður Karlsdóttir rak lengi verslunina Englabörnin. Nú selur hún fasteignir á Spáni og líður vel. Íslendingar sækja í golfvellina á Spáni enda hægt að spila allan ársins hring og margir þeirra eru afar glæsilegir. Margir eiga sitt annað heimili á Spáni og njóta útiverunnar til hins ýtrasta. Aðalheiður segir að þriggja herbergja nýjar íbúðir séu vin- sælastar. Einnig hefur það aukist að orlofs- sjóðir og starfsmanna- félög festi kaup á eignum á Spáni til að auðvelda sínu fólki að komast í gott frí. Sumir vilja séreign með sundlaug og þær eru fjölbreyttar á Spáni. KYNNINGARBLAÐ 35 F I M MT U DAG U R 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 KONUR Í ATVINNULÍFINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.