Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 82
Það er ekki ofsögum sagt að við eigum mörg orð og orðatiltæki til um líffærakerfi okkar og má svo sem segja að þegar við erum að gefa þessum líkamspörtum nafn séum við iðulega að gera það af nokkurri alúð. Snilldin er mismikil og er orðið kjallari kannski ekki það besta, en þar er verið að vísa til innri og ytri kynfæra kynjanna. Það er augljóst að einstakl- ingar geta glímt við ansi mörg vandamál þarna, en sum eru algengari en önnur. Það er ákveðinn mu nu r á m i l l i kynja og þá eru vandamálin líka bundin að vissu leyti við aldur eða aldursskeið. Þegar við horfum til karl- anna má segja að hjá þeim sem yngri eru sé oftar en ekki um að ræða óþægindi við þvaglát, verki, sviða, kláða, útbrot eða jafnvel útferð sem í mörgum tilvikum má rekja til sýkinga. Þar koma til einfaldari þvagfærasýking- ar, sveppasýkingar í húð eða undir forhúð, bólgur í blöðruháls- kirtli en einnig kynsjúkdómar eins og klamydía, herpes eða kynfæravörtur svo dæmi séu tekin. Mikilvægt er að átta sig á því að þrátt fyrir að vera smitaður af kynsjúkdómi líkt og klamydíu geta bæði karlar og konur verið einkennalaus. Því er afar mikilvægt að láta skoða reglubundið fyrir slíku, sérstak- lega ef skipt er um maka, en það á við um allan aldur í raun. Hjá eldri körlum er meira um þá kvörtun að þva g l át séu að verða tregari sem orsakast oftar en ekki af stækkuðum blöðruhálskirtli. Sumir fá veruleg óþægindi af og jafnvel þvagteppu, það þarf oft lyf við slíku, en einn- ig getur þurft að hef la og minnka umfang kirtilsins til að létta á þvaglátum. Ekki má gleyma því að tíðni blöðruhálskirtilskrabba- meina eykst með aldri og er mikil- vægt að vera vakandi fyrir því. Þá upplifa karlar á efri árum að ekki sé eins mikil reisn yfir þeim og áður var sem getur verið afar viðkvæmt mál, en þarf að ræða því úrræðin eru orðin ansi mörg. Konurnar glíma við svipuð vandamál að mörgu leyti og karl- arnir en þó er munur á tíðni vanda- mála og orsökum. Líklega er ein algengasta orsök fyrir óþægindum hjá konum þvagfærasýking, en þær eru mun líklegri til að fá hana en karlar þar sem þvagrásin er styttri. Það eru þó ýmsar aðrar ástæður fyrir tíðari sýkingum og má þar nefna hormónastarfsemi, en þekkt er að eftir tíðahvörf finna konur oftsinnis meira fyrir óþægindum, þurrkur og breytingar á slímhúð- inni hafa þar sitt að segja. Þá hef ég áður komið inn á það að þvagleki er tíðara vandamál meðal kvenna og getur komið fram á öllum aldri en þó sérstaklega eftir barnsburð og verða konur að vera meðvitaðar og gera reglubundnar grindarbotns- æfingar. Útferð, kláði og sviði er býsna algeng kvörtun einnig og þar geta legið til grundvallar mjög margar orsakir. Algengast er að einhvers konar truflun verði á bakteríuflóru í sköpunum sem stuðlar að ofvexti á annaðhvort bakteríum eða sveppum sem aftur skapa þau ein- kenni sem konur finna fyrir. Ekki má þó gleyma öðrum sjúkdómum og ástæðum, sér í lagi ef einföld meðferð dugar ekki. Þar koma til að sjálfsögðu sömu kynsjúkdómar og hjá körlunum og verða konur að láta skoða sig ekki síður en karlarnir sé nokkur grunur um slíkt. Konur eftir tíðahvörf eru hér aftur í meiri hættu á að finna fyrir einkennum vegna breytinga í slímhúðinni, en mataræði, streita, álag og lyfja- notkun eru einnig áhættuþættir. Alltaf skyldi láta skoða ef útferðin er blóðlituð, þar sem slíkt getur verið merki um illkynja sjúkdóm. Óþægindi vegna innri kvenlíf- færa eru einnig margvísleg, en ef konur finna til verkja við samfarir bendir það til bólgu eða ertingar í leghálsi, legi eða eggjastokkum og ætti að skoða það vel. Hnútar í legi, blöðrur á eggjastokkum og aðskota- hlutir eins og lykkja geta valdið ein- kennum og er rétt að hafa í huga. Þá má ekki gleyma tíðaverkjum sem geta verið mismiklir og veru- lega einstaklingsbundnir en konur læra yfirleitt vel að þekkja þá. Svo auðvitað þungun sem þarf alltaf að útiloka líka hjá konum á barns- burðaraldri. Bráðir og miklir kvið- verkir geta verið utanlegsfóstur og uppásnúningur á eggjaleiðara og er rétt að leita strax læknis, hið sama gildir hjá körlum ef skyndilegir og miklir verkir koma upp í eistum. Kjallarinn geymir því ýmislegt for- vitnilegt og verra ef hann er í skralli. Kjallarinn í skralli? Teitur Guðmundsson læknir KVIKMYNDIR 1917 Leikstjórn: Sam Mendes Aðalhlutverk: Dean-Charles Chap- man, George MacKay, Benedict Cumberbatch Leikstjórinn Sam Mendes dregur í 1917 áhorfendur inni í háska- legan og harmþrunginn heim fyrri heimsstyrjaldarinnar í því sem virðist vera ein löng og óslitin fyrir ótrúlega kvikmyndagaldra og sjón- hverfingar klipparans Lee Smith og tökumannsins Roger Deakins sem gera myndina óvenju ágenga. Ekki verður því hjá því komist að taka virkan þátt í hryllingnum, eyðileggingunni og þjáningum her- mannanna þannig að styrkur 1917 liggur helst í einfaldri framvindu sögunnar, sterkum leik og stórkost- legum æfingum í kvikmyndatöku og lýsingu. Lítt þekktir aðalleikar- arnir gefa sögunni aukinn raun- veruleikablæ og aukapersónur skína með stjörnuleikurum sem styrkja heildarmyndina enn frekar í stuttum senum. Andrew Scott er í algjöru uppáhaldi með geggjaðan gálgahúmor og krúnuleikarinn Richard Madden dregur fram tár með sannkölluðum Óskarsverð- launaleik í rétt tæplega tveggja mínútna senu. Mendes dregur hér upp hráa mynd af tilgangslausu stríðsbrölti þar sem eldri menn etja ungum strákum út á foraðið, ofan í opnar grafir, þar sem þeir stráfalla í nafni útblásinnar ættjarðarástar og merk- ingarleysu sem kristallast best í því að á meðan annarri söguhetjunni er það mikill heiður að fá að berjast fyrir föðurlandið eru heiðursmerk- in fyrir hugrekkið ekki merkilegri en svo í augum hins að hann er til í að skipta á þeim fyrir vínflösku. Ingunn Lára Kristjánsdóttir NIÐURSTAÐA: Framúrskarandi leikur og kvikmyndataka magna átakanlegt ferðalag um einskismannsland þar helst er skjól í gálgahúmor og söng. Heillandi hildarleikur Stríðsmynd Mendes þykir mögnuð. Alliance Française, franska sendiráðið og Bíó Paradís standa að Frönsku k vik-m y n d a h á t í ð i n n i sem nú er haldin í 20. sinn en það fyrsta í Paradísinni við Hverfisgötu. Hátíðin hefst formlega með sýn- ingu myndarinnar La Belle Époque, Fögru veröld, í kvöld en franska bíóballið byrjar síðan fyrir alvöru á föstudaginn. La Belle Époque er önnur mynd Nicolas Bedos, sem þykir einn áhugaverðasti leikstjóri Frakka um þessar mundir, og skartar leikurum á borð við Fanny Ardant, Daniel Auteuil, Doria Tillier og Guillaume Canet. Myndinni, sem er sýnd með íslenskum texta, er lýst sem hug- ljúfri gamanmynd þar sem allt gengur upp þannig að áhorfandinn gangi uppnuminn út af sýningu hennar. Dagskrá hátíðarinnar er fjöl- breytt sem endranær og vitaskuld flestu til tjaldað á þessu afmælisári þegar ellefu ólíkar myndir eru á dagskrá. Auk La Belle Époque þykir nokkur fengur í Portrait de la jeune fille en feu, Portrait of a Lady on Fire, eftir Céline Sciamma. Myndin segir ástarsögu tveggja kvenna á 18. öld og hlaut hinsegin verðlaun og verðlaun fyrir besta handritið á kvikmyndahátíðinni í Cannes auk þess að vera talin ein áhugaverðasta kvikmynd ársins að mati gagnrýnenda og áhorfenda. Nýjasta mynd Romans Polanski, Ég ákæri, er einnig úr dagskrá en eins og kunnuglegur titillinn, J’accuse, ber ef til vill með sér þá tekst leikstjórinn dáði og fordæmdi hér á við Dreyfus-málið og teflir þar fram leikaranum Jean Dujardin sem hlaut Óskarsverðlaunin sællar minningar fyrir frábæran leik í The Artist 2012. Eins og undanfarin ár kemur kanadíska sendiráðið á Íslandi að sýningu einnar myndar sem að þessu sinni verður lokamynd hátíðarinnar, Matthías og Maxime eftir Xavier Dolan, Þá eru ýmsir viðburðir og sérsýn- ingar á dagskrá, til dæmis Amélie sem vann áhorfendakosningu Bíó Paradísar á samfélagsmiðlum. Eitt kvöldið er helgað heimildar- mynd, Guðaveigum, um náttúruvín og að sýningu lokinni verður boðið upp á vínsmökkun í umsjón Dóra DNA sem hefur þróað með sér mik- inn áhuga á vínsmökkun og nátt- úrulegum framleiðsluaðferðum. Klassíska kvöldið er lagt undir glæpamyndir og boðið upp á meist- araverkin Morðinginn býr í númer 21 og Les Diaboliques. Kynnir á kvöldinu verður rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir. Þá verða Sólveigar Anspach verð- launin fyrir stuttmyndir af hent í fjórða skipti. Sjón er formaður dómnefndar og stýrir athöfninni þegar höfundar bestu stuttmyndar á íslensku og bestu stuttmyndar á frönsku verða heiðraðir. – þþ Ástir, glæpir og vín í Paradís Franska kvikmyndahátíðin er nú haldin í tuttugasta sinn en í fyrsta skipti í Bíói Paradís þar sem franskar ástir munu krauma í bland við glæpi, heitar tilfinningar og eðalvín. Daníel fær einstakt tækifæri til að bjarga hjónabandinu í La Belle Époque. Listakonan Marianne fær það verkefni að mála portrett af Héloïse en verður um leið ástfangin af fyrirsætunni í hinsegin mynd ársins í Cannes. 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.