Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.01.2020, Blaðsíða 17
Til er fólk sem hafnar kenn-ingum Darwins um náttúru-val og oft á tíðum fá fréttir af slíku fólki aðra til að brosa út í annað og hrista hausinn. Keikó blessaður fékk heldur betur að kynnast náttúruvalinu af eigin raun. Alinn upp í fiskabúri nánast alla ævi og svo þegar honum var sleppt út í villta náttúruna, veslað- ist hann upp og gaf loks upp öndina við Noregsstrendur. Á Íslandi er hópur fólks sem heldur því fram að kenningar Darwins um náttúruvalið eigi ekki við um lax sem alinn er í sjókvíum. Því er iðulega haldið fram, og almenningur hræddur með þeirri fullyrðingu, að eldislaxinn muni sleppa í stórum stíl og ganga hér upp í allar ár og eyðileggja hinn íslenska laxastofn. Þrátt fyrir að vísinda- og fræðafólk leggi fram gögn og rannsóknir sem sýna að hinum íslenska laxastofni stafi lítil sem engin hætta af eldislaxi í sjókvíum er málf lutningurinn yfirleitt afgreiddur á þá leið að viðkomandi séu leppar fiskeldis- fyrirtækjanna, leigupennar eða eitthvað annað þaðan af verra. Blessaður sannleikurinn Sannleikurinn er hins vegar annar. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að mjög litlar líkur eru á að eldis- lax sem sleppur úr sjókvíum lifi af í villtri náttúru, gangi upp í ár og takist að blandast við villta stofna. Náttúruvalið er óvægið og lax sem alinn hefur verið upp og kynbætt- ur í kynslóðir sem eldisdýr kann ekki að bjarga sér í náttúrunni, frekar en önnur húsdýr. Annað- hvort deyr hann úr hungri eða er étinn af öðrum. Veslast upp og deyr líkt og Keikó hér um árið. Vísindalegar rannsóknir hafa líka sýnt að ef eldislax ratar upp í laxveiðiá kemur Darwin aftur til leiks og náttúruvalið sér til þess að villtir stofnar sem aðlagaðir eru að náttúrulegu umhverfi í kyn- slóðir hafa yfirhöndina í maka- vali og fjölgun. Og enn og aftur sér Darwin um sína ef eldislax skyldi nú ná að blandast villtum laxi því blendingsaf kvæmin hafa skerta hæfni til að komast af og það tekur einungis fáeinar kynslóðir þar til náttúruvalið er búið að eyða út ummerkjum um blöndun. Það samræmist ekki eðli náttúruvals- ins að eldisdýr með mjög skerta hæfni til að komast af í náttúrunni ryðji burt villtum stofnum sem hafa mun meiri hæfni til að komast af, eftir langtíma aðlögun að nátt- úrulegum aðstæðum. Því má segja að náttúruvalið sé með þrefalda öryggisvörn fyrir hinn villta stofn. Sýnt er að laxastofninn í Norður- Atlantshafi er hvorki með vegabréf né kennitölu og því f lakkar alltaf ákveðin hluti norskra, íslenskra og skoskra laxa á milli landa, fer í aðrar ár en sína eigin og fjölgar sér þar. Sama á við um stofna innan hvers hafsvæðis, þeir fara ekki allir upp í sína upprunaá. Með því er náttúruvalið að viðhalda líffræði- legum fjölbreytileika á hverju vist- svæði fyrir sig og erfðasamsetning stofna helst því ekki óbreytt yfir tíma, frekar en annað í náttúrunni. Landeigendur og veiðiréttarhafa hafa margir sjálfir viljað breyta og hafa áhrif á náttúruvalið. Á undan- förnum áratugum hefur mörgum milljónum laxaseiða verið sleppt í íslenskar ár og slík f iskirækt stendur enn hérlendis þó hún sé að mestu bönnuð í nágrannalönd- unum, einmitt vegna inngrips í náttúruvalið. Raunar er það svo að villt laxaseiði sem alin eru í eldis- stöð og sleppt er í ár eru einnig með mjög skerta hæfni til að komast af. Það endurspeglast m.a. í hversu mikið mun lakar þau skila sér úr hafi en seiði sem alast upp við nátt- úrulegar aðstæður. Fiskirækt með seiðasleppingum hefur því tæp- ast það markmið að viðhalda og vernda laxastofninn í viðkomandi á. Markmiðið er fremur að fjölga fiskum, helst stórlöxum, sem fást úr stangveiði. Því hver vill ekki fara í á þar sem er stórlaxavon? Margar íslenskar „laxveiðiár“ eru hreinar haf beitarár þar sem lítil sem engin laxveiði var fyrr en veiðiréttarhafar og landeigendur fóru að sleppa seiðum í viðkom- andi ár. Ef landeigendur og aðrir geta gert sér tekjur og af komu af slíku fiskeldi er það ánægjulegt á margan hátt. Skapar vonandi störf og tekjur en getur vart talist sér- stök náttúruvernd. Það hlýtur líka að hjálpa veiðiréttarhöfum að sala veiðileyfa er undanþegin virðis- aukaskatti í skattalögum. Vandað til verka Laxeldi á Íslandi er stækkandi atvinnugrein, sem nú þegar á fyrstu árum sínum er farin að skila yfir 25 milljörðum króna í útf lutningstekjur og hefur tryggt sjálf bæra byggðafestu í mörgum samfélögum á Vestf jörðum og Austfjörðum. Með tilkomu lax- eldis hafa skapast hundruð starfa og óbeinum störfum fjölgar með hverjum degi hjá þjónustufyrir- tækjum sem eru að byggjast upp í kringum greinina. Fyrirtækin leggja mikla áherslu á mikið eftirlit og gott samstarf við eftirlitsstofnanir, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Að starfa í sátt og samlyndi við umhverfið er lyk- ilatriði fyrir framleiðslu fyrirtækj- anna og því leggja þau mikið upp úr umhverfisvöktun og eftirliti. Því er það miður hvernig umræð- an er oft á villigötum. Fullyrðing- um, sem eiga engar vísindalegar stoðir, er slegið fram og spilað er inn á hræðslu og tilfinningar þeirra sem ekki þekkja nægjanlega vel til. Það er von mín að umræðan um framtíðaruppbyggingu fiskeldis á Íslandi komist upp úr þessum hjól- förum og við einhendum okkur saman í að byggja hér upp frábæra atvinnugrein, nýsköpunar- og þekkingariðnað, sem getur orðið enn ein stoðin undir velferðar- samfélagið Ísland og kærkomin við- spyrna fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Darwin, Keiko og við hin Jens Garðar Helgason formaður SFS og fram- kvæmdastjóri Laxa Fiskeldis ehf. Allar helstu stjórnmálahreyfing- ar írsku þjóðarinnar, þar á meðal Fianna Fáil, Fine Gael og Sinn Féin, styðja eindregið aðild Íra að Evr- ópusambandinu. Írum hefur ekki orðið hnikað í þessu í þeim þvældu viðræðum sem nú hafa lengi staðið við Englendinga innan Stóra-Bret- lands um útgöngu úr sambandinu, Brexit. Írskir stjórnmálaflokkar mótuðust á tímum átaka og þjóð- frelsisbaráttu og þeir eru mótaðir af írskri ættjarðarást, sjálfstæðis- baráttu og þjóðernisstefnu. Það er sammæli meðal Íra að aðildin að Evrópusambandinu efli fullveldi þjóðarinnar og styrkir samfélag, efnahagslíf, menningu og þjóðerni þeirra. Svo ákafir fullveldismenn og þjóðhyggjumenn sem Írar eru færu önnur sjónarmið aldrei á milli mála af þeirra hálfu – ef þeim þætti slíkt málefnalegt eða sanngjarnt. Sama verður sagt um Þjóð- ernisflokk Skota, Scottish National Party. Flokkurinn fer með heima- stjórn í Skotlandi og ber ægishjálm yfir aðra stjórnmálaflokka að fylgi meðal almennings. Skotar eru mjög andvígir Brexit-stefnu Englendinga og telja sjálfum sér miklu betur borgið innan Evrópusambandsins áfram. Stuðningur þeirra við ESB- aðild er ein ástæða þess að Skotar ræða um þessar mundir um endur- tekna þjóðaratkvæðagreiðslu um aukið sjálfstæði þjóðarinnar. Allir vita að þjóðerniskennd, ættjarðar- ást og fullveldishugur Skota eru einhverjar þær sterkustu stjórn- málakenndir sem fyrirfinnast á byggðu bóli. Þessi afstaða Íra og Skota byggist á eigin reynslu þeirra af margra ára aðild að Evrópusambandinu. Það þarf ekki lengra að leita vitna um megineinkenni Evrópusambands- ins en til þessara vina, frænda og nágranna íslensku þjóðarinnar. Dæmin staðfesta að Evrópusam- bandið ógnar ekki eða hnekkir fullveldi eða þjóðmenningu aðildarríkjanna. Reynsludómur Íra og Skota er ótvíræður. Útganga Englendinga, Brexit, er vitaskuld enn önnur staðfesting á þessu sama. Þeir komast sína leið, jafnvel þótt klaufaskapur, innri sundrung, undirbúningsleysi og æðibunu- gangur hafi einkennt viðleitni þeirra. Evrópusambandið beygir sig fyrir óskum þeirra af ótrú- legri lipurð. Stjórnvöld í Póllandi og Ungverjalandi fara sínu fram með hávaðalátum og komast upp með það. Fyrri ríkisstjórn Grikkja komst upp með ótrúlega ósvinnu lengi vel og fékk samt aðstoð, jafn- vel þótt öðrum of byði. Og Evrópu- sambandið hefur hvorki vald né umboð til afskipta af skelfilegu framferði spænskra stjórnvalda í Katalóníu. Þessi dæmi og f leiri staðfesta að stofnanir Evrópusambandsins lúta fullveldi þjóðríkjanna en drottna ekki yfir því. Lúta fullveldi þjóðríkjanna Jón Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri Reykjavíkurborg rekur 63 leik-skóla. Í lögum um leikskóla kemur fram að hann sé fyrsta skólastigið en þar er kveðið á um að tveir af hverjum þremur starfs- mönnum skuli vera menntaðir leik- skólakennarar. Leikskólar gegna mikilvægu hlutverki í menntun barnanna okkar. Í nóvember 2019 var starfandi í borgarreknum leikskólum Reykja- víkurborgar 351 leikskólakennari í 301 stöðugildi en heildarfjöldi stöðugilda er um 1400. Það er því aðeins 301 stöðugildi leikskóla- kennara á þessum 63 leikskólum sem Reykjavíkurborg rekur eða um 4,7 stöðugildi á hverjum leikskóla. Það gefur augaleið að það er ekki í samræmi við lögin. 100 deildir án leikskólakennara Leikskóladeildir í nóvember 2019 voru hjá Reykjavíkurborg 284, þar af voru 184 deildir með starfandi leikskólakennurum en 100 deildir án leikskólakennara. Þessar tölur eru sláandi og það er ljóst að gríðar- leg vinna er fram undan. Til þess að uppfylla lögin, sem kveða á um það að 2/3 hlutar starfsmanna skuli vera menntaðir leikskólakennarar þá þurfa að vera 933 leikskólakennara starfandi á leikskólum Reykjavíkur. Það er því augljóst að mikið vantar upp á að ná því að uppfylla þessa lagaskyldu. Til hvers eru þessi lög ef það er hægt að þverbrjóta þau í stærsta sveitarfélagi landsins án þess að það séu nokkur viðurlög við því? Leikskólar án fagfólks Einn 5 deilda leikskóli er ekki með neinn starfandi leikskólakennara utan leikskólastjóra og í fjórum leik- skólum er aðeins 1 og 1,3 stöðugildi leikskólakennara. Í sjö leikskólum starfa 2 leikskólakennarar utan leikskólastjóra. Er hægt að kalla leik- skóla án leikskólakennara eitthvað annað en gæsluvelli? Lausn Mannekla er stóra vandamálið sem leikskólar Reykjavíkur glíma við, að skerða þjónustu er ekki lausn á þeim vanda. Við verðum að auðvelda þeim sem vilja fara í námið að klára það og styðja þá mun betur en nú er gert. Hvernig er þetta í öðrum bæjarfélög- um, hvernig stendur á því að í Þor- lákshöfn er hlutfall leikskólakenn- ara 100%, á Akureyri 51%, á Akranesi er það 44% og á Seltjarnarnesi er það 40%? Af hverju er staðan ekki betri hjá stærsta sveitarfélagi landsins? Það má búast við því að í haust hverfi svo einhver fjöldi af þessum 351 leikskólakennara yfir á önnur skólastig ef ekki verður blásið til stórsóknar í leikskólum Reykja- víkur. Það gerist vegna þess að nú geta leikskólakennarar, líkt og aðrir kennarar, flakkað á milli skólastiga. En hvernig á að bregðast við þessari þróun? Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að byrja á því að styrkja fólkið okkar enn frekar til þess að stunda námið. Í öðru lagi þarf að horfa til þeirra sveitarfélaga sem eru að gera betur en við og draga lærdóm af þeim, t.d. með því að horfa á hvernig þau að verja fjármunum til leikskólanna. Í þriðja lagi eigum við að nýta þær skýrslur og kannanir sem hafa verið gerðar og fjalla um þennan mikla vanda. Það er allt hluti af því að leysa þennan vanda ásamt því að móta fjölskyldustefnu. Fjölskyldustefna er lykill að lausn Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lagt það til að Reykjavíkurborg móti sér fjölskyldustefnu, líkt og hefur verið gert í mörgum sveitarfélögum lands- ins. Stefnan er mjög mikilvæg og getur ekki aðeins tekið á málefnum fjölskyldunnar af meiri festu heldur mun hún einnig tryggja af komu barna og hagsmuni þeirra. Þá mun hún efla forvarnir og fræðslu fyrir fjölskyldur, tryggja að öll börn eigi kost á að taka þátt í skipulögðu frí- stundastarfi, auka stuðning við umönnun og samþættingu fjöl- skyldu- og atvinnulífs og tryggja velferð barna. Hættum að tala og brettum upp ermar, gerum það sem þarf að gera til þess að byrja að snúa hjólinu í rétta átt. Þannig fáum við fagfólkið okkar aftur til okkar og aukum nýliðun í stétt leikskólakennara. 301 Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Mannekla er stóra vanda- málið sem leikskólar Reykja- víkur glíma við, að skerða þjónustu er ekki lausn á þeim vanda. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F I M M T U D A G U R 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.