Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2020, Qupperneq 77

Fréttablaðið - 23.01.2020, Qupperneq 77
ÞAÐ ER MIKIL FAG- ÞEKKING HJÁ ÞESSU FÓLKI OG HUGMYNDIN SKIPTIR NÁTTÚRLEGA MÁLI – ÞETTA SPILAR SAMAN.Þessi sýning er svolítill leikur með hvað ljós-myndin er. Við erum að ögra þeirri hug-mynd að ljósmyndin sé g lug g i að ver u- leikanum, hún geti verið annars konar, jafnvel þrívítt verk,“ segir Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri þegar við göngum um sali Gerðar- safns til að virða fyrir okkur það sem fyrir augun ber á sýningunni Afrit. Þar eiga sjö listamenn ljós- myndaverk. Brynja segir sum verkin glæný og gerð sérstaklega fyrir sýninguna, önnur eldri en falla að þemanu. „Það er mikil fagþekk- ing hjá þessu fólki og hugmyndin skiptir náttúrlega máli – þetta spilar saman,“ tekur hún fram. Claudia Hausfelt á eitt af nýju verkunum, Surface Transfer 2019 nefnist það. Hausfelt hefur myndað sama klettinn margoft og í mörgum hlutum og myndunum er raðað þannig upp að úr verður athyglis- vert gólfverk. Í verki Bjarka Bragasonar sem heitir Tíu þúsund og eitt ár er afrit- un af jarðfræðilegu ferli við Hellis- heiðarvirkjun þar sem koldíoxíð er orðið að kristöllum í bergi. Upp- setningin er þannig að ljósmyndin verður nokkurs konar skúlptúr. Pétur Thomsen á seríur sem hann nefnir Prelude #1 og Prelude #2, og eru frá 2014-2020. Hann hefur tekið myndir í sínu nærum- hverfi að nóttu til í sterku ljósi og raðað saman á vegg. „Það er eins og augnablikið fari smá að líða þegar maður sér svona samsett verk, nán- ast eins og í myndasögu,“ bendir Brynja á. Við höldum áfram röltinu og komum að öðru verki eftir Bjarka, Eftilvill í því sem það, frá 2014. Á bak við verkið er saga um klaka úr Vatnajökli sem var kennslugripur á vísindamessu í Háskólabíói, vegna Sýningin svolítill leikur með hvað ljósmyndin er Eðli ljósmyndarinnar er þanið út á frumlegan hátt á sýningunni Afrit í Gerðarsafni í Kópavogi sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands. Þar eiga sjö listamenn fjölbreytt verk sem þó falla öll undir sama hatt. Brynja við seríurnar Prelude #1 og Prelude #2 eftir Pétur Thomsen. Myndirnar tók hann í eigin garði um nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Claudia Haus- feld myndaði klett marg- sinnis fyrir verkið Surface Transfer, 2019. Næst er hluti af Bendingu 2017 eftir Þórdísi Jó- hannesdóttur, þar sem hún snýr upp á ljós- myndina. Fjær er hluti af seríu Hallgerðar Hall- grímsdóttur. Á neðri hæð Gerðarsafns eru járnverk Gerðar Helgadóttur frá 6. áratugnum. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is þeirra upplýsinga sem gamall ís hefur að geyma um veðurfar. Þegar messunni lauk lenti klakinn í hol- ræsinu en Bjarka tókst að varðveita hann á tvo vegu, í ljósmyndum og vídeóverki. Hallgerður Hallgrímsdóttir á verk í fimm hlutum, Nokkrar hug- leiðingar um ljósmyndun – Vol. II, 2019. Hún leitar í uppruna ljós- myndunar og hefur lagt á sig að handmála mynd af blómum í vasa, eins og gert var þegar einungis var hægt að taka svarthvítar myndir. Í verkinu Bending frá 2017 snýr Þórdís Jóhannesdóttir hins vegar upp á stórar ljósmyndir á pappír og álplötu þannig að þær verða að þrí- víðum hlut. Ein af hennar myndum er nærmynd af smáatriðum í verki eftir Gerði Helgadóttur (1928-1975) sem safnið heitir eftir. Á neðri hæðinni er svo orðin til ný grunnsýning með járnverkum Gerðar frá 6. áratugnum. Salurinn er jafnframt vinnustofa fyrir lista- menn sem ætlað er að fá innblástur frá verkunum. Þórdís Erla Zoëga hefur þegar tekið þar til starfa. „Ég ætla að vinna verk í sama anda og Gerður en á minn hátt, með mínu tvisti,“ segir hún brosandi. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 29F I M M T U D A G U R 2 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.