Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 44

Fréttablaðið - 23.01.2020, Page 44
Therese tók við stöðunni í byrjun árs og er tiltölulega nýkomin til Íslands. „Ég hef átt mjög alþjóðlegan starfsferil,“ segir Therese sem upprunalega kemur frá Svíþjóð. „Ég byrjaði að vinna hjá Aga Gas AB í Svíþjóð árið 2011. Það er hluti af Linde Group líkt og Linde Gas á Íslandi. Síðan þá hef ég unnið sem forstöðumaður verkefnastofu í Þýskalandi og fram­ leiðslustjóri í Frakklandi.“ Therese segist vera spennt fyrir nýja starfinu og að kynnast Íslandi. Sem forstjóri ber hún ábyrgð á allri starfsemi fyrirtækisins á Íslandi. Þegar hún vann í Þýskalandi var hún þátttakandi í starfsþjálfun með áherslu á konur í stjórnunar­ stöðum. Hún tók einnig þátt í leið­ beinendaþjálfun fyrir kvenkyns leiðtoga. „Linde Group styður fjöl­ breytni og konur í stjórnunarstöð­ um eru hluti af þeirri fjölbreytni,“ segir hún. Therese segist hafa verið ánægð að sjá að hjá Linde Gas á Íslandi séu konur við störf í framleiðslu. „Ég var framleiðslustjóri í Frakklandi og get fullyrt að á alþjóðavísu eru karlmenn í miklum meirihluta við framleiðslustörf.“ Á Íslandi eru 30% starfsfólksins konur en árið 2013 voru þær aðeins 22%. „Við erum því að ná árangri hvað varðar kynjajöfnuð og mér finnst mikill heiður að vera fyrsti kvenkyns forstjóri fyrirtækisins. Linde Gas á Íslandi framleiðir lofttegundir fyrir ýmiss konar starfsemi, eins og argon fyrir áliðnaðinn, köfnunarefni til fryst­ ingar á fiskafurðum, koldíoxíð fyrir gosdrykkjaframleiðendur og lyfjasúrefni fyrir sjúkrahús svo fátt eitt sé nefnt. Linde Gas vinnur fyrst og fremst með innlendum viðskiptavinum en nýtir sér sérfræðiþekkingu frá Linde Group héðan og þaðan í heiminum til að finna lausnir fyrir hérlenda starfsemi. Ísaga, sem heitir nú Linde Gas, hefur verið hluti af Linde Group frá aldamót­ um, en fyrirtækið er með starfsemi í yfir 100 löndum og hjá því starfa um 80.000 manns. Á Íslandi starfa 30 manns hjá fyrirtækinu. Fyrsta konan við stjórnvölinn Therese Johansson er nýr forstjóri Linde Gas á Íslandi og fyrsti kvenkynsforstjórinn í 100 ára sögu fyrirtækisins. Hún segir fyrirtækið leggja áherslu á fjölbreyttan starfsmannahóp. Therese Johansson er fyrsta konan sem gegnir stöðu forstjóra hjá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Linde Group styður fjölbreytni og konur í stjórnunar- stöðum eru hluti af þeirri fjölbreytni. Hvernig nýtir þú þína styttingu? Vinnudagur félagsmanna VR styttist um 9 mínútur 1. janúar 2020. Ef ekki er búið að semja um útfærslu á þínum vinnustað þá styttist vinnudagur þinn strax um 9 mínútur. Kynntu þér mögulegar útfærslur á vr.is/9min Á DAG Á VIKU Á MÁNUÐI3 51 54 9 Hvernig er samkomulagið á þínum vinnustað? Vinnudagur félagsmanna VR hefur styst um 9 mínútur 22 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . JA N ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RKONUR Í ATVINNULÍFNU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.