Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Page 1

Skessuhorn - 29.05.2019, Page 1
 arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 22. tbl. 23. árg. 29. maí 2019 - kr. 750 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Bjartmar, Hannesson bóndi á Norðurreykjum í Borgarfirði, var að líkindum fyrstur íslenskra bænda að hefja slátt þetta sumarið. Hann sló fyrstu spildu sumarsins síðast- liðinn laugardagsmorgun, 25. maí, fjóra hektara umhverfis bæinn. Síð- ar sama dag byrjuðu nokkrir sunn- lenskir bændur slátt, enda töluvert um að menn haldi sig við þá gömlu trú að allt gangi í haginn með vísan í; „laugardagur til lukku.“ Eins og sést á meðfylgjandi mynd var prýði- leg spretta á heimatúninu. Grasið þurrkaði hann í rúllur og var bú- inn að pakka þessari úrvalstöðu fyr- ir hádegi á mánudaginn. Hann á þó ekki von á að gefa kúnum af þess- ari fyrstu uppskeru sumarsins strax, ætlar að koma fyrst í þær fyrning- unum frá síðasta sumri sem eru rýr- ari að gæðum. Bjartmar segist hafa slegið sama tún 20. júní í fyrra og aldrei fengið þurrk í verkun fyrstu uppskerunnar, enda var síðasta sumar með eindæmum vætusamt og erfitt til heyskapar. Bjartmar kveðst aðspurður reikna með að með sama áframhaldi í sprettu og réttum veð- urskilyrðum geti hann hafið slátt af fullum þunga um næstu helgi. Fast- lega má búast við að fleiri bændur á Vesturlandi séu nú ýmist byrjaðir slátt eða undirbúi hann. „Ég man ekki eftir svona góðu sprettuvori frá því við Kolla [Kol- brún Sveinsdóttir, innsk. blm.] hófum búskap árið 1975. Held að þetta sé besta vor og sumarkoma sem ég og jafnvel mun eldri menn muna. Þegar svona árar fyllast menn bjartsýni. Konan hafði það á orði í morgun að þetta væri jafn- vel ánægjulegri tíma en sjálf jólin,“ sagði Bjartmar Hannesson léttur í bragði þegar rætt var við hann á laugardagsmorgun. mm/ Ljósm. Kolbrún Sveinsdóttir. Sláttur hófst í Borgarfirði mánuði fyrr en í meðaláriSjómannadagurinn er ætíð fyrsta sunnudag í júní og er því framund- an með tilheyrandi há- tíðarhöldum. Af því til- efni fylgir með Skessu- horni í dag 32 síðna sérblað tileinkað sjó- mönnum. Rætt er við núverandi og fyrrver- andi sjómenn víðsveg- ar um Vesturland og ýmsa fleiri sem tengj- ast fiskveiðum og -vinnslu. Sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskar Skessuhorn innilega til hamingju með daginn. mm Sjómannadagsblað fylgir Skessuhorni í dag Opið daglega 10:00-18:00 Kjöt, Fiskur og Grænmeti Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi Sími 537-1400, Netfang: ljomalind@ljomalind.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.