Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Page 18

Skessuhorn - 29.05.2019, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201918 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Allt grunnnám við HA er sveigjanlegt nám sem þýðir að engu skiptir hvort þú ert staðarnemi eða fjarnemi. Allir fylgja sömu námsskránni og hafa aðgang að sama námsefninu. við Háskólann á AkureyriSjávarútvegsfræði www.unak.is Sjávarútvegsfræði er spennandi og krefjandi nám sem veitir góðan grunn fyrir stjórnunarstörf í öllum greinum sjávarútvegs Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á Íslandi sem býður upp á nám í sjávarútvegsfræði „Hugmyndin um að fara í sjáv- arútvegsfræði við Háskólann á Akureyri kviknaði þegar ég var að vinna á flæðilínunni hjá fiskvinnslufyrirtæki. Þá fór ég að velta því fyrir mér hversu mikilvægur sjávarútvegurinn er í okkar samfélagi. Það eru miklir framtíðarmöguleikar í greininni og við Íslendingar stöndum mjög framarlega á þessu sviði. Því ber að þakka þeirri gríðarlegu nýsköpun og verðmætaaukningu sem hefur orðið í íslenskum sjávarútvegi á síðustu árum.“ Anna Borg Friðjónsdóttir Sölustjóri hjá Iceland Seafood Bárður Jóhönnuson er 23 ára sjó- maður í Ólafsvík. Hann er nú að ljúka sinni fyrstu vertíð sem skip- stjóri en hann rær á línubátnum Kristni SH. Bárður segir í samtali við Skessuhorn að hann sé alinn upp í kringum sjávarútveg og það hafi aldrei annað komið til greina en að gerast sjómaður. Þá sé auk þess frá- bært að búa í Ólafsvík og máli sínu til stuðnings segist Bárður hafa fest kaup á sínu fyrsta húsi í bænum og sé í rólegheitunum að gera það upp þegar tími gefst frá sjónum. Um sinn sjómannsferil segir Bárð- ur að hann hafi verið öll sumur á sjó frá 14 ára aldri á Kristni SH. „Síðan fór ég í Stýrimannaskólann og náði 45 metra réttindunum. Það gekk bara vel í vetur á minni fyrstu ver- tíð sem skipstjóri en við erum tveir sem skiptum því starfi um borð, ég og Þorsteinn Bárðarson sonur afa. Ég ræ í tvær vikur sem skipstjóri og svo eina viku sem stýrimaður og svo eigum við frí í eina viku. En við erum að jafnaði fjórir um borð og tveir í fríi. En það hefur verið mikið róið. Á þessum níu mánuðum sem við gerðum út fórum við 162 róðra og fiskuðum 1.558 tonn sem gera 9,6 tonn að jafnaði í veiðiferð.“ Bárður segir að þeir hafi róið mikið frá Skagaströnd á haustin og fram að áramótum. Þar hafi gengið mjög vel að ná í ýsuna. „Ég er með tvo reynslubolta sem hafa reynst mér vel sem skipstjóri; afa minn Bárð Guðmundsson sem er með áratuga reynslu og er mikill afla- maður en hann er nýhættur til sjós en hefur þó aðeins leyst af í vetur. Og svo náttúrulega Þorstein. Ég spyr þá báða að mörgu ef ég þarf á því að halda og kem aldrei að tóm- um kofanum hjá þeim.“ Þótt þetta sé fyrsta árið sem Bárður er skipstjóri á línubáti hefur hann samt sem áður róið á Júlla Páls SH sem útgerðin á. „Ég hef verið með þann bát í smá tíma á sumrin á handfærum og makríl og það hef- ur bara gengið vel,“ segir Bárður og bætir við að aflinn á handfærum á síðasta sumri hafi verið 60 tonn og svo 200 tonn af makríl. „En ég varð að hætta snemma á þeim veið- um vegna þess að við vorum að fara að róa á Kristni. Ég var hæstur yfir landið þegar ég hætti á makrílnum og náðu tveir bátar að komast upp fyrir mig að lokum.“ Þótt Bárður verji miklum tíma á sjó, þá á hann sín áhugamál og segist hann hafa áhuga á lyfting- um og fótbolta. „Ég fer stundum í bumbubolta með strákunum þegar tími gefst til. Bárður hefur komið sér upp lyftingaaðstöðu á efri hæð beitningarskúrs útgerðarinnar og segist bara hafa orðið að gera það til þess að geta æft þegar hann hefði tíma til. af Bárður SH 812. Er að ljúka sinni fyrstu vertíð sem skipstjóri Fjórir af sex í áhöfn Kristins SH. Svavar Kristmundsson, Bárður Jóhönnuson, Þorsteinn Bárðarson og standandi er Þröstur Þorláksson. Mynd af fjölskyldu Bárðar þegar núverandi Kristinn SH var keyptur. Myndin var tekin árið 2012 og er Bárður lengst til hægri. Móðir hans Jóhanna Bárðardóttir heldur um axlir hans.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.