Skessuhorn - 29.05.2019, Qupperneq 26
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201926
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
„Ég byrjaði á sjónum fermingarár-
ið 1952, á handfæraveiðum á Giss-
uri Hvíta. Það var 19 tonna trébát-
ur sem hafði verið keyptur í Hólm-
inn frá Hornafirði,“ segir Kristján
Lárentsínusson, stýrimaður, skip-
stjóri og útgerðarmaður í Stykk-
ishólmi, í samtali við Skessuhorn.
„Sérstaklega er mér minnisstæður
einn sunnudagur frá þessum tíma
á Gissuri. Þá tókum við frí og fór-
um inn á Patreksfjörð og þar sem
við sigldum inn fjörðinn blöstu við
okkur 23 færeyskar seglskútur á
handfæraveiðum. Það var afar fall-
eg sjón,“ segir hann.
„Á þessum báti var ég þetta sum-
ar og síðan á ýmsum öðrum bát-
um. Þar á meðal fór ég á síldveiðar
á Tjaldi, sem þá var nýr bátur. Það
var árið 1956. Ég var ungur mað-
ur þá og hafði gaman af þessu síld-
arævintýri svokallaða,“ segir Krist-
ján.
Stefnan sett á sjóinn
Hann segir aldrei annað hafa kom-
ið til greina en að gera sjómennsk-
una að ævistarfinu. „Ég ætlaði alltaf
að leggja þetta fyrir mig. Það komst
aldrei annað að frá því ég var ungur
maður. Ég ætlaði mér að verða sjó-
maður og myndi gera þetta aftur ef
ég stæði frammi fyrir því vali á ný,“
segir hann. „Ég fór til Vestmanna-
eyja og var þar í þrjú ár, lærði í
Stýrimannaskólanum og var á ýms-
um bátum þar til ég útskrifaðist
1960. Þá kom ég heim í Hólminn
aftur, fór á Arnfinn sem var gerður
út á línu og leysti af sem stýrimað-
ur á Baldri á sumrin,“ segir Krist-
ján. „Eftir það skipti ég yfir á Þórs-
nesið og var á því í tæp átta ár, fyrst
sem matsveinn en síðan sem stýri-
maður,“ bætir hann við. „Það var
síðan á árunum 1964 til 1969 sem
við vorum með Otursútgerðina.
Otur stofnuðum við saman fjórir
sjómenn og nokkrir í landi. Bróð-
ir minn Ásberg Lárentsínusson var
skipstjóri, Rafn Jóhannsson vél-
stjóri, Bæring Guðmundsson annar
vélstjóri og ég var stýrimaður. Við
gerðum út á síld á sumrin en vor-
um á netaveiðum á veturna. Bát-
inn seldum við síðan 1969 en hann
höfðum við keypt nýjan frá Dan-
mörku,“ segir Kristján.
Sólborg í 27 ár
Aftur kom Kristján að stofnun út-
gerðar árið 1977. „Þá stofnuðum
við Sólborgu hf. og gerðum út bát-
inn Ársæl SH-88. Sú útgerð stóð í
27 ár. Við byrjuðum með 64 tonna
bát, vorum aðallega á netaveiðum
og hörpuskel. Útgerðin stækkaði
jafnt og þétt í áranna rás og varði í
27 ár. Við veiddum skel á sumrin og
vorum á netum á vertíðinni þessi
tíu ár sem ég var með bátinn. Þegar
Viðar Björnsson tók við sem skip-
stjóri fór ég í fiskverkunina sem við
höfðum komið á fót og gerðist salt-
fiskmatsmaður. Seinna lögðum við
vinnsluna niður og ég fór í veiðar-
færin og var þar meira og minna þar
til við seldum í nóvember 2005, en
ég hafði þá verið í landi frá 1997,“
segir hann.
Fínt að róa
frá Hólminum
Kristján er kvæntur Þórhildi Páls-
dóttur og saman eiga þau börn-
in Lárentsínus og Áslaugu. Þau
hjón hafa verið búsett í Stykkis-
hólmi alla sína hjúskapartíð, bæði
fædd þar og uppalin og vilja hvergi
annars staðar vera. Kristján kveðst
ætíð hafa kunnað því vel að sækja
sjóinn frá Hólminum. „Mér lík-
aði alltaf ágætlega að vera sjómað-
ur í Stykkishólmi. Það er auðvi-
tað betra að vera í Grundarfirði
eða Ólafsvík á vertíðinni á veturna.
Þaðan er töluvert styttra á miðin en
héðan frá Hólminum þar sem var
aldrei minna en þriggja til fjögurra
tíma sigling fyrir netabátana,“ seg-
ir hann. „En Hólmurinn er á besta
stað fyrir skelveiðarnar, það var al-
gjör lúxus, sérstaklega á sumr-
in. Okkur gekk yfirleitt mjög vel á
skelinni og gaman að hafa fengið að
taka þátt í því mikla ævintýri,“ seg-
ir Kristján Lárentsínusson að end-
ingu. kgk/ Ljósm. úr einkasafni.
Þröstur Albertsson fór fyrst á sjóinn
sem unglingur og hefur að mestu
verið á sjó síðan. Hann ef fæddur
og uppalinn á Hellissandi en flutti
tvítugur til Ólafsvíkur, þegar hann
kynntist eiginkonu sinni, Sóleyju
Jónsdóttur. „Ég náði í konu í Ólafs-
vík og þá varð ég auðvitað að flytja
þangað,“ segir Þröstur hlæjandi
þegar Skessuhorn heyrði í honum.
Þröstur hefur unnið fyrir nokkrar
útgerðir á Nesinu en lengst af hjá
útgerðinni Breiðavík ehf, sem ger-
ir út Kristinn SH í Ólafsvík. Þar
vann hann samfleytt í níu ár áður
en hann hætti sjómennskunni. Þeg-
ar hann kom í land stofnaði hann
eigið fyrirtæki og vinnur sem verk-
taki. Árið 2013 byrjaði Þröstur að
fara á strandveiðar og hefur hald-
ið því áfram á hverju sumri síðan
og núna í vor fjárfesti hann í nýjum
báti, Stefaníu SH, sem hann segir
vera töluverða uppfærslu frá gamla
bátnum. „Þetta er í rauninni svip-
aður bátur fyrir utan að sá gamli var
hæggengur en þessi er hraðgengur,
sem munar töluverðu. Við megum
bara vera úti í 14 tíma á dag, frá því
við förum úr höfn þar til við kom-
um aftur. Á nýja bátnum kemst ég
töluvert lengra á þeim tíma. Það
munar kannski um þrjá tíma sem
ég get verið lengur á veiðum,“ seg-
ir Þröstur.
Gerir allan andskotann
Nýi báturinn er tæplega átta metra
langur, ríflega fjögur brúttótonn og
var smíðaður á Akranesi. „Ég miða
við að fá svona 650 kíló upp úr sjó,
það reiknast í svona 774 kíló fyrir
utan ufsann,“ segir Þröstur. „Þetta
er mikið betri bátur en ég var á.
Þessi er dekkaður en hinn var op-
inn. Þetta er því mikið öruggari
bátur og maður getur róði stífar.
Þetta kemur allt bara rosalega vel
út,“ bætir hann við. Eins og fyrr
segir stofnaði Þröstur fyrirtæki
þegar hann fór í land en hvað er
það sem hann gerir þegar hann er
ekki á strandveiðum? „Ég geri nú
allan andskotann, flest sem gefur
pening,“ svarar hann og hlær. „Ég
sé um snjómoktur á norðanverðu
Snæfellsnesi sem verktaki hjá Vega-
gerðinni og svo er ég líka að taka að
mér að hreinsa dúka og bóna gólf,
en það er meira svona aukalega. Svo
er strandveiðin bara sumarvinnan
og ég sinni henni alveg þessa fjóra
mánuði sem hún er í gangi,“ seg-
ir Þröstur og bætir því við að nýj-
ar breytingar á strandveiðikerfinu
hafi verið mikil búbót fyrir hann.
„Breytingarnar eru sérstaklega góð-
ar fyrir okkur á A svæði. Áður vor-
um við yfirleitt að róa svona 25-30
daga á sumri en núna megum við
róa í 48 daga. Núna fáum við 12
daga í mánuði til að veiða og það
þýðir að þessar ólympísku veiðar
eru núna úr kortinu. Eins og þetta
blasir við núna eru fimm virkir dag-
ar í mánuði sem maður getur sleppt
og samt náð þessum 12 dögum. Við
þurfum því ekki að róa eins stíft og
áður. Reglan var bara fyrstur kem-
ur fyrstur fær og svo kláraðist bara
potturinn. Núna dreifist þetta yfir
mánuðinn og það eru ekki allir að
í einu. Þetta er mikið rólegra svona
og maður er síður að fara út í vafa-
sömu veðri. Maður hefur þó alltaf
gætt þess að fara ekki út í algjöra
vitleysu en það var stundum bölv-
uð bræla en núna er það ekki jafn
mikið vandamál. Maður getur ver-
ið rólegur að missa úr dag,“ segir
Þröstur og bætir því við að nýi bát-
urinn gefi honum meiri möguleika
á að ná þeim 12 dögum sem hann
má róa í mánuði.
Brælan byrjar um leið
og strandveiðarnar
„Þessi fyrsti mánuður hefur ver-
ið ágætur, núna þegar þrír róðrar-
dagar eru eftir á ég tvo inni og ætti
að ná því, vona að veðrið leiki við
mig,“ segir hann og hlær. „Eins
og menn segja gjarnan á þess-
um slóðum þá byrjar brælan allt-
af um leið og strandveiðitímabil-
ið hefst. Og það var ekkert öðru-
vísi núna. Þetta hefur verið frekar
leiðinleg tíð, leiðinda norðanátt en
þá förum við bara suður fyrir nes-
ið og löndum á Arnarstapa.“ Þröst-
ur náði að róa 38 daga á síðasta ári
og með nýjum báti stefnir hann á
að ná öllum 48 dögunum í sumar.
„Ég hef fulla trú á að ná því,“ segir
hann. Spurður hvernig honum hef-
ur líkað sjómannslífið stendur ekki
á svarinu; „Það rennur sjór í æð-
unum á manni,“ segir hann kím-
inn og bætir því við að það þurfi til
að endast í starfinu. „Sjómennskan
er ekki fyrir alla og strandveiðarnar
ekki heldur og ég skil alveg að sum-
ir gefist upp. Ég keypti bátinn minn
af tveimur bræðrum á Akranesi sem
nýttu sumarfríið sitt síðustu þrjú ár
í strandveiðar og ég held að þeir
hafi alveg fengið nóg. Til að maður
endist í þessu held ég að þetta þurfi
bara að vera atvinna manns en ekki
hobbí til að nýta sumarfríið í. Ég
skil vel að menn kikni undan þessu
ef þeir ætla að gera þetta samhliða
fullri vinnu í öðru og taka þetta í
sumarfríum. Þetta er hörkuvinna
og ég held að enginn geri þetta sem
áhugamál til lengri tíma. En þetta
er skemmtilegt,“ segir Þröstur að
endingu. arg
„Ég ætlaði mér alltaf að verða sjómaður“
segir Kristján Lárentsínusson í Stykkishólmi
Otur SH-70, en Kristján var einn þeirra
sem gerði bátinn út á árunum 1964 til
1969.
Kristján Lárentsínusson með vænan
þorsk.
Hjónin Kristján Lárentsínusson og Þórhildur Pálsdóttir á góðri stund.
Þröstur á Stefaníu SH, sem hann keypti fyrir skömmu til að stunda strandveiðar. Ljósm. af.
Nýjar reglur um strandveiðar eru mikil búbót
Þröstur Albertsson hefur meira og
minna verið á sjó frá því hann var
unglingur.