Skessuhorn


Skessuhorn - 29.05.2019, Síða 28

Skessuhorn - 29.05.2019, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. MAí 201928 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Sigurður Friðfinnsson er uppalinn í Dýrafirði, nánar tiltekið á Þing- eyri, en býr nú í Grundarfirði. Fað- ir hans tók hann stundum með á sjóinn þegar hann var gutti og sjó- mennskan hefur alltaf heillað. „Ég var bara pjakkur þegar ég fékk að fara með pabba á sjó,“ segir Siggi er hann sest niður með fréttarit- ara í stutt spjall. Afi hans var bóndi á Alviðru í Dýrafirði en stund- aði sjómennsku á veturna. „Ég var 16 ára þegar ég byrjaði að leysa af á sjó heima á Þingeyri. Þá skipt- ist ég á að leysa af á frystitogaran- um Sléttanesi og snurvoðarbátnum Mýrarfelli. Ég man að þegar ég átti 17 ára afmæli var ég á leið í Smug- una á Sléttanesi íS 808,“ segir Sig- urður er hann rifjar upp sjómanns- ferilinn. Við förum yfir ferilinn og vissulega hafa áföll dunið yfir. Lentum allir í sjónum í Smuguferðinni 1994 varð Sig- urður 17 ára, en þá tíðkuðust þess- ar ferðir. Sumarið 1996 var hann svo búinn að ráða sig á Mýrarfell íS en það sumar varð styttra en hann gerði ráð fyrir. „Þetta var 26. júní og við fórum út snemma um morg- uninn. Við vorum á veiðum allan daginn og um kvöldið vorum við að taka inn veiðarfærin á síðunni þeg- ar halli kemur á skipið. Það rétti sig ekki af og svo fer það bara á hliðina. Við vorum allir á dekki nema skip- stjórinn sem var uppi í brú. Eng- inn af okkur hafði tíma til að fara í björgunargalla og því enduðum við allir í sjónum bara í gúmmígöllun- um,“ segir Siggi þegar hann rifjar upp þennan örlagaríka dag. „Skip- stjórinn komst út úr brúnni með bölvuðum látum og við tróðum marvaða í sjónum á meðan bátur- inn fór á hvolf. Ég man að við bið- um eftir að skrúfan stoppaði áður en við klöngruðumst upp á kjölinn en það tók óratíma að mér fannst fyrir skrúfuna að stoppa loksins. Svo sátum við uppi á kilinum þeg- ar annar björgunarbáturinn skýst upp úr sjónum fyrir framan okkur. Þarna hafði sjálfvirki sleppibúnað- urinn virkað sem betur fer, en við sáum hinn björgunarbátinn hvergi. Við komumst um borð í björgunar- bátinn þar sem við náðum að setja neyðarsendi í gang og skjóta upp neyðarblysi. Fljótlega kom Guðný íS aðvífandi og flutti okkur heim á Þingeyri,“ segir Sigurður. Annað óhapp Allir komust klakklaust frá þessu óhappi en litlu mátti muna. „Eftir þetta var ég svolítið skelkaður. Ég réði mig þó á Æsuna frá Flateyri en fór ekki nema tvo til þrjá túra á henni. Mér líkaði ekki veiðiskapur- inn en við vorum á skel þarna. Það hentaði mér ekki að standa við færi- band og tína drasl og drullu. Fannst það hundleiðinlegt og svo sat sjó- slysið aðeins í mér. Ég ákvað því að hætta eftir þrjá túra og fá mér vinnu í landi það sem eftir lifði sumars. Svo nokkrum vikum eftir að ég fór í land sekkur Æsan líka og með henni fórust tveir menn. Þetta tók nokk- uð á 19 ára manninn. Það hvarflaði samt ekkert að mér að hætta á sjó,“ segir Siggi er hann rifjar upp þessa lífsreynslu. Í ýmsum störfum en svo í réttindanám Sigurður vann einnig í landi og meðal annars í skipasmíðastöð á ísafirði. „Maður tók náttúrulega þá vinnu sem bauðst á þessum tíma. Árið 1998 flyt ég til Grindavík- ur og reri þá á Ingileifi SK og síð- ar á Maroni GK sem háseti en árið 2006 þá fer ég í land og fékk vinnu í Vélsmiðju Grindavíkur. Þar var ég í fimm ár og vann við innkaup og lagerstörf,“ bætir hann við. „Þegar ég var búinn að fá nóg af því fékk ég þá flugu í höfuðið að fara í Stýri- mannaskólann haustið 2011, þá 34 ára gamall. Ég var tvo og hálf- an vetur í skólanum og var kominn með 45 metra réttindi þegar pen- ingaleysið rak mig á sjó,“ segir hann og brosir. „Ég var að leysa af hing- að og þangað á meðan ég var í nám- inu. Þá fór ég í hinar ýmsu afleys- ingar og var meðal annars skipstjóri á Auði Vésteins SU 88 frá Stöðvar- firði og reri um tíma á Dúdda Gísla GK sem háseti. Ég gerði samkomu- lag um að ég fengi að hætta strax ef ég fengi stýrimannspláss,“ en Sig- urður þurfti fljótlega að láta reyna á það. „Ég fékk boð um að koma sem stýrimaður á Hamar SH á rækju- vertíð og þáði það. Ég fór svo líka lausatúr á Hrafn GK 111 sem ann- ar stýrimaður en það skip hét áður Sléttanes íS þar sem ég hóf minn sjómannsferil og í ágúst 2014 fæ ég fastráðningu hjá Þorbirni hf á Tómasi Þorvaldssyni. Ég kláraði svo hitt í rólegheitum og útskrif- aðist með fiskimanninn eða þrjú- þúsund brúttótonna réttindi haust- ið 2018,“ bætir hann við. Á Tómasi Þorvaldssyni var Siggi annar stýri- maður og leysti af sem yfirstýri- maður. Á öllum veiðiskap nema uppsjávarskipum „Það var svo í maí 2015 sem ég fer í minn fyrsta túr sem skipstjóri á Tómasi og var það skemmtilegur áfangi fyrir mig. Ég á útgerðinni mikið að þakka að treysta manni svona óreyndum fyrir skipinu en mér var hent út í djúpu laugina þarna enda blautur á bakvið eyr- un,“ segir Sigurður. Til stóð að hann fengi skipstjórastöðu á Tóm- asi en ekki kom til þess þar sem bátnum var lagt sökum aldurs. „Ég fékk þá pláss á línuskipinu Hrafni GK 111 sem stýrimaður og afleys- ingaskipstjóri haustið 2018 og líkar það afskaplega vel. Við erum með þetta fjörutíu til fimmtíu þúsund króka og veiðin hefur gengið vel en mætti að sjálfsögðu alltaf vera betri. Ég hef verið á nánast öllum veiði- skap nema kannski á uppsjávarskip- um og mér líkar mjög vel við línu- veiðarnar. Ég verð líka að minnast á að á öllum þeim skipum þar sem ég hef róið hafa vinnufélagarnir verið frábærir. Ég hef verið ljónheppinn í vinnufélagalottóinu og ef einhverjir af þeim lesa þetta þá kasta ég kærri kveðju á þá. Já og til allra sjómanna og viðhengja þeirra. Framtíðin er björt. Gleðilegan sjómannadag!“ Sigurður er kominn í frí fram á næsta kvótaár en hann hefur samt engar áhyggjur að honum leiðist eitthvað. „Ég get alltaf fundið mér eitthvað til að dunda hérna heima- fyrir enda finnst mér gaman að ditta að húsinu og dunda eitthvað,“ seg- ir Sigurður að lokum, áður en hann rýkur út til að hjálpa félögum sín- um í Grundarfirði að undirbúa sjó- mannadagsskemmtunina um næstu helgi. tfk Sigurður með boltaþorsk. Ljósm. úr einkasafni. Hélt upp á sautján ára afmælið á leið í Smuguna Hrafn GK 111 á siglingu. Ljósm. Jón Steinar Sæmundsson. Sigurður Friðfinnsson við smábátahöfnina í Grundarfirði. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.