Skírnir - 01.04.2005, Blaðsíða 54
52
ÓTTAR M. NORÐFJÖRÐ
SKÍRNIR
að gleðin knýi sjálfkrafa á dyr. Gleðin felst einnig í fullnægingu
hvata okkar og óska og er bundin þeim markmiðum sem við setjum
okkur í lífinu. Við megum því ekki heimta eitthvað af lífinu sem það
getur ekki veitt okkur. Þess vegna þurfum við að gæta þess að nota
vitið í leit okkar að gleði, stilla óskum okkar í hóf og setja þeim
skynsamleg takmörk. I Hávamálum er því ekki mælt með gegndar-
lausri gleði, heldur að hún fáist með þeim skilyrðum sem sjálfs- og
gildisskynið setja okkur, líkt og vikið var að hér að framan.
I Hávamálum er þó ekki boðað að gleði verði einungis til með
fullnægju hvata og skynsamlegra óska, enda gæti það reynst
sljóvgandi til lengdar. Minnst er á aðra forsendu fyrir gleði, for-
sendu sem ég hef kosið að nefna lífsást. I hugtakinu felst einfald-
lega að maður skuli ávallt vera glaður á meðan maður er á lífi,
sama hvernig ástatt er hjá manni, því að aðstæður gætu alltaf ver-
ið verri - maður gæti verið látinn. I v. 15 er þetta orðað skýrt og
skorinort: „Glaður og reifur / skyli gumna hver / uns sinn bíður
bana.“ Hugsunin er áþekk í v. 69:
Er-at maður alls vesall,
þótt hann sé illa heill:
Sumur er af sonum sæll,
sumur af frændum,
sumur af fé ærnu,
sumur af verkum vel.
Sú hugmynd að maður eigi að elska lífið þó að maður sé illa
heill birtist berlega í þessum línum. Þegar maður er á lífi er ekkert
vesælt með öllu og því ástæða til þess að vera glaður og sæll, enda
segir í næstu vísu: „Betra er lifðum / og sællifðum."23 Lífið sjálft,
sú staðreynd að vera á lífi, er nefnilega hinn mesti auður mannsins
(v. 68).24 Slík lífsást, ásamt tíðræddri skynsemi, eru forsendur gleði
samkvæmt hugtakakerfi Hávamála.
Sú hugsun að lífið - að vera á lífi - séu gæði í sjálfu sér á ræt-
23 Þótt „og sællifðum" sé oft leiðrétt í „en sé ólifðum", þá skiptir það litlu máli
fyrir túlkun mína, enda falla báðar útgáfur vísunnar að því sem ég segi um lífs-
ástina í Hávamálum.
24 Sjá ritgerð mína Heimspeki Hávamála (bls. 64-66) vegna túlkunar minnar á v. 68.